Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 3
Skagablaðið Fréttir 30. janúar 1995 3 Guðmundur Páll Jónsson Framsóknarflokki um fjárhagsáætlun: Áhyggjur af auknum skuldum Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, segist hafa áhyggjur af því að í fjárhagsáætlun bæj- arins er gert ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs aukist á árinu. Hann hefur efasemdir um að rétt sé að taka lán fyrir kaup- unum á landi Innsta-Vogs nú. - Menn hafa sett sér það mark- mið að auka ekki skuldir bæjar- ins. Við erum sammála um að bærinn eigi að kaupa Innsta-Vog en spumingin er hvort það á að gerast núna með nýrri lántöku. Bæjarfélagið skuldar nú 440 milljónir króna og staðan er þröng. Það er því mikilvægt að menn sleppi ekki fram af sér beislinu, segir Guðmundur Páll í viðtali við Skagablaðið. Ekki hefur enn orðið formleg- ur ágreiningur við gerð fjár- hagsáætlunar. Ekki er þó ljóst hvernig bæjarfulltrúar minni- hlutans muni standa að af- greiðslu áætlunarinnar þann 14. febrúar næst komandi. Guðmundur Páll varar við því sem hann kallar skyndiákvarð- anir um fjárútlát til lengri tíma og nefnir framlag bæjarins vegna stúkubyggingar knatt- spyrnufélagsins, framlagið til minningarsjóðs sr. Jóns M. Guðjónssonar og kaupin á Innsta-Vogi sem dæmi um slfk- ar ákvarðanir. Hann telur að taka verði ákvarðanir af þessu tagi með tilliti til stöðu bæjar- sjóðs hverju sinni, ella sé ekki um skynsamlega fjármálastjóm að ræða. Hann bendir á að fram- kvæmdafé bæjarins er að mestu leyti bundið í ár vegna ákvarð- ana frá fyrri ámm. - Þessu verður svipað farið á næsta ári. Það er þegar búið að binda mesta hluta framkvæmda- fjárins á næsta ári í Grunda- skóla, íþróttasamninginn og leikskóla. Auk þess er fyrirsjá- anlegt að við þurfum að leggja í mjög fjárfrekar framkvæmdir vegna holræsamála á næstu ámm. Við þurfum að taka ákvarðanir um fjárútlát í tengsl- um við þriggja ára áætlun, segir Guðmundur Páll. Kirkjubraut: Einstefnu aflétt í bili Einstefnu sem verið hefur við Kirkjubraut frá í desember verður aflétt á miðvikudaginn, enda var hún sett á til reynslu til 1. febrúar. íbúar við Suður- götu afhentu bæjarstjóra áskorun um að aflétta ein- stefnunni í síðustu viku. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag. Engin ákvörðun var tekin um framtíð einstefnunnar en ákveðið að fela Þórdísi Arth- ursdóttur ferðamálafulltrúa að kanna viðhorf verslunareigenda og íbúa við Kirkjubraut til breytingarinnar. í yfirlýsingu 31 íbúa við Suð- urgötu frá Skagabraut niður á Akratorg er þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda mótmælt að flytja umferð af Kirkjubraut yfir á Suðurgötu. „Eftir að einstefna var sett á Kirkjubraut, jókst umferð um Hönnun Langasands: Tllboðum hafnað Bæjarráð hefur ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust i hönnun opinna svæða við Langasand og norðan Garðagrundar. Mikillar óánægju gætti hjá bjóðendum með hvernig staðið var að útboðinu af hálfu bæjarins. Þeir töldu að verulega hefði skort á að nægilega vel hefði verið vandað til útboðsins og varð það meðal annars til þess að Verkfræðiþjónusta Akraness ákvað að senda ekki tilboð. Bæjarráð fékk landslags- arkitekt til liðs við sig og í samráði við hann var ákveð- ið að hafna tilboðunum öll- um. Jafnframt var ákveðið að ákveða forsendur betur og skipta svæðinu niður í smærri áfanga. Jórunn Sigtryggsdóttir afhenti bæjarstjóra mótmœli 31 íbúa við Suðurgötu vegna aukinnar umferðar um götuna. Suðurgötu til mikilla muna. Einnig jókst hraðakstur mikið og um helgar færðust drykkju- læti og hávaði að hluta til af Kirkjubraut yfir á Suðurgötu. Við teljum ekki réttlætanlegt að beina umferð með þessum hætti frá aðal verslunargötu bæjarins inn í rólegt íbúðahverfi. Með því móti er einungis verið að flytja til vandamálin en ekki leysa þau. Skorum við á bæjar- yfirvöld að breyta þessu aftur í fyrra horf,“ segir í yfirlýsingu íbúanna. Kvennalistinn býr sig undir kosningar: Hansína efst á V-lista Hansína B. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri í Dalabyggð, skipar efsta sæti framboðslista Kvennalistans á Vesturlandi vegna alþingiskosninganna í apríl. Kvennalistinn á ekki þingmann á Vesturlandi. V-listi Kvennalistans var sam- þykktur einróma á félagsfundi flokksins sem haldinn var í Borgarnesi í síðustu viku. List- inn er skipaður eftirtöldum kon- um: 2. Sigrún Jóhannesdóttir, lekt- or við samvinnuháskólann, Borgarbyggð. 3. Helga Gunn- arsdóttir, forstöðumaður Far- skóla Vesturlands, Akranesi. 4. Þóra Kristín Magnúsdóttir, jarð- eplabóndi í Staðarsveit. 5. Asa Sigurlaug Harðardóttir, nemi, Indriðastöðum. 6. Dóra Líndal Hjartardóttir, tónlistarkennari, Hansína B. Einarsdóttir. Vestri-Leirárgörðum. 7. Sigríð- ur V. Finnbogadóttir, skrifstofu- maður í Borgarbyggð. 8. Ingi- björg Daníelsdóttir, kennari og bóndi á Fróðastöðum. 9. Svava Sigrún Jóliannesdóttir. Svandís Guðmundsdóttir, gisti- heimilisstjóri í Staðarsveit. 10. Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari og fyrrverandi alþingis- maður, Reykjavík. Skagamarkaður: Viðskipti glæðast Viðskiptin á Skagamarkaði voru öllu líflegri í síðustu viku en vikuna á undan en þó vantar talsvert á að um- svifin hafi náð fyrri stærð. Alls seldust tæplega 47 tonn á markaðnum dagana 20. til 26. janúar. Verðmæti aflans nemur rúmlega fimm milljónum króna og vega ýsa og þorsk- ur þar lang þyngst að venju. Alls seldust 17,3 tonn af ýsu á markaðnum á áðurnefndu tímabili og fékkst gott með- alverð fyrir kílóið; nær 128 krónur. Rúmlega 18 tonn af þorski koniu á markaðinn og seldist hvert kíló á að meðaltali 107,20 krónur. Hæst fór verðið í 122 krón- ur á kíló. Einnig seldist talsvert magn af steinbíti og tinda- skötu á markaðnum. Höfnin: Krókabátar gera klárt Eigendur krókabáta hafa verið að gera klárt að und- anförnu en þeir komast á sjó að nýju nú um mánaða- mótin eftir tveggja mánaða landlegu að boði yfirvalda. Þrír togarar löndu í Akra- neshöfn í síðustu viku og 15 bátar reru með línu. Haraldur Böðvarsson AK 12 landaði um 57 tonnum í síðustu viku, Höfðavík AK 200 59 tonnum og Sturlaug- ur H. Böðvarsson AK 10 rúmlega 100 tonnum. Sam- tals komu því um 218 tonn af togarafiski á land í síð- ustu viku. Bresi AK 101 var drýgst- ur línubáta í síðustu viku með tæp 10 tonn úr fjórum róðrum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.