Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 30.01.1995, Blaðsíða 6
6 30. janúar 1995 íþróttir Skagablaðið Þarf Þórður að fara í annan uppskurð? Svo kann að fara að Þórður Guðjónsson þurfi að fara í annan uppskurð til þess að fá sig góðan af ökklameiðslum sem hafa hrjáð hann. Hann ætlar þó að reyna að þrauka og sjá hvernig til tekst. - Ég er enn ekki orðinn nógu góður í ökklanum, sagði Þórður er Skagablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. - Ég fór í aðgerð þann 5. des- ember og í fyrstu virtist sem aðgerðin hefði heppnast vel en mér finnst framfarirnar ekki hafa verið eins góðar í endur- hæfingunni og ég vænti, bætti hann við. Að sögn Þórðar eru liðböndin enn of slök og þá er aðeins um tvennt að ræða; liðbandastrekk- ingu eða annan uppskurð ef ekki vill betur til. Sá dýrasti féll á lyfjaprófi Það kom sem reiðarslag yfir þýskan knattspyrnuheim er Roland Wolfarth, leikmaður Vfl Bochum, félags Þórðar Guðjónssonar, féll á lyfjaprófi fyrir skömmu. Wolfarth, sem unnið hefur til meistaratitla með Bayern Munchen og m.a. orðið markakóngur Bundes- ligunnar, hefur borið við athugunarleysi. Þeirri skýringu trúa fáir frá manni sem verið hefur í atvinnumennsku í á annan áratug. - Wolfarth hefur borið við eigin heimsku eða athugunarleysi er hann fór í apótek og keypti grenningarlyf, sem inniheldur Efedrin, sem er á bannlista þýska knattspyrnusambandsins, sagði Þórður Guðjónsson, félagi Wolfarth, við Skagablaðið í gær. - Menn trúa skýringum hans mátulega því skýrt er kveðið á það í samningum leikmanna að þeir taki ekki inn nein lyf nema í fullu samráði við lækni þess félags, sem þeir eru samnings- bundnir, bætti Þórður við. Fall Wolfarths, sem er orðinn 32ja ára gamall, var forráða- mönnum Bochum ekki síður en knattspyrnusambandsins mikið áfall. Stöðugur orðrómur um lyfjaneyslu leikmanna í Bund- esligunni hefur verið á kreiki undanfarin ár án þess að nokkuð hafi sannast. Afallið varð Bochum enn meira fyrir þær sakir að Wolfarth er dýrasti leikmaður í sögu félagsins og hafði aðeins leikið þrjá leiki með félaginu er tilkynnt var um niðurstöður lyfjaprófsins. Hann fékk eins háa fjársekt hjá Bochum og reglur félagsins geta kveðið á um en hann á enn eftir að fá dóm frá knattspymu- sambandinu. - Þetta er auðvitað ósköp svekkjandi en það er ekkert við þessu að gera. Ég hef ekkert æft með liðinu að undanförnu en fer til Spánar með félaginu í æf- ingabúðir á þriðjudaginn og það verður gaman að hitta félagana á ný, sagði Þórður. Enn eru þrjár vikur þar til keppnistímabilið hefst að nýju í Bundesligunni. Staða Bochum er slæm við botn deildarinnar en Þórður kvað menn vongóða um að liðinu tækist að rétta úr kútn- um síðari hluta mótsins. - Það hefur auðvitað ekki verið til þess að bæta móralinn hjá okkur að Roland Wolfarth féll á lyfjaprófi, fyrstur leik- manna í sögu Bundesligunnar, en menn eru staðráðnir í að bíta á jaxlinn og gera sitt besta, sagði Þórður. Atvmnumannsferill Þórðar er enginn dans á rósum. Varnarleikur er lykilorðið Ekkert lát er á afleitu gengi Skagamanna í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Liðið beið sinn sjöunda ósigur í röð á miðvikudaginn er það sótti botnlið Snæfells heim. Lokatölur urðu 116:102 heimaliðinu í vil í leik þar sem Skagamenn virtust hreinlega Staðan í Úrvalsdeildinni eftir leikina í miðri síðustu viku: A-riðill: gleyma því enn eina ferðina að leika vörn. Vangaveltur Skagablaðsins í síðustu viku um möguleika liðsins á að komast í úrslita- keppnina virðast nú úreltar þótt ekki sé lengra um liðið en raun ber vitni. Þótt möguleikar á sæti í úrslitakeppn- inni séu ekki lengur raunhæfir á liðið enn vetur eftir góða byrjun og tap liðsins gegn Snæfelli var salt í sárin. Skagamenn hafa sýnt það í vetur, einkum í leikjunum gegn ÍR og ÍBK hér heima, að þeir geta leikið ágætlega. Með góð- um leik má leggja KR-inga að velli en þá er líka eins gott að menn leiki vörn. Án hennar gagnar lítið að skora ítrekað yfir 100 stig í leikjum. Njarðvík 23 1 Þór 13 11 Skallagrímur 12 12 Haukar 8 16 2369:1925 2229:2173 1904:1909 1957:2070 46 26 24 16 að hafa burði til þess að forðast það að leika um sæti sitt í deildinni. Það hlut- „Vigtargjald" ÍA Snæfell 6 18 2083:2308 2 22 1887:2463 B-riðill: 12 4 skipti bíður þess liðs sem hafnar í næst- neðsta sæti deildar- a tviburana! Grindavík 19 5 2357:2001 38 innar. „Vigtargjald" hefur nokkrum ÍR 18 6 2141:2008 36 Næsti leikur liðsins sinnum verið sett á þá Arnar Keflavík 16 8 2342:2151 32 er gegn KR hér og Bjarka Gunnlaugssyni hjá KR 11 13 2113:1995 22 heima á fimmtudag- Núrnberg eftir að nýr þjálfari Tindastóll 8 16 1938:2072 16 inn. KR-ingum hefur tók þar við stjórn. Valur 8 16 2004:2139 16 vegnað afleitlega í Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir með samning við Núrnberg til vorsins: Óvissa um framhaldið hjá okkur Allt bendir til þess að framtíð tvíburanna, Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, hjá þýska 1. deildarfélaginu Numberg, ráðist af því hvort félaginu tekst að endurheimta sæti sitt í þýsku úrvalsdeildinni, Bundesligunni, í vor. Leigusamningur Feyenoord á bræðrunum rennur út í vor. - Það er óneitanlega nokkur óvissa um framtíð okkar hjá félaginu, sagði Bjarki er Skaga- blaðið ræddi við hann. - Við erum sem stendur um miðja deild en þó ekki nema 7 stigum frá sæti sem tryggir veru í Úr- valsdeildinni. Enn er helmingur deildarkeppninnar eftir þannig að félagið á enn möguleika á að komast upp. Allt snýst þetta um fjármuni og þeir hafa verið af skornum skammti hjá Núrnberg í vetur. Félagið á því allt sitt undir því að komast upp á ný. Félaginu vegnaði vel í upp- hafi keppnistímabils en hefur smám saman sigið niður töfl- una. Þjálfari liðsins hætti störf- um og annar kom í hans stað og mikil meiðsl hafa hrjáð lítinn leikmannahóp félagsins. Þeir bræður geta þó unað glaðir við sitt, hafa skorað 10 af 21 marki liðsins í deildakeppn- inni í vetur. Frammistaða þeirra hefur vakið athygli og ekki ætti að koma á óvart þótt önnur félög myndu falast eftir þjón- ustu þeirra fyrir haustið. Þjálfarinn er að sögn Bjarka af gamla skólanum og setur leik- mönnum m.a. þá reglu að vigta sig fyrir og eftir æfingar. - Við vissum reyndar ekkert af þessari reglu fyrr en eftir nokkrar æfingar og þurftum því að punga út sektum. Það má því eiginlega segja að við höfum verið rukkaðir um „vigtargjaid" eins og trillukarlarnir heima. Bjarki sagði sektimar ekki vera háar og jafnframt að þær rynnu í sameiginlegan sjóð leik- manna. - Þessi nýi þjálfari er strangur en við kunnum ágætlega við hann. Við eigum þó fyrrverandi þjálfara félagsins meira að þakka; hann gaf okkur tækifæri.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.