Skagablaðið - 13.02.1995, Page 1

Skagablaðið - 13.02.1995, Page 1
VERÐ KR. 220 I LAUSASOLU 6. TBL. • 12. ARG. • 13. FEBRUAR 1995 Islensku bókmennta- verðlaunin Það var glatt á hjalla hjá höfundi og útgefendum verðlaunabókarinnar Skáldið sem sólin kyssti þegar Skaga- blaðið hitti þau um helgina. Silja Aðal- steinsdóttir efndi þá til mannfagnaðar í tilefni af því að henni voru veitt ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1994. Sjá blaðsíðu 5 Atvinnumál á oddinn Brynja Þorbjörnsdóttir atvinnu- fulltrúi var ekki í vafa þegar hún var spurð hvað hún vildi að bæj- arstjórn legði höfuðáherslu á. At- vinnumálin auðvitað. Brynja er í brennidepli hjá okkur. Sjá blaðsíðu 7 Viðar Karlsson á Víkingi: Verðum að vera vongóðir Jakob Þór Einarsson stendur í ströngu þessa dagana; œfir nýtt hlutverk hjá Borgarleikhúsinu fitnm sinnum í viku og stjórnar œfingum ífjölbraut sex sinnum í viku. Gróska í leiklistarlífi fjölbrautarskólans: Hryllingsbúðin á fjalirnar Við vorum að vona að við gæt- um komið með loðnu heim núna uppúr helginni en við erum í brælu hérna austur af Hornafirði eins og önnur skip í flotanum og það lítur ekki vel út með veður næstu daga, Hættuspil: Á snjósleða á göngustíg Fimmtán ára gamall ung- lingur var staðinn að því um helgina að aka snjó- sleða á 40 kílómetra hraða eftir göngustígum í Grundahverfi. Lögreglan hafði samband við móð- ur drengsins sem sagðist mundu lesa honum pistilinn. Þá kvartaði umsjónarmaður knattspyrnuvallarins yfir því í síðustu viku að snjósleða- menn hefðu verið á ferðinni á æfingasvæðinu. Umferð snjósleða er bönnuð í bæjar- landinu. sagði Viðar Karlsson, skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi, þegar Skagablaðið ræddi við hann í morgun. Víkingur lét úr heimahöfn fyrir 19 dögum og hefur enn ekki iandað loðnu, enda hefur hann ekki getað athafnað sig á mið- unum til þessa. Höfrungur og Bjarni Olafsson hafa hins vegar náð að reyta saman í næstum fullfermi einu sinni og lönduðu því á Eskifirði og Seyðisfirði. Fimmtán manns eru í áhöfn Víkings og þegar Skagablaðið ræddi við Viðar snemma í morgun sat mannskapurinn við spil. - Það er ekki um annað að ræða en að bíða. En við verðum að vera vongóðir þrátt fyrir allt. Loðnan hefur verið að skríða inn á veiðisvæði okkar svo það er von í þessu núna. Þetta lagast strax og gerir veður, segir Viðar Karlsson. Hann lætur ekki vel af verð- inu sem í boði er fyrir loðnuna; sama verð og undanfarin ár. - Það er ekki um annað að ræða en að sætta sig við það, segir hann þó. Jakob Þór Einarsson leikari vinnur nú að því með tugum krakka í leiklistarklúbbi fjöl- brautaskólans að setja á svið söngleik sem byggður er á Litlu hryllingsbúðinni. Frum- sýning er fyrirhuguð 24. febrú- ar. Jakob Þór leikstýrir verkinu og segir að í raun sé um frumraun hans að ræða á þessu sviði. Jensína Waage er söngstjóri en alls koma um 80 manns að sýn- ingunni með einum eða öðrum hætti. Þar af koma rúmlega 30 krakkar fram á sviðinu, um fjórðungur þeirra fer með stór hlutverk. Segja má að Jakob standi í stórræðum um þessar mundir. Hann æfir nú fimm sinnum í viku í nýju verki hjá Borgarleik- húsinu og kemur sex sinnum í viku til Akraness að leikstýra. Svo vill til að hann er sjálfur að búa sig undir að leika 16 ára gamlan ungling og segist fá mikla innspýtingu frá krökkun- um í fjölbraut. - Þetta er mjög skemmtilegt og ég er alveg gáttaður á því hvað þessir krakkar hafa mikla hæfileika. Ég hef til dæmis komist að því að tónlistar- menntun hér er í háum gæða- flokki, segir Jakob við Skaga- blaðið. Guðjón Guðmundsson alþingismaður í grein um landmælingamálið: Marklaust hjal umhverfisráðherra Guðjón Guðmundsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, gagnrýnir um- hverfisráðherra harðlega vegna framgöngu hans í Land- mælingamálinu. Guðjón telur tal ráðherrans um flutning Landmælinga ríkisins til Akra- ness hafa verið marklaust hjal. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Skagablaðinu í dag. Guðjón spurði ráðherra að því á Alþingi fyrir viku hvort hann væri reiðubúinn að lýsa yfir því að hann hyggðist flytja stofnun- ina til Akraness. Eftir að Guð- jón hafði ítrekað spurningu sína kom ráðherra í pontu og svar- aði: „Ég er ekki reiðubúinn til þess.“ Skagablaðinu tókst ekki að ná tali af ráðherra en Birgir Her- mannsson aðstoðarmaður hans segir að ljóst hafi verið strax í haust að ekkert yrði gert frekar í málinu í ráðherratíð Össurar. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir hins vegar að Össur hafi aldrei gefið bæjaryfirvöldum ákveðið til kynna að ekkert yrði af flutn- ingi Landmælinga, nema síður væri. Össur hefur engu svarað formlegri beiðni bæjaryfirvalda um fund vegna málsins. - Við munum ganga eftir því við ráðherrann að fá ákveðið svar. Verði það neikvætt munum við fara fram á skýringar, segir Gísli við Skagablaðið. Sjá blaðsíðu 4

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.