Skagablaðið


Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 3
Skagahlaðið Fréttir 13. febrúar 1995 3 Skagamarkaður: Verðið var í lægra lagi Nokkru lægra verð fékkst fyrir þorsk og ýsu á Skaga- markaði hf. í síðustu viku en vikunni á undan. Alls seld- ust 58,5 tonn á markaðnum dagana þriðja til níunda febrúar og fengust alls 5,37 milljónir króna fyrir aflann. Meðalverð var því 91,88 krónur á kíló. Þorskur var í miklum meiri- hluta þess afla sem boðinn var upp á markaðnum. Alls seldust rúm 36 tonn af þorski, auk undirmálsfisks, og reyndist meðalverð fyrir hvert kíló vera 96,74 krónur. Þess ber að geta að verðið var mjög sveiflukennt, frá 83 krónum upp í 120. Rúmlega 11,5 tonn seldust af ýsu og fór kílóið að með- altali á 103,49 krónur. Rúmt tonn seldist af keilu á áðurnefndu tímabili, 3,3 tonn af steinbíti og rúmt tonn af tindaskötu. Tinda- skatan var jafnframt ódýrasti fiskurinn á markaðnum; hvert kíló fór á aðeins 8,77 krónur. Lúða var sem fyrr í sérstökum verðflokki. Með- alverð á lúðukíló var 362,93 krónur. Súðavíkursöfnun: Fermingar- börn söfnuðu Fermingarbörn á Akranesi létu ekki sitt eftir liggja við fjársöfnun til styrktar átak- inu „Samhugur í verki“, sem efnt var til vegna slysanna sem snjóflóðin í Súðavík og í Reykhólasveit ollu. Fermingarbörnin stóðu að sérstakri fjársöfnun dagana 20. og 21. janúar og sunnu- daginn 22. janúar var svo tekið á móti framlögum til á- taksins við fjölskylduguðs- þjónustu sem fermingarböm og foreldrar þeirra tóku þátt í. Alls söfnuðust 130 þúsund krónur. Björn Jónsson sókn- arprestur vill koma á frarn- færi þakklæti til allra þeirra sem studdu átakið. Fjórarí lykilstöðum Sigríður Gróa Kristjánsdótt- ir, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, vill koma því á framfæri í tilefni af frétt í síðasta blaði að konur gegna nokkrum lykilstöðum hjá bænum. Flún nefnir í því sambandi sérstaklega að konur gegna störfum at- vinnufulltrúa, ferðamálafull- trúa, félagsmálastjóra og garðyrkjustjóra. Uppstokkun á starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa: Ráðið í tvær nýjar stöður Ráðgert er að starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði lagt nið- ur í fyrri mynd sinni en í stað þess verði ráðinn starfsmaður í fullt starf í Arnardai og annar í hlutastarf til að annast rekstur íþróttamannvirkjanna á Jað- arsbökkum. Bæjarstjórn tekur afstöðu til málsins á morgun. Sem kunnugt er var fyrrverandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa gert að segja upp starfi sínu vegna meints fjárdráttar í haust. Síðan hefur ekki verið starfandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Meirihlutinn í bæjarráði lagði til fyrir rúmri viku að í stað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði ann- ars vegar ráðinn rekstrarstjóri í íþróttamiðstöðinni á Jaðars- bökkum í samstarfi við íþrótta- hreyfinguna. Ráðgert er að þarna verði um að ræða 37,5 prósent starf hjá bænum. Hins vegar er lagt til að ráð- inn verði tómstundafulltrúi í fullt starf í Arnardal. Sam- kvæmt tillögu meirihluta bæjar- ráðs verða þessi störf auglýst laus til umsóknar. Bæði störfin eru til reynslu í eitt ár og að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra eiga þessar stöður ekki að kosta meira en staða íþrótta- og æskulýðsfulltrúans gerði. Ingvar Ingvarsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins tók ekki undir tillögu meirihluta bæjar- ráðs en lagði þess í stað til að bæjarstjóra yrði falið að ganga til samningaviðræðna við fram- kvæmdastjóm IA um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Jað- arsbökkum. „Samningurinn verði miðaður við að rekstur húsnæðis íþróttamiðstöðvar og sundlaugar verði á höndum bæj- arins með þátttöku Iþrótta- bandalagsins og Knattspyrnufé- lagsins, ráðinn verði rekstrar- stjóri sem jafnframt gangi vakt- ir,“ segir í tillögu Ingvars. Báðum tillögunum var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar en hún kemur saman á morgun. Krabbameinsfélagið: Vegleg gjöftilSA Stjórn Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis afhenti lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness veglega gjöf síðast liðinn miðvikudag. Gjöfin er til minningar urn Guðjón Berg- þórsson skipstjóra sem Iést urn aldur fram á síðasta ári. Um er að ræða myndbands- tæki og tvö rúm sem meðal annars er hægt að taka í sundur og lána í heimahús til langlegu- sjúklinga ef þörf krefur. Alls nemur verðmæti gjafarinnar rúmlega fjögur hundruð þús- undum króna. Mœðgurnar Salóme, ekkja Guðjóns, og Lára Huld við annað rúmanna sem gefið var. Með þeim á myndinni eru Guðjóna Kristjánsdóttir og Anna Elísabet Jónsdóttir frá Krabbameinsfélaginu. Daníel Arnason svarar gagnrýni vegna hönnunarútboðs: Ekkert klúður Það er auðvitað ekki rétt hjá Magnúsi að hönnunarútboðið hafi verið klúður og endaleysa, þótt margt hefði mátt betur fara. Það er alveg rétt að út- boðsgögnin voru ófullkomin enda var vakin sérstök athygli á því og tilboðsgjöfum var það fyllilega Ijóst fyrirfram, segir Daníel Árnason, forstöðumað- urtæknideildar bæjarins, í samtali við Skagablaðið í tilefni af ummælum Magnúsar Ólafs- sonar arkitekts í blaðinu fyrir viku. Magnús gagnrýndi bæjaryfir- völd harðlega fyrir hvernig staðið var að útboði á hönnun opinna svæða við Langasand og fyrir ofan Garðagrund. Þrír buðu í verkið; Teiknistofan við Kirkjubraut, Magnús Ólafsson og Ævar Harðarson. Tilboðin voru afar ólík að gerð og um- fangi og verðmunur var mikill. - Að tillögu Magnúsar og Ævars fengum við landslags- arkitekt til þess að meta með okkur tillögurnar. Að svo búnu var ákveðið að hafna öllum til- boðunum. Svo var ákveðið að ræða við Teiknistofuna um hönnun svæðisins við Langa- sand að því tilskyldu að lands- lagsarkitekt yrði fenginn til verksins. Kannski hefðum við strax í upphafi átt að leita eftir þjónustu landslagsarkitekta. Þeir eru best færir um hönnun af þessu tagi, segir Daníel við Skagablaðið. I áliti Þráins Haukssonar landslagsarkitekts um tillögurn- ar þrjár segir meðal annars að bjóðendur hafi lagt megin- áherslu á að lýsa „ýmiss konar mannvirkjum, eins og trimm- tækjum, leiktækjum, böðunar- aðstöðu og jafnvel glerpíramída og útsýnisturni. Sjálfsagt hefur fagþekking þeirra á sviði bygg- ingarmála áhrif þar á. Aftur á móti er lítið gert til að skilgreina skipulagslegar forsendur og markmið og lítið sem ekkert fjallað um yfirbragð svæða, landslagsmótun og ræktunarað- ferðir.“ Ingibjörg Pálmadóttir leiðir B- lista Framsóknarflokksins í kosningunum 8. apríl. Framsóknarflokkurinn: Ingibjörg Pálmadóttir alþingis- maður á Akranesi skipar efsta sætið á lista Framsóknar- flokksins á Vesturlandi vegna alþingiskosninganna í apríl. Hún fékk sem kunnugt er mjög afgerandi stuðning samflokks- manna sinna í skoðanakönnun sem efnt vartil í haust. Listi flokksins var ákveðinn á fundi stjórnar kjördæmissam- bands Framsóknarfélaganna á Vesturlandi fyrir nokkru. Magnús Stefánsson sveitar- stjóri í Grundarfirði kemur næstur Ingibjörgu. Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Magnús Stefánsson, sveitar- stjóri í Grundarfirði skipar annað sæti listans. Stafholtstungum, er í þriðja sæti listans, Sigrún Ólafsdóttir bóndi í Hallkelsstaðahlíð í Kolbeins- staðahreppi í því fjórða og Ragnar Þorgeirsson sölustjóri í Borgarnesi skipar fimmta sætið. í sjötta sæti valdist Sturlaugur Eyjólfsson, bóndi í Saurbæjar- hreppi, Halldór Jónsson héraðs- læknir á Móum er í sjöunda sæti, Gunnlaug Arngrímsdóttir bóndi að Kvennabrekku í því áttunda og Elín Sigurðardóttir ljósmóðir í Stykkishólmi skipar níunda sætið. I heiðurssætinu er svo Gunnar Guðmundsson, ráðunautur í Borgarnesi. Ingibjörg efst á B-lista

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.