Skagablaðið


Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 6
13. febrúar 1995 Flugmodelfélag Akraness stofnað Stofnað hefur verið Flug- modelfélag Akraness. Mark- mið félagsins er m.a. að efla áhuga á smíði og flugi fjar- stýrðra flugmodela. Félagið hefur stillt út modelum í verslunargluggum í miðbæn- um og á fimmtudag verður fundur á Barbró kl. 20.30, þar sem starfsemi félagsins verður kynnt. Akraneskaupstaður hefur út- hlutað félaginu landspildu upp með Berjadalsá, þar sem ætlun- in er að slétta land og útbúa flugvöll. I stjórn félagsins eru þeir Páll I. Pálsson, Kári Haraldsson, Birkir Guðlaugsson, Baldur 01- afsson og Sigurður M. Jónsson. Skagamenn, sem komust á verðlaunapall á Unglinga- meistaramóti Badmintonfélags Akraness um helgina. Iþróttir Unglingameistaramót Badmintonfélags Akraness um helgina: Brynja og Bima fengu tvö gull hvor Brynja Pétursdóttir og Birna Guðbjartsdóttir unnu hvor um sig til tvennra gullverðlauna á Unglingameistaramóti ÍA, sem fram fór um helgina. Alls voru keppendur á mótinu um 150 víða að af landinu. Brynja vann einliðaleik stúlkna er hún sigraði Margréti Þóris- dóttur úr TBR 11:7 og 11:10. Þá vann Brynja tvíliðaleik stúlkna ásamt Birnu Guðbjartsdóttur. Þær stöllur unnu Erlu Hafsteinsdóttur og Margréti Þórisdóttur, TBR, 17:16 og 15:10. Birna nældi sér svo í annað gull er hún sigraði í tvenndar- leik í flokki pilta/stúlkna ásamt Kasper Ödum frá Danmörku. Þau unnu Svein Sölvason og Erlu Hafsteinsdóttur, TBR, 15:11 og 15:11. Aðrir Skagamenn unnu ekki til gullverðlauna á mótinu en þar bar til tíðinda, að Emil Sig- urðsson. UMSB, og Bjarni Hannesson, ÍA, töpuðu úrslita- leiknum í tvíliðaleik drengja, þar sem þeir hafa verið illsigr- andi undanfarin misseri. Gísli Karlsson, ÍA, komst í úrslit í einliðaleik drengjaflokks en tapaði urðssyni. Sannkallaður stjörnuleikur í gærkvöldi Stjörnuleikurinn í körfunni hér á Akranesi í gær snerist upp í frábæra skemmtun fyrir hina rúm- lega 400 áhorfendur sem borguðu sig inn. Leiknum, sem stóð í 4x10 mínúitur, lykaði með sigri úrvalsliðs Jóns Kr. Gíslasonar, 139:121 Margir leikmanna beggja liða sýndu frábær Lokamínúturnar voru erfiðar Skagamenn töpuðu enn einum leiknum í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik hér heima á fimmtudaginn, nú gegn ÍR 97:111, í leik þar sem sigurinn gat í raun lent hvoru megin sem var. Ljóst er eftir þennan leik að ekkert annað en sigur gegn Haukum í Hafnarfirði á fimmtu- dag kemur í veg fyrir það að Skagamenn leiki um sæti sitt í deildinni gegn Þór, Þorlákshöfn eða ísfirðingum. Ef sigur vinnst á fimmtudag nægir Skagamönnum að vera með jafnmörg sdg og Haukar í mótslok vegna hagstæðari árangurs í inn- byrðisviðureignum. Leikurinn gegn IR á fimmtudag þróaðist eins og margir leikir Skaga- manna í vetur; góð byrjun en síðan afleitur kafli á eftir, þar sem andstæðing- amir náðu afgerandi for- skoti. Þrátt fyrir að Skagamenn næðu að komast yfir var það ekki nóg því IR-ingar voru sterkari lokakaflann. Sig- urinn var þó of stór. Stig ÍA: BJ Thompson 33, Brynjar Karl 24, Jón Þór 20, Dagur 12 og Har- aldur 8. Staðan í Úrvalsdeildinni eftir leikina á fimmtudagsk völd: A-riðill: Njarðvík 26 1 2677:2187 52 Þór 15 12 2527:2440 30 Skallagrímur 15 12 2134:2100 30 Haukar 8 19 2200:2318 16 ÍA 7 20 2356:2614 14 Snæfell 2 25 2097:2701 4 B-riðill: Grindavík 22 5 2629:2237 44 ÍR 20 7 2421:2272 40 Keflavík 17 10 2597:2418 34 KR 12 15 2350:2246 24 Valur 9 18 2263:2421 18 Tindastóll 9 18 2157:2334 18 a þar fyrir Emil Sig- Þau Emil og Anna Óskars- dóttir, IA, komust í úrslit í tvenndarleik sveina/meyja en biðu þar lægri hlut fyrir pari úr TBR. tilþrif og það bar til tíðinda að Sigurður Sigurðs- son, einn þriggja dómara, skoraði Iaglega körfu! Leikurinn var til styrktar Agli Fjeldsted, fyrrum leikmanni IA. Um leið og honum var afhent innkoman af leiknum risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu honurn lof í lófa. Skagablaðið Óskarreynir við lágmörkin Óskar Örn Guðbrandsson, sem útnefndur var „Sund- maður ársins" fyrir stuttu reynir nú við lágmörk til þess að komast í æfingaferð á vegum sundsambandsins til Bandaríkjanna um páskana. Til þess að komast vestur um haf þarf Óskar að ná lágmörk- um sem sambandið hefur sett. Hann stefnir að því að ná þeim á Innanhússmeistaramótinu, sem fram fer í Eyjum um miðjan næsta mánuð. Nái hann lágmörkunum er björninn aðeins unninn að hálfu leyti því ferðina þarf sundfólkið að fjármagna sjálft. Óskar er þessa dagana að leita eftir stuðningi hjá fyrir- tækjum hér á Akranesi og vonast til þess að sér verði vel tekið. - Ég fer ekki fram á háar fjárhæðir hjá hverjum og ein- um en öll framlög koma til með að létta mér róðurinn, sagði hann við Skagablaðið. Gunnar og Unnar efstir Gunnar Magnússon og Unnar Þór Guðmundsson, 15 ára strákur úr Borgarnesi, eru efstir og jafnir á Skákþingi Akraness með 4 vinninga hvor að loknum 4 umferðum. Leó Jóhannesson er í 3. sæti með 3 vinninga en jafnir í 4- 6. sæti með 2 vinninga eru þeir Magnús Magnússon, Björn Lárusson og Pétur Atli Lárusson. Fimmta umferðin verður tefld í Grundaskóla annnað kvöld en sú sjötta verður tefld á sama stað á fimmtudags- kvöld. Friðrik Soph. heiðursgestur Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, verður heiðurs- gestur á herrakvöldi Knatt- spyrnufélags ÍA í ár. Herrakvöldið, sem unnið hef- ur sér sess undanfarin ár, fer fram á Langasandi föstudag- inn 3. mars nk. SH0T0KAN KARATE Námskeið tyrir byrjendur hótst 3. febrúar. Uppl. í síma 12198. Velta Knattspyrnufélags ÍA tæplega 50 milljónir króna á síðasta starfsári: Hagnaður af rekstrí rúmlega 6 millj. Hagnaður af rekstri Knatt- spyrnufélags ÍA varð rúmlega 6 millj. króna á síðasta starfsári. Velta félagsins var tæplega 50 millj. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á veitingahúsinu Langasandi sl. miðvikudag. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundinum og gegnir Gunnar Sigurðsson formennsku áfram. Undir hans stjórn hefur félagið ráðist í miklar fram- kvæmdir og ekkert lát er þar á. - Þetta er besta rekstraraf- koma sem nokkru sinni hefur verið hefur hjá félaginu, sagði Gunnar er Skagablaðið ræddi við hann eftir fundinn. - Fjárhagsstaðan er óneitan- lega góð en jafnframt erum við að sigla inn í áhættusamasta ár félagsins hvað rekstur varðar, bætti hann við og vísaði þar til stúkubyggingar á Jaðarsbökk- um. Hlutdeild félagsins í þeim 14 framkvæmdum hleypur á 16 millj. króna, auk þess sem það ábyrgist fjármögnun fram- kvæmda. Heildarkostnaður við bygg- inguna er áætlaður 32 - 34 millj. króna og er stefnt að því að hún verði tilbúin fyrir upphaf ís- landsmótsins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.