Skagablaðið


Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 13.02.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 13. febrúar 1995 7 Gangcir lífsins cfQKomuíheiminn 2. febrúar, stúlka, 3.245 g, 49 sm. Foreldrar: Stefanía Egils- dóttir og Kristján Frímannsson, Austur-Húnavatnssýslu. 2.febrúar, drengur, 4.170 g, 53 sm. Foreldrar: Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir og Þorsteinn Snævar Erlendsson, Grundar- götu 19, Grundarfirði. ^ Skírð Ingigerður Osk, fædd 12.janú- ar 1995, skírð 28. janúar. For- eldrar: Gunnar Karl Þórðarson og Gyða Gunnarsdóttir, Víkur- túni, 11, Hólmavík. Alexander Már, fæddur 17. desember 1994, skírður4. febr- úar. Foreldrar: Benedikt Már Brynjólfsson og Katrín Osk Adamsdóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Jónas, fæddur 2. febrúar 1995, skírður 8. febrúar. Foreldrar: Þorsteinn Snævar Erlendsson og Aðalheiður Lára Guðmunds- dóttir, Grundargötu 19, Grund- arfirði. Símon Þengill, fæddur 5. febrú- ar 1995, skírður 10. febrúar. Foreldrar: Jóhann A. L. Svans- son og Belinda J. Ottósdóttir, Vesturgötu 69. t Jarðsungin Vinsælustu myndböndin Vinsældalisti síðustu viku sam- kvæmt tölum Myndbandaleig- unnar As: 1. Maverick 2. The Getaway 3. Fjögur brúðkaup og jarðarför 4. Ace Ventura 5. My Father the Hero 6. Reality Bites 7. Renaissance Man fi döfinni Mánudagur 13.02. Alþýðuflokkurinn verður með bæjarmálafund í Röst kl. 20.30. Bæjarmálaráðsfundur Alþýðu- bandalagsins í Rein kl. 20.30. Kvikmyndin Stargate sýnd í Bíóhöllinni kl. 21.00 Þriðjudagur 14.02. Aðalfundur Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis í Fram- sóknarhúsinu við Sunnubraut kl. 20.00. Fimmtudagur 16.02. Fyrirbænaguðsþjónusta í kirkj- unni kl. 18.30. Sunnudagur 19.02. Messa í Akraneskirkju kl. 14.00. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: ÍA-Skallagn'mur í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Sverrir hvílir sig fram á stafina eftir langa og stranga göngu; þreyttur og sœll. Til byggða eftir sex tíma göngu Eg er búinn að ganga í sex tíma í dag og er orðinn vel þreyttur. Það er ágætt að ganga á skíðum hér á Akranesi og þeim fjölgar sem notfæra sér það, segir Sverrir Jónsson, mál- arameistari og starfsmaður á Akraborginni, við Skagablaðið. Hann kann að notfæra sér þá fjölbreyttu möguleika sem vet- urinn gefur til hreyfingar og skemmtunar, ekki síst þegar veturinn sýnir sínar bestu hliðar eins og lengst af síðustu viku. Skagablaðið hitti Sverri á göngu við Kirkjubraut að kvöldi dags en hann var þá að ljúka tveggja tíma göngu niður Akranesafleggjarann. Fyrr um daginn hafði hann gengið um Svínadal þveran og endilangan. Hann segist hafa stundað skíðagöngu um talsvert skeið, sem og aðrar skíðaíþróttir. l.febrúar, Elísabet Svein- bjömsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða. F. 4. október 1917, d. 24. janúar 1995. Tónleikar: Út í vorið Söngkvartettinn Út í vorið syngur kvartettsöngva í Safn- aðarheimilinu Vinaminni á mið- vikudaginn kl. 20.30 við undir- leik Bjarna Þ. Jónatanssonar. Á efnisskrá þeirra eru hefð- bundnir kvartettsöngvar úr ýmsum áttum. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Asgeir Böðvarsson. Þeir hafa allir ver- ið félagar í kór Langholtskirkju. Kristín Brynja Þorbjörnsdóttir fæddist á Akranesi 7. júní 1958. Hún býr nú á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd ásamt manni sínum, Þorvaldi Magnússyni, og börnunum Rakel, 18 ára, Bjarka Þór, 14 ára, og írisi Björgu, 11 ára. Bifreið: Mitsubishi Galant, árgerð 1991. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Ég held að það sé engin spurning. Áttu reiðhjól? Nei, ég hef ekki átt reið- hjól síðan ég var 11 ára. Starfog laun: Ég er atvinnufulltrúi Akranesbæjar og kvarta ekki undan laununum. Þau eru viðunandi. Helsti kostur: Læt aðra dæma um það. Matur og drykkur í uppáhaldi: Mér finnst allur matur góður eins og sjá má, en nautasteik þó sérstaklega og drekk ég mikið dietkók. Uppáhaldstónlist: Ég er alæta á tónlist en það fer svolítið eftir því í hvernig skapi ég er á hvað ég hlusta hverju sinni. Hvað gerirðu ífrístundumþínum? Þær eru nánast engar. Ég er að byrja að synda reglulega en annars fara frí- stundirnar í fjölskylduna. Uppáhaldsíþróttamaður: Rakel, dóttir mín, fris Grönfeldt og Ragnheiður Runólfsdóttir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir eru margir frambærilegir en ég nefni eng- an sérstakan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Taggart og aðrir þættir að svipuðu tagi. Leikari í uppáhaldi: Edda Heiðrún Backman. Hvaða bók ertu að lesa? Enga sem stendur en annars les ég allt mögulegt. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Eg fer nú mjög sjaldan f bíó en nú vill svo til að ég fór nýlega í bíó með krakkana og við sáum Ognarfljótið. Hún var ágæt. Ertufarin að skipuleggja sumarfríið? í brennidepli Ég er aðeins farin að hugsa um það en við eigum eftir að komast að sam- komulagi um hvað skal gera. Hvað meturðu mest ífari annarra? Hreinskilni. Tekst þér að ná endum saman í heimil- isbókhaldinu? Það hlýtur að vera. Hvað líkar þér best við Akranes? Þetta er vinalegur bær og þjónustan héma er mjög fjölbreytt miðað við fólksfjölda. Hvað veitir þér besta afslöppun ? Gönguferðir, gjarna með hundinum og börnunum. Hvað viltu að bæjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Þarftu að spyrja um það? Atvinnumálin auðyitað. Flokkarðu sorp? Ég flokka drykkjar- vöruumbúðir og rafhlöður og svo má segja að ég endurvinni hluta af sorpinu með því að láta hundana borða matar- afganga. Brynja segist eigafáar frístundir en notar þœr meðal annars til að synda sér til heilsubótar. Ben Kingsley í hlutverki bók- ara hans og Ralph Finnies í hlutverki Goeths eru allir frá- bærir. Kvikmyndin hlaut sjö Osk- arsverðlaun á síðasta ári og skal engan undra. ★★★★ Sigþór Eiríksson Listi Schindlers ■ meistaraverk Nýjasta afurð Steven Spiel- m bergs, Listi Schindlers, hlýtur að teljast með mestu afrekum kvik- myndanna á síðustu áratugum. Kvikmynd- in er hreint meistara- verk. Spielberg sagði sjálfur að það hefði tekið hann 10 ár frá því að hann fékk hug- myndina að gerð kvikmyndar- innar og þar til að hann hófst handa við verkið. Hann hefði ekki haft þann andlega þroska sem til þurfti sem leikstjóri til framleiðslu myndarinnar fyrr en nú. Spielberg, sem sjálfur er gyðingur og missti marga ætt- ingja sína í helför nasista í síð- ari heimstyrjöldinni, hefur gert verk sem öllum þeim er séð hafa hlýtur að vera ógleyman- legt. En það var einmitt ætlun Spielbergs, að þrátt fyrir ó- hugnaðinn, yrði kvikmyndin bæði minnisvarði um þá er lét- ust í gyðingaofsóknunum í ríki Hitlers og aðvörun til komandi kynslóða um að slíkir hlutir mættu aldrei gerast aftur. Þótt kvikmyndin sé á fjórða klukkutíma að lengd þá líður hún að því er virðist á örskots- stund. Kvikmyndunin er í svart/hvítu að mestu og það gefur henni enn meira áhrifagildi í þessu tilfelli hinna myrku tíma gyðingaofsókn- í stuttu máli er efnis- þráðurinn á þá leið að aust- urríski málmframleiðand- inn Oskar Schindler fær vegna sambanda sinna við nasista um 1300 gyðinga til þess að vinna í verksmiðju sinni kauplaust og hagnast vel. En hann notar síðan stóran hluta hagnaðarins til þess að kaupa gyðingana lausa og beitir þar stórkostlegri kænsku sinni við þau mál og sérstaklega gegn fangabúðastjóranum hrottafengna Amon Goeth. Hvergi virðist vera veikur hlekkur í þessu verki. Liam Neeson í hlutverki Schindlers,

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.