Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 1
7. TBL. • 12. ÁRG. • 20. FEBRÚAR 1995 VERÐ KR. 220 I LAUSASOLU Þorri blótaður afbestulyst Þorra lauk á laugardaginn og góa hófst með konudegi í gær. Sjálf- stæðismenn létu sitt ekki eftir liggja við þorrablót og við birtum myndir frá blóti þeirra. Sjá bls. 4 .................... Leikstjórinn blundarímér Jakob Þór Einarsson leikari hefur verið á sviðinu í 10 ár. Hann þreytir nú frumraun sína sem leikstjóri og Leikklúbbur NFFA frumsýnir Sögur úr hryllingsbúðinni á föstudaginn kl. 20.30. Sjá bls. 5 mmmssmmmmsmmmmmmmwmm wmmmmm Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun en Framsóknarflokkurinn sat hjá: Skuldir aukast um 40 milljónir Skuldir bæjarins aukast um 40 milljónir króna á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins gagn- rýndu aukna skuldasöfnun og óvarlega fjármálastjórn og greiddu áætluninni ekki at- kvæði sitt. Bæjarfulltrúar meirihlutans bentu hins vegar á nauðsyn þess að bærinn héldi uppi fram- Landmælingar: Guðjón spyr um kostnað Guðjón Guðmundsson, al- þingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi, spurðist fyrir um það í þing- inu í síðustu viku hver væri kostnaður vegna undirbún- ings að flutningi Landmæl- inga til Akraness. Guðjón beindi einnig þeirri fyrirspurn til Össurar Skarp- héðinssonar umhverfisráð- herra hvort af flutningi stofnunarinnar verði eða ekki. Eins og kom fram í Skagablaðinu fyrir viku telur Guðjón að Össuri hafi aldrei verið alvara með tali sínu um flutning stofnunarinnar. orðið sextugt Slökkvilið Akraness er sex- tugt um þessar mundir. Af því tilefni býður Jóhannes K. Engilbertsson slökkvi- liðsstjóri almenningi að koma og skoða slökkvistöð- ina við Laugarbraut næst komandi laugardag kl. 13.00-15.00. kvæmdum í atvinnuleysi og erf- iðu efnahagsástandi. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins héldu einnig uppi and- ófi í tengslum við ráðningu fé- lagsráðgjafa. Þeir lögðu til að ráðinn yrði félagsráðgjafi í fullt Kristján Jónsson bifvélavirki, sem nefndur er Stjáni meik, hefur átt viðræður við bæjaryf- irvöld um hugmyndir sínar um að koma upp bílasmiðju og bílasafni á Akranesi. Hann segir bæjaryfirvöld hafa sýnt hugmyndunum áhuga en eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar. starf en samþykkt var að aug- lýsa eftir félagsráðgjafa í hálfri stöðu. Þá var tillaga Framsóknar- flokksins um fimm milljóna króna framlag sem lið í að ljúka framkvæmdum við Höfða felld. Stjáni meik er landsfrægur fyrir þekkingu sína á bílum. Hann hefur nú hannað nýstárlegt far til jökla- og óbyggðaferða og segir björgunarsveitir og aðra sem til þekkja hafa tekið hug- myndum sínum vel. Farið nefn- ir hann Snævarr og vill fram- leiða það í hundraðatali á næstu Eins og áður hefur komið fram í Skagablaðinu eru tekjur bæjarins áætlaðar um 510 millj- ónir króna á árinu. Tekjurnar aukast á milli ára vegna hækk- unar útsvars í 9,2 af hundraði. Mestur hluti teknanna fer í árum. Stjáni meik segist vilja fara með framleiðsluna út á land og vill flytja til þess sveitarfé- lags sem einnig vill standa að stofnun bílasafns með honum. Skagablaðið hitti Stjána meik í síðustu viku og birtir við hann ítarlegt viðtal í miðopnu. rekstur en af einstökum fram- kvæmdum ber bygging Grunda- skóla hæst. Sjá bls. 2 og 3 Sýslumaður: Bæjarstjórn unir ekki ástandinu Bæjarstjóm samþykkti ein- róma í síðustu viku ályktun þar sem segir að við núver- andi ástand hjá embætti sýslumanns verði ekki unað. Bæjarstjórn samþykkti að beina þeim eindregnu til- mælum til dómsmálaráð- herra að hann geri „dugandi ráðstafanir þannig að koma megi embættinu í starfhæft ástand. Þannig ber að tryggja að það skili sem best því hlutverki sem það stend- ur fyrir, til handa bæjarbú- um sem og öðrum sem til embættisins þurfa að leita.“ Atvinnuástandið: Rúmlega 9% atvinnuleysi Nær einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum á Akranesi voru án atvinnu í janúar samkvæmt upplýs- ingum Brynju Þorbjörns- dóttur atvinnufulltrúa. At- vinnuleysi var mun meira á sama tíma fyrir ári en minna í janúar árin 1992 og 1993. Atvinnuleysið á landinu öllu nam 6,8 af hundraði í janúar. Stjáni meik gerir Skagamönnum tilboð: Vill framleiða fjallabíla og stofna bílasafn á Akranesi

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.