Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 2
2 20. febrúar 1995 Viðhorf Verkfall kennara Verkfall kennara hófst síðast liðinn föstudag. Með því var tugum þúsunda nemenda í grunnskólum og framhalds- skólum úthýst af „vinnustöðum" sínum án þess að eiga með nokkrum hætti aðild að deilunni. Hér á Akranesi stöðvuðust þrír stórir vinnustaðir og börn og ungmenni voru send heim. Nemendur í grunnskólum eiga ekki einungis rétt á því að sækja skóla um tiltekið skeið á hverju ári, alltof skammt raunar. Þeim er jafnframt boðið með lögum að mæta til skóla þegar kallað er. Með verkfalli kennara er réttur þessara nemenda brotinn og skólaskyldan að engu gerð. DC < LU Kennarar eru ekki ofsælir af launum sínum fremur en margar aðrar stéttir í landinu. Þeir hafa sótt skóla á háskólastigi í nokkur ár til þess að tryggja sér að- gang að þessu starfi og telja að skólaganga þeirra sé ekki metin að verðleikum. Ljóst hlýtur þó að vera að það hefur ekki vakað fyrir verðandi kennurum þegar þeir hófu skólagöngu sína að auðgast af Q störfum sínum í skólum landsins. Það hefur enginn gert til þessa og mun sjálfsagt enginn gera. Kenn- arastarfið er og verður millilaunastarf, kennaralaunin —1 eru hvorki há né lág miðað við það sem verst gerist og best í launamálum. Starfið býður hins vegar upp á ýmis gæði umfram önnur störf. Verkfall kennara mun trúlega engu breyta um þetta. Kennarar eru fjölmenn stétt í vinnu hjá ríkinu. Þeir vinna í kerfi sem kostar mikla fjármuni að reka. Þar af leiðir að kennarar munu aldrei verða hálaunastétt, hversu lengi sem þeir ganga í skóla áður en þeir hefja störf, hversu oft sem þeir reka harðvítuga launabaráttu. Ekki er hægt ann- að en að hafa samúð með málstað kennara. Þeim veitir ekki af launahækkunum fremur en mörgum öðrum sem hafa orðið að þola skerðingu kjara sinna á undanförnum árum. Þeim ber einnig samningsréttur eins og öðrum stéttum en eiga ekki að þurfa að sætta sig við þá afstöðu stjórnvalda að aðrir aðilar á vinnumarkaói eigi að semja fyrir þá. Erfiðara er hins vegar að styðja kennara í verkfalli. Verkfall kennara og margra annarra stétta sem starfa hjá hinu opinbera kemur ekki með nokkrum hætti niður á vinnuveitandanum, sjálfu ríkisvaldinu. Það bitnar hins vegar illa á nemendum og foreldrum þeirra. Nemendun- um vegna þess að með verkfalli skerðist námstími sem fyrir er hróplega stuttur. Foreldrunum meðal annars vegna þess að börn þeirra eiga ekki lengur öruggt at- hvarf meðan foreldrarnir stunda vinnu sína utan heimilis. En ábyrgðin á verkfalli er að sjálfsögðu ekki alfarið á herðum kennara. Þeir eiga sér óbilgjarnan viðsemjanda sem veit að verkfallsaðgerðir kennara eru illa liðnar með- al almennings en koma alls ekki niður á ríkinu sjálfu, nema síður sé. Viðsemjandinn afneitar samningsrétti kennara með því að setja samninga við þá í beint sam- band við samninga sem aðrir gera. Hann hefur ekki sýnt mikinn vilja til þess að semja við kennara og afstýra þannig verkfalli. íslenska skólakerfið er um margt gagnrýnivert og störf kennara eru ekki hafin yfir gagnrýni. Verkfall kennara er alls ekki til þess fallið að auka á virðingu almennings fyrir skólunum og því starfi sem þar fer fram. Því verður að leggja alla áherslu á að verkfalli Ijúki sem fyrst og til þess verða báðir aðilar að hafa kjark til að gefa eftir. - Garðar Guðjónsson • •••••••••••• ?8 *o iS -Q S) JS <0 ■o Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Skagalaðið Fulltrúar Framsóknarflokks- ins gátu ekki staðið að því að loka fjárhagsáætlun 1995 með lántökum sem nema hátt í 100 milljónum króna við þær aðstæður sem atvinnulífið og mörg heimili í bænum búa við. Við vildum ná markmiði um óbreytta skuldastöðu bæjar- sjóðs og sjá miklu betur hlúð að hinum mannlega þætti í bænum okkar. Breytingartillög- ur okkar um að ráða annan félagsmálaráðgjafa í fullt starf og að veita 5 milljónum króna sem lið í að ljúka framkvæmd- um við Dvalarheimilið Höfða fengu ekki stuðning. Tillaga Framsóknarflokksins um 5 milljónir sem lið í að Ijúka framkvæmdum við Höfðafékk ekki stuðning. Fjárhagsáætlun 1995 Stóraukin lántaka Fjárhagsáætlunin sem hefur nú verið samþykkt er á margan hátt hefðbundin og í meginat- riðum mjög svipuð þeirri áætl- un sem fyrir lá frá fyrrverandi bæjarstjórn fyrir árið 1995, hvað varðar rekstur málaflokka og eignfærða fjárfestingu. 1 gjaldfærðri fjárfestingu er hins vegar verulega brugðið útaf í einstökum atriðum er veldur því að þörf á lántöku vex um tugi milljóna króna og mark- miðssetning um óbreytta skuldastöðu í erfiðu árferði er farin veg allrar veraldar. Tekjur bæjarins eru áætlaðar 509,8 milljónir króna, 16 millj- ónum króna meira en gert var ráð fyrir í tjárhagsáætlun 1994 og munar þar mestu um þá ákvörðun bæjarstjórnar að hækka álagsprósentu útsvars upp í 9,2%. Við fulltrúar Framsóknar- flokksins studdum ekki þessa hækkun á útsvarinu, m.a. vegna þess að skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar á fólkið hafa verið miklar á undanförnum árum. Lægri útgjöld Heildarrekstrarútgjöld í áætlun- inni eru 366,5 milljónir króna en voru áætluð 394,5 milljónir króna árið 1994. Vissulega er ánægjulegt að sjá lækkun í rekstrarútgjöldum en skýringin liggur aðallega í þremur þátt- um: 1) Framlag til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, 12milljónir, fellur niður. 2) Ráðstöfun fjár- magns vegna láns UOB upp á 6,9 milljónir er ekki lengur til staðar. 3) Lækkandi vaxtagjöld af lánum er stafa af breyttri framsetningu með tilkomu verðbreytingafærslu í áætlun og auknum möguleikum bæjar- ins á að nýta sér skuldabréfaút- boð sem munu leiða til lækk- andi vaxtagjalda. Eins og áður sagði er þessi áætlun hefðbundin hvað varðar hina ýmsu málaflokka í rekstr- inum og má segja að margir málaflokkarnir séu nánast með sömu krónutölu og áætlanir fyrrverandi bæjarstjórnar fyrir 1995. Má þar t.d. nefna yfir- stjórn sveitarfélagsins, félags- þjónustuna, fræðslumál með tilliti til þess að vinnuskólinn hefur verið færður undir liðinn almenningsgarðar og útivist, brunamál og almannavarnir, götur, holræsi og umferðarmál. Og þannig mætti áfram telja. Sá blæbrigðamunur sem er á þessum tveimur áætlunum í rekstri málaflokkanna kemur meðal annars fram í 2 milljóna króna mun í málaflokknum menningarmál, þar sem fram- lagið til Minningarsjóðs sr. Jóns M. Guðjónssonar kemur undir málaflokkinn lista- og menningarsjóðir. 1 málaflokknum æskulýðs- og íþróttamál liggur munurinn aðallega í framlagi til Bjarna- laugar sem aukið er um 3 millj- ónir vegna viðhaldsverkefna í búningsklefum. Landakaup 1 gjaldfærðri fjárfestingu hafa verið teknar ákvarðanir sem leitt hafa til verulegrar út- gjaldaaukningar umfram það sem áður hafði verið áætlað. Þessi munur liggur aðallega í skipulags- og byggingamálum, götum og holræsum ásamt at- vinnumálum, eða samtals rúm- ar 40 milljónir króna. Hvað varðar skipulags- og byggingamál er aukningin um 20 milljónir króna. Ákvörðun um kaup á Innsta-Vogs landinu skýrir þetta að fullu. Það eru allir sammála um að Akranes- kaupstaður þurfi að eignast þetta land með tilliti til framtíð- arskipulags. Ég legg á það áherslu að ég hefði viljað sjá aðra kaupmennsku frá bæjarins hendi en staðgreiðslu og þurfa að taka andvirði kaupanna allt að láni. Hvað varðar aukningu á liðn- um götur og holræsi liggur skýringin aðallega í ákvörðun um að setja varanlegt slitlag á Dalbraut og botnlanga á Smiðjuvöllum, gerð gangstétta við Vallholt samtals að nettó upphæð 14 milljónir króna ásamt framlagi til að hetja end- urnýjun holræsa við Krókalón- ið, 5 milljónir króna. Um 19 milljónir fara til að standa undir skuldbindingum atvinnuþróunarsjóðs og duga ekki til. Óviðunandi fjárþörf Maður skyldi ætla að með auknum tekjum bæjarsjóðs yrði mögulegt að loka áætluninni með því að taka ekki ný lán umfram það sem greitt er af eldri lánum. Því er ekki að heilsa, gjaldfærða fjárfestingin hækkar eins og áður sagði um 40 milljónir króna. Fjárþörf bæjarsjóðs við þessa áætlun ásamt áætlun atvinnu- þróunarsjóðs er hátt í 100 millj- ónir króna sem getur ekki verið viðunandi með tilliti til þess efnahagsumhverfis sem at- vinnulíf og heimili bæjarins búa við. Unnt hefði verið að loka þessari áætlun með óbreyttri skuldastöðu með frestun á eftir- farandi: ★ Kaupum Innsta-Vogslands- ins: 20 milljónir. ★ Holræsis við Krókatún: 5 milljónir. ★ Gatnagerðar við Dalbraut: 7,8 milljónir. ★ Lántaka ofáætluð: 10,2 milljónir. Samtals: 43 milljónir króna. Ég veit ekki hvort bæjarbúar hafa almennt áttað sig á því að tekjur bæjarsjóðs eru jafnvel minni en eins vel rekins frysti- togara á ári. Það eru miklar lagalegar skyldur sem hvíla á bæjarsjóði er fela í sér mikil út- gjöld. Þessar skyldur fara ekki minnkandi og það má aldrei koma fyrir að þeim sé ekki hægt að sinna sökum þess að farið sé óvarlega í fjármála- stjórn bæjarins. Guðmundur Páll er bœjar- fulltrúi Framsóknarflokksins. Mín skoðcin Guðmundur Páll Jónsson

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.