Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 3
Skagablaðið Fréttir 20. febrúar 1995 3 Fjárhagsáætlun: Deilt um félags- ráðgjafa Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins deildu hart við fulltrúa annarra flokka um ráðningu félagsráðgjafa sem gert er ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. Framsóknar- menn lögðu til að ráðinn yrði félagsráðgjafi í fullt starf en meirihlutaflokkarnir gerðu ráð fyrir að ráða í hálfa stöðu. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa eftir félagsráðgjafa í 50 prósent starf en tillögu Framsóknarmanna var vísað til skoðunar í bæjarráði. Gert er ráð fyrir að kostn- aður vegna félagsráðgjafa í hálfu starfi verði 800 þúsund krónur á ári. Framsóknar- menn lögðu til að lagt yrði út fyrir öðrum 800 þúsund- um króna og svonefnd óviss útgjöld yrðu skorin niður að sama skapi. Félagsráðgjafinn á að sinna ráðgjafarstörfum á fé- lagsmáladeild. Dagvistun: Sveigjan- leikinn aukinn Stefnt er að því að auka sveigjanleika í þjónustu dagvistarstofnana með því að bjóða upp á fimm og sex tíma vistun. Bæjarstjórn samþykkti þetta í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Bæjar- stjórn gerir ráð fyrir að gerð verði könnun á nýtingu þess- arar þjónustu. Hundaeftirlit: Samningi sagtupp Bæjarstjórn hefur ákveðið að segja upp samningi við Valdimar Þorvaldsson hundaeftirlitsmann. Áhugi er fyrir því innan bæj- arstjórnar að sameina starf hundaeftirlitsmanns starfi meindýraeyðis en annars er umhverfis- og heilbrigðis- nefnd falið að koma með til- lögur að breyttu fyrirkomu- lagi. Bæjarfulltrúar Framsókn- arflokksins sátu hjá við af- greiðslu málsins í bæjar- stjórn. Atvinnuhœttir Akurnesinga eru með ýmsum hœtti eins og sjá má afþessari mynd. Kristján Hagalíns- son vélstjóri liefur átt og nytjað Langeyjarnes í Dalasýslu undanfarin ár ogfyrir skemmstu var hann ásamt fjölskyldu sinni að hreinsa œðardún sem hann hafði tekið þar vestra. Dúnn hefur selst nú að undanförnu eftir mörg mögur ár en verðið er enn mun lœgra en áður þekktist. Nú fást um 26 þúsund krónur fyrir kílóið en að sögn Kristjáns fór verðið upp í 45 þúsund þegar hcest var. Fjárhagsáætlun samþykkt í bæjarstjórn: Framsókn sat hjá Bæjarfulltruar Framsoknar- flokksins sátu hjá við af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæj- arsjóðs á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Alþýðuflokkurinn stóð hins vegar að samþykkt áætlunarinnar ásamt meiri- hlutaflokkunum. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins telja að of geyst sé far- ið í skuldasöfnun bæjarsjóðs með þessari fyrstu fjárhagsáætl- un nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ingvar Ingvarsson, Alþýðu- flokki, upplýsti að bæjarstjórn væri nú að ráðstafa 17 prósent meira fjármagni en sem nemur tekjum bæjarsjóðs. Þetta hlutfall hefur verið mun lægra á undan- förnum árum. Ingunn Anna Jónasdóttir og Guðbjartur Hannesson, Alþýðu- bandalagi, mótmæltu gagnrýni Framsóknarmanna á aukna skuldasöfnun. Þau töldu að hið erfiða atvinnuástand í bænum kallaði beinlínis á að bæjaryfir- völd héldu uppi framkvæmdum og þjónustu. Nú er ekki rétti tíminn til að greiða niður skuld- ir, sögðu þau. - Markmið meirihlutans um að auka ekki skuldirnar fer veg allrar veraldar með þessari áætl- un, sagði Guðmundur Páll Jóns- son, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hins vegar. Honum finnst óvarlega farið í fjárhagsá- ætlun með því að henni er lokað með nýjum lántökum uppá nær 100 milljónir króna. Skuldir bæjarins aukast um 40 milljónir króna, þar af má rekja 20 millj- ónir til kaupa bæjarins á jörð- inni Innsti-Vogur. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins stóðu heldur ekki að samþykkt bæjarstjórnar um hækkun útsvars úr 9,0 af hundraði í 9,2. Guðmundur Páll sagðist telja að almenningur hefði þegar orðið fyrir nægileg- um álögum af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Ingvar Ingvarsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins, sagðist telja að fjárhagsáætlun þessa árs væri eðlilegt framhald af vinnu undanfarinna ára. Hann minnti á þá stefnu fyrri meirihluta í bæj- arstjórn að lækka skuldir jafnt og þétt en tók undir með fulltrú- um meirihlutans um að nú væri nauðsynlegt að snúa við blað- inu. Ingvar nefndi ýmsa mála- flokka sem hann taldi nauðsyn- legt að gera átak í. Meðal annars að endurnýja þyrfti lagnir vatns- veitunnar og finna nýtt vatn. Hann taldi holræsamálin vera bænum til vansa, að gera þyrfti átak í gerð og endurnýjun gang- stétta og endumýja þyrfti götur í eldri bæjarhlutum. Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, gagnrýndi hvernig staðið væri að gerð fjárhagsáætlunar, taldi að vinnan þyrfti að vera mun markvissari en nú, enda hefði þessi vinna lítið breyst síðan hann var starfsmaður bæjarins fyrir margt löngu. Hann sagðist hafa áhyggjur af viðkvæmum rekstri Krossvíkur hf. og taldi slæmt að bæjaryfir- völd væru ekki meira megnug í atvinnumálum. Atvinnusmiðjan: Launakjörin endurskoðuð Bæjarstjórn samþykkti til- lögu Sveins Kristinssonar, bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, um að launakjör starfsmanna atvinnusmiðj- unnar verði endurskoðuð. Eins og komið hefur fram í Skagablaðinu hafa starfs- menn atvinnusmiðjunnar rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði en ráðning þeirra er tímabundin. Lægstu laun sem bærinn greiðir eru hins vegar tæplega 60 þúsund krónur. Launakjör starfs- manna í átaksverkefnum eru ákveðin samkvæmt samn- ingi við Verkalýðsfélag Akraness. Fjárhagsáætlun: Beiðnum um styrki hafnað Bæjarráð hefur hafnað er- indum ýmissa aðila um styrki en fjöldi beiðna um styrki bíður afgreiðslu bæj- aryfirvalda. Meginregla bæjaryfirvalda hefur verið að hafna styrk- beiðnum aðila sem ekki hafa fasta starfsemi í bæn- um. Þannig hefur styrk- beiðnum aðila á borð við Stígamót og Vernd verið hafnað. Meðal annarra sem hafa fengið neikvætt svar frá bæjarráði eru Hjálpar- stofnun kirkjunnar, Átak um stöðvun unglingadrykkju, HM ‘95, og framkvæmda- sjóður Háskólans á Akur- eyri. Þá hafnaði bæjarráð beiðni Elmars Þórðarsonar talkennara um styrk vegna námsferðar. SÖLUMENN ÓSKAST! | Skagablaðið óskar eftir að róða fólk til óskriftarsölu í gegnum síma. | Æskilegt er að viðkomandi sé ekki yngri en 20 óra og hafi aðgang að síma. Ahugasamir leggi upplýsingar um nafn, aldur, starfsreynslu og símanúmer inn í pósthólf 170, 300 Akranesi í síðasta lagi föstudaginn 24. febrúar n.k. Róðið verður í störfin um næstu helgi og er miðaS við að óskriftarsala hefjist strax í kjölfarið.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.