Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 20. febrúar 1995 7 Atvinnulausir fá frítt í laugina Bæjarstjórn hefur samþykkt að fella niður aðgangseyri í sund- laugarnar fyrir atvinnulausa og heimila þeim sömu afnot af tækjum í þreksal íþróttahússins við Vesturgötu án endurgjalds. Samkvæmt tillögu sem sam- þykkt var í bæjarstjórn ber að framvísa skráningarskírteini frá vinnumiðlun þegar nota á þessa þjónustu. Jóhann áfram með Bíóhöllina Menningarmála- og safnanefnd samþykkti fyrir skömntu að mæla með því að samningur við Jóhann Jóhannsson um rekstur Bíóhallarinnar verði framlengdur um þrjá mánuði. Jóhann hefur rekið Bíóhöllina undanfarna mánuði og sýnt eina kvikmynd í viku, á sunnudög- um og mánudögum. Lindberg Már með verðlaunin, umvafinn félögum sínum á deildinni og starfsfólki, ásamt slökkviliðs- stjóranum og Ingvari Ingvarssyni skólastjóra. Vann í getraun slökkviliðs- manna á eldvarnadaginn Gangur lífsins cfQKomuíheiminn 5. febrúai; drengur, 2.475 g, 50 sm. Foreldrar: Belinda Ottós- dóttir og Jóhann Svansson, Vesturgötu 59. ó.febrúar, stúlka, 3.770 g, 50 sm. Foreldrar: Anna Lilja Daní- elsdóttir og Einar G. Jóhannes- son, Vesturgötu 66. 9. febrúar, drengur, 3.505 g, 53 sm. Foreldrar: Guðrún O. Guð- jónsdóttir og Einars S. Valdi- marsson, Bifröst, Borgarfirði. 10. febrúar, drengur, 3.100 g, 48 sm. Foreldrar: Elín Ragna Þorsteinsdóttir og Omar Rögn- valdsson, Esjubraut 18. 15.febrúar, drengur, 3.160 g, 50 sm. Foreldrar: Jófríður Magnúsdóttir og Hannes G. Guðmundsson, Hellisbraut 7, Hellissandi. Árný Dögg, fædd 2. febrúar, skírð 12. febrúar. Foreldrar: Kristján Frímannsson og Stef- anía Egilsdóttir, Breiðavaði, Austur-Húnavatnssýslu. fl döfinni Mánudagur 20.02. Kvikmyndin Banvænn fallhraði sýnd í Bíóhöllinni kl. 21.00. Þriðjudagur 21.02. Skákþing Akraness í Grunda- skóla kl. 19.45. Miðvikudagur 22.02. Fundur hjá KFUK að Garða- braut 1 kl. 20.30. Fimmtudagur 21.02. Fyrirbænaguðsþjónusta í Akra- neskirkju kl. 18.30. Föstudagur 24.02. Leikklúbbur Nemendafélags fjölbrautaskólans frumsýnir söngleikinn Sögur úr hryllings- búðinni á sal fjölbrautaskólans. Sunnudagur 26.02. Myndlistarsýningu í Kirkju- hvoli lýkur. Messa í Akraneskirkju kl. 14.00. Úrvalsdeildin í körfu: ÍA-Snæ- fell í íþróttahúsinu við Vestur- götu kl. 20.00. Sérdeildin í Brekkubæjar- skóla fékk góða heimsókn síðast liðinn fimmtudag þegar Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri kom á deildina í sérstökum embættiserindum. Hann var fyrst og fremst kom- inn að hitta heppinn nemanda í deildinni, Lindberg Má Scott, en hann var með eldvarnirnir á hreinu og meðal hinna heppnu í getraun sem Landssamband slökkviliðsmanna efndi til á eldvarnadaginn í desember síð- ast liðnum. Slökkviliðsstjórinn færði Lindberg Má stóreflis pakka og félagar hans á deild- inni fylgdust með því af mikilli eftirvæntingu þegar Lindberg Már opnaði pakkann. Fyrst dró hann reykskynjara úr pakkan- um en hrifningin meðal við- staddra varð þó ekki algjör fyrr en í ljós kom ferðahljómtæki mikið. Síðast en ekki síst fékk drengurinn þó viðurkenningar- skjal frá Landssambandi slökkviliðsmanna. Hann var sá eini sem datt í lukkupottinn hér á Akranesi en að sögn Jóhann- esar fengu um 20 nemendur vítt og breitt um landið viðurkenn- ingu frá slökkviliðsmönnum í kjölfar eldvarnadagsins. Tíu krakkar eru á sérdeildinni í Brekkubæjarskóla en hún þjónar bænum öllum. Þrír kennarar sjá um kennslu og að- stoðarmenn eru sex talsins í fimm og hálfu stöðugildi. Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri afhenti verðlaunin við mikinn fögnuð félaga Lindbergs Más. Eiríkur Þór Eiríksson fæddist á Akranesi 29. maí 1963. Kona hans er Ragnheið- ur Jónasdóttir og þau eiga tvö börn; Ingunn Dögg er átta ára og Jónas Kári er átta mánaða gamall. í brennidepli Kirkjuhvoll: Auðursýnir veflist í mars Auður Vésteinsdóttir veflista- maður opnar sýningu í lista- setrinu Kirkjuhvoli 4. mars næst komandi. Næsta sunnudag lýkur hins vegar myndlistarsýningu sem staðið hefur í setrinu frá opnun þess í janúar. Þar eru sýnd rúm- lega 30 málverk í eigu Akra- nesbæjar og ýmissa stofnana á hans vegum. Sýningin í Kirkju- hvoli er opin virka daga kl. 16.00-18.00 en 15.00-18.00 um helgar. Efnt hefur verið til ýmissa uppákoma í tengslum við sýn- inguna og nú um helgina söng Kristján Elís Jónasson einsöng fyrir sýningargesti. Bifreið: Nissan Primera, árgerð 1991. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? AÍveg hiklaust. Ég tel að þau geti orð- ið okkur til framdráttar. Áttu reiðhjól? Já, og nota það á sumr- in, fer út að hjóla með fjölskyldunni. Starfog laun: Ég er kerfisfræðingur og annar eigenda Tölvuþjónustunnar. Launin eru alltof lág. Helsti kostur: Læt aðra dæma um það. Matur og drykkur í uppáhaldi: Pipar- steik með góðu rauðvíni. Uppáhaldstónlist: Eric Clapton er í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Hvað gerirðu ífrístundum þínum ? Þær fara í að gera upp gamlan Toyota jeppa. Svo er ég áhugamaður unt stangveiði. Uppáhaldsíþróttamaður: Nafni minn Cantona. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég get ekki nefnt neinn sérstakan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi lítið á sjónvarp en helst fréttir. Leikari í uppáhaldi: Það er alltaf gam- an að Sigurði Sigurjónssyni. Hvaða bók ertu að lesa? Bókin „The Unmaking of IBM” hefur verið á nátt- borðinu hjá mér lengi. Hún segir frá því hvernig skrifræðið hefur farið með þetta stórfyrirtæki. Góð bók. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Ég sá myndband sem ég man bara ekki hvað heitir. Það hefur þá ekki verið merki- legt. Ertufarinn að skipuleggja sumarfríið? Nei, en vonandi kemst ég í veiðiskap og svo ferðumst við eitthvað hérna innanlands. Hvað meturðu mest ífari annarra? Þegar fólk kemur hreint og beint fram. Tekst þér að ná endum saman í heimil- isbókhaldinu? Það gengur þokkalega. Hvað líkar þér best við Akranes? Þetta er góður og rólegur bær, það er gott að vera hérna með börn. Hvað veitir þér besta afslöppun? Ég geri lítið af því að slappa af. Hvað viltu að bæjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Atvinnumál, leikskólamál og gatnagerð í þessari forgangsröð. Flokkarðu sorp? Nei. Stundarðu líkamsrœkt? Ég spila fót- bolta einu sinni í viku en það mætti vera oftar. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Ég geri of lítið af því. Strengdirðu einhver heit um áramót- in? Það hef ég aldrei gert. Eiríkur vill að bæjarstjórn leggi áherslu á atvinnumál, leikskólamál og gatnagerð í þessari forgangsröð.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.