Skagablaðið


Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 20.02.1995, Blaðsíða 8
Víkingur kom með loðnu eftir margra mánaða hlé: Bræða loðnu daga og nætur Finnbogi Þórarinsson vaktafonnaður með ósigtað loðnumjöl í lúkunum, það fyrsta síðan í haust. Guðni Haraldsson kyndari rýnir í eldinn sem kyntur er til að þurrka mjölið. Við höfðum ekki fengið loðnu síðan í september fyrr en Vík- ingur kom með fullfermi til okkar á miðvikudaginn, 1.367 tonn. Skipið kom um hálf átta að morgni og við vorum byrj- aðir að bræða seinnipartinn þann sama daga. Svo bræðum við daga og nætur, segir Finn- bogi Þórarinsson, vaktafor- maður í Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni, í samtali við Skagablaðið. Finnbogi var við sjöunda mann á vaktinni þegar Skagablaðið heimsótti verksmiðjuna á fimmtudaginn en tvö átta manna gengi skiptast á um að halda verksmiðjunni gangandi. Ovanir fitja gjarna upp á nefið þegar þeir koma í grennd við verksmiðjuna, hvað þá þegar inn er komið, en Finnbogi blæs á það. - Það er engin lykt hérna hjá okkur núna miðað við það sem var. Loftræstingin er orðin miklu betri, þetta er allt annað líf, segir hann. Þegar loðnunni hefur verið dælt úr skipslest upp í þró verk- smiðjunnar tekur við ferli sem tekur 2-3 tíma og endar með því Lögreglan: Tóku brugg og bruggtæki Lögreglan réðst til inngöngu í tvö hús á Akranesi í síð- ustu viku og lagði hald á brugg og bruggtæki. I öðru tilvikinu var aðeins um að ræða tæki til bruggunar en í hinu fundust 20 lítrar af landa sem talið er að hafi verið framleiddur til sölu. Abendingasími lögregl- unnar vegna bruggmála er ll 670. Þjófar: Brotist inn i bifreiðir Brotist var inn í þrjá bíla í síðustu viku og höfðu þjófarnir á brott með sér hljómtæki og fleira. Tveir piltar hafa játað á sig einn þjófnaðanna. Þeir játuðu jafnframt að hafa stolið bensíni af bílum í Borgar- nesi. Drengirnir skiluðu þýfinu sem var hljómflutningstæki. að loðnan verður að mjöli og lýsi. Ffún fer í gegnum aðskilj- anlegustu tæki; er forsoðin, soð- in, síuð, pressuð, vökvinn er skilinn frá fasta efninu, það er síðan þurrkað og síað. A endan- um streymir mjölið í stórsekki sem taka 1.400-2.000 kíló hver. Um 170 kíló af mjöli nást úr hverju loðnutonni og því má gera ráð fyrir að um 230 tonn af loðnumjöli hafi verið framleidd úr farminum sem Víkingur kom með síðast liðinn miðvikudag. Hann landaði svo aftur fullfermi nú um helgina og strákarnir í verksmiðjunni hafa verið að bræða það síðan. Verksmiðjan afkastar nú mun meira en áður með tilkomu nýs forsjóðara. Nú tekur það hana rúma tvo sólarhringa að bræða farm eins og þann sem Víkingur landaði. Það sem nú er verið að bræða Svanur Geirdal yfirlögreglu- þjónn segir að kvartanir vegna ónæðis af lausum hundum séu tíðar og hvetur hundaeigendur til þess að taka tillit til annarra vegfarenda hvað þetta snertir. í fyrra bárust lögreglunni 45 kvartanir vegna þessa og í sumum tilvikum höfðu hundar glefsað í fólk. I samþykkt um hundahald á Akranesi segir að hundahald sé í verksmiðjunni var selt fyrir margt löngu, þegar búist var við haustveiði. Mjölið fer til ýmissa Evrópulanda þar sem það er gefið svínum, nautum og fleiri bannað í bænum. Þó eru veittar undanþágur með ákveðnum skilyrðum. Eitt þeirra hljóðar svo: „Hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, held- ur vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfir hon- um.“ A öðrum stað segir: „Hundaeigendum er skylt að sjá svo um að hundar þeirra raski eigi ró manna né verði þeim til óþæginda.“ skepnum áður en það endar í maga evrópskra neytenda. Lýsi hf. í Reykjavík er hins vegar helsti kaupandi lýsis sem framleitt er í verksmiðjunni. Svanur segir að verulegur misbrestur sé á þessu og bendir á að margir verða óttaslegnir þegar ókunnir hundar koma æð- andi að þeim á förnum vegi. - Svo eru dæmi um að hundar hafi ráðist á fólk. Ég minnist tveggja tilvika þar sem fullorðn- ir menn áttu í mestu vandræðum með að verjast árásum hunda, segir Svanur við Skagablaðið. Svanur Geirdal yfirlögregluþjónn: Tíðar kvartanir vegna ónæðis af lausum hundum Skagamarkaður: Rúmlega 94 krónur fyrir þorskinn Alls seldust rúmlega 73 tonn á Skagamarkaði dag- ana 10. til 16. febrúar og nam verðmæti aflans alls nær 6,5 milljónum króna. Þorskkílóið fór á 94,20 krónur að meðaltali en verðið var mjög sveiflu- kennt, sveiflaðist á bilinu 80-121 krónur. Meðalverð allra tegunda var 88,89 krónur á kíló. I magni bar mest á þorski, tæplega 32,5 tonn, en 26,37 tonn seldust af ýsu. Meðalverð fyrir ýsu var 96,98 krónur á hvert kíló. Talsvert magn af blálöngu var boðið upp á markaðnum og fengust að meðaltali 73,74 krónur fyrir kílóið. Þá má nefna að 248 kíló af gull- laxi seldust á 7,60 krónur kílóið, kílóið af lúðu fór hins vegar á 325,18 krónur og 1.710 kíló af steinbíti seldust á 64,34 krónur að meðaltali. Höfnin: Sturlaugur með 160 tonn Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10 landaði 160 tonnum í Akraneshöfn í síðustu viku og var karfi uppistaðan í afl- anum. Línubátar gerðu það ágætt þegar þeir gátu róið. Samkvæmt upplýsingum hafnarvigtarinnar lönduðu 24 línubátar samtals rúmlega 50 tonnum af þorski og ýsu dagana 9. til 15. febrúar. Einnig var nokkuð af stein- bíti og öðrum tegundum í afla línubátanna. Bresi AK 101 kom með mest magn að landi, rúmlega átta tonn úr 2 veiðferðum. Ebbi AK 37 er skráður með nær 5,3 tonn úr einni veiði- ferð. Hrólfur AK 29 landaði 6,6 tonnum úr þremur róðrurn og Keilir AK 27 var með rúmlega fimm tonn úr þrem- ur róðrum. Aðrir fengu minna en þess ber að geta að óraunhæft er að bera saman afla línubáta því mjög mis- jafnt er hve margir eru á og hve marga bala af línu er róið með.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.