Skagablaðið


Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 1
Afbragðs vel heppnuð sýning Virðing fyrir verkefninu, skilningur á atburðarásinni, tök á tækninni, æsku- fjör í gamanseminni og sprengikraftur í flutningi. Þetta eru aðalsmerki sýn- ingar fjölbrautaskólanema á Sögu úr hryllingsbúðinni að mati Ólafs H. Torfasonar. Sjá miðopnu Sparar verulega með bakstrinum Jenný Á. Magnúsdóttir bakar sjálf það brauðmeti sem fjöl- skyldan borðar og segist spara verulega á bakstrinum. Hún deilir nokkrum uppskriftum með lesendum Skagablaðsins. Sjá bls. 7 Kennaraverkfall: Körfuknatt- leiksmenn fengu nei Körfuknattleiksfélag Akra- ness fékk neitun við beiðni sinni um að fá að nota íþróttahúsið við Vesturgötu á tíma sem áður var notað- ur fyrir íþróttakennslu skól- anna. Verkfallsstjórn kenn- ara lagðist gegn beiðni fé- lagsins og bæjarráð ályktaði fyrir helgina að það óskaði eftir að farið yrði að leikreglum í verkfalli. Körfuknattleiksmennirnir fóru fram á að fá afnot af húsinu þrisvar í viku kl. 13.00-16.00. Ástæðan fyrir óskinni var sú að framundan eru mikilvæg mót hjá yngri flokkum en að sögn Olafs Oskarssonar, formanns fé- lagsins, hafa fjölmargir æf- ingatímar yngri flokka fallið niður að undanförnu vegna móta. Lögreglan: Tveir fullir undir stýri Lögreglan tók tvo ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur aðfararnótt laugardagsins og tókst að stöðva ferðir mannanna áður en þeim tókst að valda skemmdum eða slysum. Þá áminnti lögreglan unga konu á föstudaginn vegna ábendingar um að hún hefði ítrekað haft bam laust í bíl sínum. Konan tók afskiptun- um vel og sagðist rnyndu bæta ráð sitt. Lögreglan var einnig köll- uð út vegna ölvunar, slags- mála og smávægilegra um- ferðaróhappa. Laun starfsmanna í atvinnuátaki endurskoðuð: Launin hækka um fjórðung Útlit er fyrir að starfsmenn at- vinnusmiðjunnar og aðrir starfsmenn í svonefndum at- vinnuátaksverkefnum fái veru- lega launahækkun ef samning- ar nást um það milli bæjaryfir- valda og verkalýðsfélagsins. Bæjarráð hefur samþykkt fyrir sitt leyti að laun starfsmanna hækki úr 304 krónum á tímann í 376,76 krónur. Hækkunin nemur um 24 af hundraði. Atvinnusmiðjan var sett á fót fyrir nokkrum vikum með fimm starfsmönnum sem verið höfðu á skrá yfir atvinnulausa. Starfs- mennirnir voru ráðnir á 304 krónur á tímann en lýstu strax mikilli óánægju með launin. Eftir að þeir höfðu átt viðræður við bæjarráð var málið tekið fyrir í bæjarstjórn og samþykkt að fela bæjarráði að taka launa- kjörin til endurskoðunar. Niður- staða bæjarráðs er sú að hækka tímakaupið f 376,76 krónur og var bæjarstjóra falið að ræða við Hervar Gunnarsson, formann VLFA um breytingu á samn- ingnum um kjör þeirra sem ráðnir eru í atvinnuátaksverk- efni. Verði hækkunin að veruleika verða laun starfsmannanna um 65 þúsund krónur í stað 52 þús- unda króna áður. Tíðar landanir á loðnu í Akraneshöfn: Fryst og brætt af fullum krafti Loðnuskip Haraldar Böðvars- sonar hf. höfðu landað 6.600 tonnum af loðnu til bræðslu og frystingar á Akranesi á föstu- daginn samkvæmt upplýsing- um fyrirtækisins. Höfrungur hafði auk þess landað í höfn- um austanlands. Víkingur landaði um þúsund tonnum aðfararnótt föstudags- ins og hélt á miðin að nýju að morgni föstudags. Að sögn skipverja sem Skagablaðið ræddi við var skipið um hálfan sólarhring á miðin í umræddum túr, staldraði við í aðeins átta tíma á miðunum áður en það gat haldið heimleiðis, fullt af loðnu. Víkingur var svo væntanlegur aftur um helgina. Loðnuskipin voru við veiðar í grennd við Vestmannaeyjar fyrir helgina, að sögn Sturlaugs Sturlaugsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra HB hf. Víkingur hefur séð fiski- mjölsverksmiðjunni fyrir nægu hráefni en um 150 tonn höfðu Víkingur hefur séð brœðslunni jyrir nœgu hrúefni en loðna hefur einnig verið fryst ífiysti- húsi HB. hf og um borð í Höfr- ungi ///. farið í frystingu fyrir helgina. Fryst var bæði í frystihúsi HB hf. og um borð í Höfrungi III. Stjáni meik: Hugmyndir ískoðun Þetta eru skemmtilegar hugmyndir og við höfum alls ekki afskrifað þær, seg- ir Sveinn Kristinsson, for- maður atvinnumálanefndar, um hugmyndir Kristjáns Jónssonar, Stjána meik, um stofnun bílasafns og bíla- smiðju á Akranesi. Skagablaðið skýrði frá hug- myndum Kristjáns í síðustu viku. - Við höfum átt fund með Kristjáni. Það myndi hins vegar kosta tugi milljóna að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og málið verður að skoðast í ljósi þess, segir Sveinn Kristins- son.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.