Skagablaðið


Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 3
Skagallaðið Fréttir Alþýðuflokkurinn: Gísli leiðir A-listann Gísli S. Einarsson alþingis- maður frá Akranesi leiðir A- lista Alþýðuflokksins á Vesturlandi vegna þing- kosninganna í apríi. Gísli vann sem kunnugt er sigur á Sveini Þór Elínbergssyni í fjölsóttu prófkjöri, en Sveinn skipar annað sæti listans. Hann er aðstoðar- skólastjóri frá Snæfellsbæ. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: 3. Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur, Borg- arnesi. 4. Guðrún Konný Pálma- dóttir, oddviti, Búðardal. 5. Jón Þór Sturluson, hag- fræðingur, Stykkishólmi. 6. Hervar Gunnarsson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, Akranesi. 7. Sigrún Hilmarsdóttir, húsmóðir, Grundarfirði. 8. Sigurður Arnfjörð Guð- mundsson, sjómaður, Snæ- fellsbæ. 9. Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur, Borgarnesi. 10. Rannveig Edda Hálf- dánardóttir, móttökuritari, Akranesi. Vemdaður vinnustaður: Uppsögnum enn frestað Uppsögnum starfsmanna á Vernduðum vinnustað hefur enn verið frestað á meðan leitað er lausna á fjárhags- vanda vinnustaðarins. Nú hefur uppsögnunum verið frestað til 1. júní næst kom- andi en þær áttu að koma til framkvæmda um ára- mót. Þorvarður Magnússon, for- stöðu Verndaðs vinnustaðar, segir í samtali við Skaga- blaðið að endurskoða verði ráðningarkjör starfsmanna í samræmi við starfsgetu þeirra, en nú fá starfsmenn sömu laun, óháð starfsgetu og vinnuframlagi. Þorvarður telur að vinnustaðurinn hafi verið rekinn með um það bil þriggja milljóna króna halla á síðasta ári. 27. febrúar 1995 3 Ingvar Ingvarsson gagnrýnir ráðningu rekstrarstjóra í íþróttamiðstöð: Skotið fyrst og spurt svo skal tekið á þegar upp kemur eitthvað aðfinnsluvert hjá starfsmanni, einkum og sér í lagi þegar hann heyrir undir tvo óskylda aðila. Svarið liggur ekki fyrir og svo virðist að það sé fremur óljóst í hugum þeirra sem ætla að knýja þetta mál fram af meira kappi en forsjá. „Skotið fyrst og spurt svo“. Að knýja þetta skipulag fram í nafni tilraunar, er afar merki- legt og í rauninni athyglivert, sérstaklega þegar haft er í huga að viðvörunarljósin blikka allt í kring, það er að segja ef menn fást til að opna augun. Tilraunir eru góðra gjalda verðar og eiga oft rétt á sér en ekki að þessu sinni.“ Kirkjunefnd Akraneskirkju fœrði kapellu sjúkrahússins fallegan kross umfyrri helgi. Leifur Breiðfjörð glerlistamað- ur hannaði og gerði krossinn en gjöfin er í tengslum við 50 ára afmœli nefndarinnar. A hann er letrað: Faðir, íþínar hendurfel ég anda minn. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna. Erna Jóhannsdóttir, formaður kirkju- nefndarinnar, afhenti Sigurði Olafssyni, framkvœmdastjóra sjúkrahússins, krossinn. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 06 PÚ GÆTIR DOTTID í LUKKUPOTTINN! Áskrift að Skagablaðinu tryggir jpér \ ekki aðeins fréttir af flestu jbv/ | markverðasta sem gerist í bæjarlífinu - i nú áttu einnig möguleika á glæsilegum vinningi ef þú ert eða gerist áskrifandi fyrir lok marsmánaðar. Næstu daga eða vikur mátt jpú eiga von á símtali, jbar sem jbér er boðin áskrift að Skagablaðinu. Slástu i hópinn! í lok mánaðarins drögum við úr nöfnum áskrifenda um vinninga að verðmæti yfir 90.000 krónur. 1. Vöruúttekt að upphæð kr. 20.000,- 2. Geislaspilari aðverðmæti kr. 16.900,- 3. Geislaspilari að verðmæti kr. 16.900,- 4. Vöruúttekt að verðmæti kr. 7.500,- 5. Vöruúttekt að verðmæti kr. 7.500,- 6. Vöruúttekt að verðmæti kr. 7.500,- 7. Vöruúttekt að verðmæti kr. 5.000,- 8. Vöruúttekt að verðmæti kr. 5.000,- 9. Vöruúttekt að verðmæti kr. 3.000,- 10. Vöruúttekt að verðmæti kr. 3.000,- Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn greiddu atkvæði gegn því að ráðinn yrði rekstr- arstjóri í íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum í hálft starf í samstarfi við íþróttahreyfing- una. Ingvar Ingvarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, lagði fram bókun þar sem hann lýsir vinnubrögðum meirihlutans með þeim hætti að hann skjóti fyrst og spyrji svo. Ingvar segir í bókun sinni að vandfundin séu fordæmi þess að skipa stjórnanda í hlutastarf á móti öðrum óskyldum aðila, enda sé vandséð hvernig slíkt eigi að geta gengið upp, hvort heldur er gagnvart starfsmann- inum eða þeim sem hann heyrir undir og á honum bera ábyrgð. Samþykkt var einróma að ráða tómstundafulltrúa í Arnar- dal í heila stöðu en aðeins bæj- arfulltrúar meirihlutans greiddu ráðningu rekstarstjóra í íþrótta- miðstöð atkvæði sín. Um er að ræða eitt og hálft starf sem kem- ur í stað starfs íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúa. Ingvar Ingvarsson segir í bók- un sinni um starf rekstrarstjór- ans að sá sé ekki öfundsverður sem ætli sér að þjóna tveimur herrum svo báðum líki. Síðan segir: „Af biturri reynslu síðustu missera hlýtur það að koma upp í huga bæjarfulltrúa hvernig

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.