Skagablaðið


Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 4
4 27. febrúar 1995 Lesendur skrifa Skagahlaðið Börnin í umferðinni og ábyrgð foreldra Hægt er að líta á slys frá mörgum sjónarhornum. Þannig má líta á það sem saruna tilviljanakenndra aðstæðna og atburða sem lýstur saman í einu sekúndubroti. Frá þessum sjón- arhóli séð er ógerningur að spoma við slysum, hvort sem börn eða fullorðnir eiga í hlut. Slys eru rakin til samfélagsað- stæðna, ríkjandi viðhorfa til barna og daglegs lífs barnafjöl- skyldna, sem hægt ætti að vera að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Svo virðist sem aðbúnaður margra ungra bamafjölskyldna sé með þeim hætti að erfitt sé að komast af án þess að börnin þeirra leggi sitt af mörkum eigi hið daglega líf að ganga upp. Hjálpin getur falist í því að vera ekki foreldrum sínum byrði - t.d. með því að sjá um sig sjálf- ur - eða að hugsa um yngri systkin, svo dæmi séu tekin. Sú ráðstöfun sem líklegast skilaði mestum árangri til varna gegn slysum á börnum væri stytting vinnutíma beggja for- eldra, eða að dagvistunartími yrði rýmkaður enn. Til að svo megi verða þyrftu þó lífskjör (ráðstöfunartekjur) ungs barna- fólks að batna frá því sem nú er. Annað sem orðið gæti til að fækka slysum væri bættur frá- gangur umhverfis og umferðar- mannvirkja. Þetta atriði kann að vera nokkur mælistika á viðhorf þeirra sem stjóma fjárveitingum til umferðarmála. Bílbelti og bílstólar Það virðist vera nokkuð um að fullorðnir og börn noti ekki bíl- belti á leið til og frá vinnu, í búðina, í leikskólann og í grunnskóla. Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki bara vegna aukinnar slysahættu heldur líka vegna þess að börnin alast upp við að nota ekki bílbelti og sjá ekki heldur aðra nota þau. Víða á bensínstöðvum hefur verið til sölu öryggisbúnaður fyrir börn, þ.e. „tauhylki" til að þræða bílbeltið inn í, til þess ætlað að beltið sitji þægilegar að barninu. Eftir fengnum upp- lýsingum frá Þýskalandi og Sví- þjóð um að þessi „hylki“ gætu breytt virkni beltanna og skapað þar með líkur á meiðslum hafa viðkomandi söluaðilum verið sendar upplýsingar um málið og hefur „beltishylkið" verið tekið úr sölu. Alltaf er nokkuð um að bíl- beltinu sé smeygt aftur fyrir bak barnsins eða sett undir handlegg þess. Þetta er stórhættulegt og má alls ekki. Ástæðurnar fyrir því að bíl- beltinu er smeygt aftur fyrir bak er að barninu finnst óþægilegt að hafa beltið alveg við hálsinn. En bílbeltin eru jú hönnuð fyrir fullorðna og því þarf að gera ákveðnar ráðstafanir gagnvart börnum, t.d. með því að láta þau sitja á bílpúða þegar þau eru vaxin upp úr barnabílstólnum, kaupa beltislækkunarklemmu eða setja mjúkan klút við háls barnsins. Engar rannsóknir hafa sýnt að það valdi stórvægiíegum meiðslum þótt beltið liggi að hálsi barnsins. Aftur á móti eru margar rannsóknir sem sýna að ranglega notuð belti tryggja ekki öryggi barna og geta valdið miklum meiðslum. Nýjustu rannsóknir sýna að börn eigi að snúa baki í aksturs- stefnu eins lengi og hægt er. Tölur um fjölda slasaðra og til- raunir til að sýna að stólar sem snúa baki í akstursstefnu veita börnum besta vöm. Pétur S. Jóhannesson lögregluflokksstjóri skrifar Álagið á háls og höfuð barns verður þrisvar sinnum meira í stólum sem snúa fram þegar ekið er framan á bíl. Hjá níu mánaða barni er höfuðið fjórð- ungur líkamsþyngdar. Þegar barnið situr með bak í aksturs- stefnu mun sú orka sem leysist úr læðingi við árekstur dreifast á stærra svæði, þ.e. á bak og hnakka barnsins. I dag snúa allir barnabílstólar baki í akstursstefnu. Margir þeirra stóla sem ætlaðir eru börnum frá 9 mánaða til 4-5 ára geta snúið fram og aftur. Það ræðst svo af plássinu fyrir fætur barnsins hve lengi það getur snúið baki í akstursstefnu en talið er að börn allt að 3 ára aldri eigi að sitja með bakið í aksturs- stefnu. Samkvæmt lögum eiga öll börn yngri en 6 ára að nota barnabílstól, bílpúða eða annan sérstakan öryggisbúnað ætlaðan börnum. í bfl eiga allir að vera með bílbelti. Ábyrgð foreldra Foreldrar bera ábyrgð á öryggi barna sinna. Þeir venja barnið á að sitja f barnabílstól og sjá til þess að það leiki sér á ömggum stöðum og fari eftir reglum um útivistartíma barna. Foreldrar ákveða lfka hvenær bömin fá hjól, að þau noti hjálm og hvar þau mega hjóla. I lögum stendur að börnum 7 ára og eldri sé heimilt að hjóla í umferð en talið er að börn hafi ekki fyrr en við 10-12 ára aldur öðlast færni sem hjólreiðar í umferð krefjast. Lítil börn eru ekki fær um að gera sér grein fyrir hættum sem fylgja því að hjóla í umferð, taka réttar ákvarðanir um leið og þau halda jafnvægi, stýra og stíga hjólið. Best væri að þau hjóluðu fjarri bílaumferð, á stéttum heima við hús eða á göngu- og hjólastíg- um. Börnin þurfa að læra að taka tillit til gangandi fólks og víkja fyrir þeim. Einnig þurfa foreldrar að at- huga að hjólreiðar barna á vetr- um eru stórhættulegar og best væri að geyma hjólin þar til færð verður betri. Foreldrar þurfa að vera börn- um til fyrirmyndar og bera end- urskinsmerki á flíkum sínum. Heppilegustu merkin fyrir börn eru saumuð í flíkurnar. Einnig eru til endurskinsborðar sem smeygt er yfir öxlina. Leiklistarklúbbur NFFA: Söngleikurinn Saga úr Litlu hryllingsbúðinni. Leikstjóri: Jakob Þór Einarsson. Söngstjóri: Jensína Waage. Hljómsveitarstjóri: Davíð Þór Jónsson. Frumsýning í sal FA, 24. febrúar 1995. Vampírur eða blóðsugur eru fáar í íslenskri sagnahefð, nema móðir fjöldamorðingjans Axlar-Björns á Snæfellsnesi. Að sögn þjóðsagna- ritaranna fékk hún sér ósjaldan blóðsopa úr fæti bónda meðan hún gekk með Björn og átti drápsfíkn hans að skýrast þannig („fæddur morðingi“). Aðal-„persónan“ í Litlu hryllingsbúðinni, blóð- drykkjuplantan Auður II, er engin venjuleg blóðsuga. En í þessu bráðskemmtilega verki er dæmi- sagan um að láta ekki ánetjast í fyrirrúmi. Litla hryllingsbúðin Söngleikurinn Litla hryllingsbúð- in (Little Shop of Horrors) eftir textahöfundinn Howard Ashman og tónskáldið Alan Menken er byggt á frægri og samnefndri grá- glettnissmynd leikstjórans Roger Corman og handritshöfundarins Charles B. Griffith frá 1960. Þeir tóku myndina upp á tveimur dög- um eftir aðeins nokkurra daga handritsskriftir, til að sanna að þeir gætu hrækt upp boðlegri bíó- mynd í notaðri leikmynd sem átti að rífa. (Endurgerð ræmunnar kom fram undir heitinu Please Don’t Eat My Mother 1972, líka dreift sem Hungry Pets). Söng- leikurinn eftir sögunni var svo frumsýndur í Bandaríkjunum 1982, náði strax feikna hylli þar og víða um lönd, hjá fólki úr öll- um þjóðfélagsstéttum og á mis- jöfnum aldri. Kvikmynd eftir söngleiknum, Little Shop of Horr- ors, var frumsýnd 1986. Hitt leik- húsið í Reykjavík frumsýndi söngleikinn í þýðingu Einars Kárasonar og Megasar við miklar vinsældir í Gamla Bíói í janúar 1985. og það er sú leikgerð sem nemendur Fjölbrautaskólans á Akranesi hafa notfært sér við upp- setningu á því sem þeir kalla Söngleikinn Sögu úr Litlu hryll- ingsbúðinni. Vel heppnað Þetta bífræfna tiltæki nemenda á Akranesi hefur tekist afbragðs vel. Bíræfið er það meðal annars vegna þess að sem söngleikur ger- ir verkið óvenju miklar kröfur til flytjenda, ekki síst kvensöngvar- anna sem þurfa að geta spannað mikið raddsvið. Og þótt salur Fjölbrautaskólans sé ágætis rými þarf útsjónarsemi og heimasmíð- aðar lausnir til þess laða fram sviðsgaldurinn. Ljósabúnaður er takmarkaður og innkomur á sviðið þurfa að gerast að verulegu leyti úr sal. Leikstjórinn Jakob Þór Ein- arsson hefur aukið sér erfiði með því að kalla til hartnær 90 manns við flutninginn. Hljómsveitin er í annarri álmu skólans og fylgist með framvindu leiksins á vegg- Gaman er oft að gikkjum hent! að eru nokkuð „Hreinar línur“ að sakamálaleikritið „Hvað gerðist í Hafnarfirði“ vakti mikla athygli og sló öll fyrri sýningamet í fjöl- miðlaflórunni fyrir og eftir áramót, og er óhætt að segja að miskunnarleysi lífsins birt- ist þar í sinni sorglegustu og hlægilegustu mynd, þó ekki sé komin niðurstaða í málið. Ég bíð með óþreyju eftir seinni hlutanum og lokum þáttarins, og fæ þá kannske svör við því hver er hinn eini og sanni Gregory. En fleiri bæjarfélög eru í óstjórn og skuldum vafin. Akranesbær heldur ótrauður áfram að taka á sig skuldbind- ingar langt umfram getu íbú- anna, nú nýverið upp á 160 milljónir vegna íþróttahreyf- ingarinnar, 20 milljónir vegna Innsta-Vogs, sem ekkert lá á, og 20 milljónir vegna stúku- byggingar, sem ekkert lá á. Fyrir skuldaði bærinn 440 milljónir, svo greinilegt er að við hér á Akranesi dönsum æðislegan línudans á slöku bandi, hvort við lendum í gjör- gæslu hjá félagsmálaráðherra eður ei. Þetta gæti orðið dramatískt leikrit, sem tæki óvænta stefnu, með alls konar ÓlafurTr. Elíasson skrifar ívafi þegar fram í sækir og öll kurl koma til grafar. Það er sorglegt hvað okkur Akurnesingum tekst illa upp í að halda okkur innan velsæm- ismarka í skuldasöfnun og það er sorglegt hvað flestir bæjar- fulltrúar með mikla kennara- menntun og aðra góða hæfi- leika eru dæmalaust óþroskað- ir í meðferð fjármuna sem bæjarbúar þræla fyrir blóðug- um höndum. Hér á Akranesi blasa dæmin við hvert sem litið er. Sel- tjarnanesbær og Garðabær hækka ekki útsvar, hitaveitu og aðra skatta á sama tíma og laun fólksins standa í stað í þrjú ár. Skattaparadís er ekki til í hugum allaballa sem val- kostur fyrir íbúa bæjarins. Allt í kringum bæinn þjóta upp hin og þessi skattaskjól eins og dæmin sanna. Stór hópur fólks frá Grundartanga keyrir til Reykjavíkur og hefur stofnað ferðafélag í því sambandi (Smáspölur). Þarna eru komin í raun rökin fyrir ótæpilegum vilja þeirra fyrir göngum undir Hvalfjörð, en um leið eru svokölluð landsbyggðarrök um staðsetn- ingu verk- smiðjunnar á landsbyggð- inni farin fyrir bí. Og at- vinnumögu- leikar Akur- nesinga minnkandi á þessu svæði að sama skapi með til- komu ganganna. Miklar væntingar voru um nauðungarflutninga Landmæl- inga ríkisins upp á Akranes. Ef litið er á sjónarmið fólksins sem átti að flytja hreppaflutn- ingum, þá skil ég vel þeirra sjónarmið. Það þýðir stórtap í auknum sköttum, hitaveitu og heimilisröskun, sem er óbæt- anleg. En það eru jafn mörg störf sem leggja á niður í sam- bandi við Akraborg og enginn segir neitt þó það fólk þurfi að flytja til Reykjavíkur þegar henni verður lagt. Á Skaga- strönd eru menn harðir á því að sjómenn sem þangað sækja í skipspláss séu þar heimilis- fastir, ekki er nóg að menn skrái sig þar eins og hér er gert. Svo ganga sjómenn plásslausir hér í löngum bun- um. Þetta gengur ekki. Það verður að gera tilveruna meira aðlaðandi hér á Skaga. Skagablaðið Menning 27. febrúar 1995 Virðing fyrir verkefninu, skilningur á atburðarásinni, tök á tœkninni, œskufjör í gamanseminni og sprengi- kraftur íflutningi. Þetta eru aðalsmerki sýning- arinnar, að mati Olafs H. Torfasonar. Láttu ekki éta þig mynd sem sýningarvél skilar úr innanhússsjónvarpskerfi. Við tón- listarflutning og stjórn hefur verið leigður tækjabúnaður af mjög full- kominni gerð, enda er árangurinn aldeilis framúrskarandi, gott jafn- vægi milli hljóðfæra og söngs og hvert atkvæði í söngnum skilast kristaltært til skilnings. Brúðu- og brellustjórn tekst fullkomlega. Frumraun leikstjórans Þetta er frumraun Jakobs Þórs við leikstjórn, en auk þess að vera vel menntaður og þjálfaður í leiklist hefur hann um árabil stundað kennslu við Leiklistarskóla Is- lands. Trúlega hefur sú kennslu- reynsla með ungu fólki skilað sér í þeim góða árangri sem hér hefur náðst. Leikararnir vönduðu sig ágætlega í staðsetningum, hreyf- ingum og framsögn. Leikurinn var ekki sjálfsprottinn eða agalítill eins og oft vill verða hjá ung- mennum. Hlutur söngstjórans Jensínu Waage er mikilvægur, því auk þess sem öl! aðalhlutverkin krefast nákvæmni og samræming- ar laumar sér heill kór inn á sviðið öðru hvoru. Er það raunar ágæt- lega til fundið, því ýmis minni verksins eru fengin alla leið úr talkórum forn-grísku harmleikj- anna. Hvorki hreyfingar kórsins né gervi voru fögur en samhljóm- urinn bætti það vel upp. Hljóm- sveitin skilaði verki sínu af þrótti og leikni. Fyrirliði hljóðmannana, Ingþór Bergmann Þórhallsson get- ur verið stoltur af útkomunni. Hrollvekja og gamanleikur Söngleikurinn Litla hryllingsbúð- in er að sínu leytinu skrumskæling á stöðluðum kvikmyndum, söng- leikjum og dægurlögum, — hroll- vekja og gamanleikur í senn. Og þótt skopast sé með dauðann höfðar leikurinn líka til hinna við- Ólafur H. Torfason fjallar um söngleikinn Saga úr hryllingsbúöinni kvæmari áhorfendahópa. Litla hryllingsbúðin er blómabúð í fá- tækrahverfi. Verslunareigandinn Músníkk er harðúðugur en starfs- stúlkan Auður einföld og að eigin áliti gerspillt tildurdrós. Unnusti hennar, Ómar tannlæknir, er mótórhjólamaður haldinn kvala- losta og fer með Auði eins og gólftusku. Velta blómabúðarinnar er lítil þangað til gufulegur starfsmaður, Baldur krílburi, sýnir þar einstæða plöntutegund, verður landsfrægur fyrir vikið og viðskiptin dafna stórfenglega. Gallinn er sá að plantan, sem fær nafnið Auður II, dafnar ekki nema fá mannsblóð og fúlsar heldur ekki við heilum og hálfum skrokkum. Fyrst í stað er Baldur einn sekur um að færa henni fórnir en smám saman flæk- ist málið. Spurningin í leikslok er hvort plantan mun leggja undir sig heimsbyggðina. Krafturinn í rokktónlistinni og kaldhæðni- menning síðari hluta tuttugustu aldarinnar kynda undir óvissunni. Láttu ekki éta þig Auðvelt hefur ýmsum reynst að ráða í þennan boðskap. Litla hryll- ingsbúðin fjallar um hættuna af eiturlytjum og mannætuplantan Auður II, — „skelfileg ógnun við tilveru mannkynsins“, — er tákn heróínsins, þess ofursterka og mannskæða fíknilyfs sem höfund- arnir sáu byrja að læsa klónum í samferðamennina í Kaliforníu á sínum tíma. En þetta er nú bara ein skýringin af fjöldamörgum á þema verksins og texta þess um „lyfjagras“. Önnur skýring er sú að verkið sé ádeila á græðgi, smá- borgaralega misbresti og afleið- ingar af eftirsókn eftir frægð og frama. Að það sé gagnrýni á draum ameríska lítilmagnans um dýrð, völd og virðing, þegar fólk selur sig fyrir auðlegð og velsæld, tilbúið að fórna hverju sem er, en taparþví verðmætasta. Þriðja túlk- unin er sú að í verkinu sé varað við hættulegum tilfæringum (aðal- lega karlkyns) vísindamanna, vopnaframleiðenda eða kuklara. Þetta eru þá sömu viðfangsefnin og í Fástusi, Frankenstein og Galdra-Lofti, svo dæmi séu nefnd. Eitt er víst: Hvort sem áhorfendur hafa áhuga á stjarnfræði eða dul- speki átta þeir sig strax á að tákn- mál er að fara í gang þegar sagt er að sagan hefjist við almyrkva á jafndægrum á hausti, 23. sept. Bæði táknin rnerkja dauða og end- urfæðingu. Tákn blóðtökunnar og blóð-sameiningarinnar hafa tíðkast jafnt í altarissakramenti kirkjunnar („drekkið blóð mitt“) og helgisiðum frímúrara (sem til skamms tíma vöktu sér blóð og blönduðu og töldu sig hafa beinan blóðstreng frá Essenum, Jesú Kristi og krossferðariddurum). Niðurstaða verksins er svartsýnisleg, því afleggjarar af Auði II munu berast „allt frá Kúlúsúk til Rio Janeiro“, — „... hún mun éta Kópavog, Akra- nes, Einarsbúð, éta þig.“ En auðvitað eru höfundarnir að notfæra sér vin- sælt form til að beina því til sem allra flestra áhorfanda að láta það einmitt ekki henda sig sem þeir sjá á sviðinu, að láta ekki undan síga til dýrsins í sér, en það undan- hald hefur í guð- fræðinni verið kallað erfðasynd mannkyns. Val- frelsi einstak- lingsins er von hans. Láttu ekki éta þig. Það er tilviljun örlaganna að söngleikurinn var frumsýndur vestan hafs einmitt um það leyti sem kunngerð var tilvist eyðni- veirunnar. Núna streyma fram og eru í pípunum skáldsögur, leikrit og bíómyndir sem fjalla um vam- pírur, varúlfa og smit. Vampíru- þemað er þó einna nærtækast til hliðsjónar í Litlu hryllingsbúðinni. Framleiðandi kvikmyndarinnar eftir söngleiknum, David Geffen, framleiddi lfka nýlega kvikmynd, Viðtal við vampíruna, sem Bíöhöllin sýnir einmitt um þetta leyti. Þýðingin hefur verið lítillega staðfærð til Akraness, (Barbró, Jörundarholt, Skagaver) en þó ekki blómabúðarheitið „Mikkel- sen í Hveragerði" , en á Reykja- víkursýningunni fyrir 10 árum var skipt um blómabúðarnafn á hverri sýningu og greiddu þær 50 þús. kr. fyrir auglýsinguna hverju sinni. Gervi aðalpersónanna eru að flestu leyti góð, sumt viðunandi en einstaka atriði fremur kauðskt. Aukapersónur og kór eru hins vegar dálítið á skjön og gervi þeirra hefði mátt samræma betur. Leikmyndin er einföld en nýtist vel. Ándstæður græna litarins (plönturnar) og þess rauða (blóð- ið) kallast á og nútímalegt og sannfærandi veggjakrot leikur undir. Góð frammistaða Þórður Sœvarsson er skemmtilega álappalegur í hlutverki Baldurs og hefur smáatriði á valdi sínu, eins og draga niður peysuna, strjúka hárið og hreyfa sig klunnalega. Framsögn hans er geðfelld og söngurinn er fyllilega viðunandi. Á frumsýningu fór Haraldur Ægir Guðmundsson með hlutverk full- orðna búðareigandans Músnikks, en þeir Kristján Gunnarsson munu skiptast á að fara með hlut- verkið. Haraldur átti við sama vanda að etja og nær allt ungt fólk, áhugamenn sem atvinnuleikarar, í hlutverkum fullorðinna og aldr- aðra, að hægja nógu mikið á hreyfingum sínum. Misráðið fannst mér að hafa hann í frakkan- um, en að öðru leyti er Haraldur skörulegur og dró ekki af sér í söngtúlkuninni. Einar Viðarsson var frábærlega öruggur í fítonsanda tannlæknsins með góðri sveiflu út í alla fmgur. I öllum leikurunum blundaði greinilega stjarnan og er það raun- ar í góðu samræmi við anda verks- ins. Stjarna kvöldsins er þó á margan hátt Valgerður Jónsdóttir í hlutverki Auðar. í fyrsta lagi er henni gefin góð náttúrurödd sem hún gerir blæbrigðaríka og þarf ekki að þvinga, og í öðru lagi nær hún kankvísum og klassískum leikstíl gamanleikkonunnar, iðar þannig með hlutverkið inni í sér eins og þarf til og grípur áhorfend- ur með. Þegar þetta fer saman tekst leikkonunt alltaf að heilla karlmenn þannig að þeir fá gæsa- húð. Valgerður hefur þegar getið sér gott orð fyrir söng á hljómdiski með Orra Harðar en á greinilega framtíðina fyrir sér. Talsvert mæðir þarna á söng- tríói þriggja stúlkna sem túlka ná- granna í strætinu og leysa erfiðar söngþrautir af mikilli prýði. Það heyrist frá fyrstu tónum að þær hafa notið söngnáms og smella harla vel saman. Ragnlieiður Haf- steinsdóttir og Kristín Magdalena Agústsdóttir gerðu einsöng sínum dáfögur skil en Sigríður Arnadótt- ir fær enn betra tækifæri til að skarta hæfileikum og kunnáttu og tókst vel að halda utan um fínleg tilbrigði innan í og aftan á tónun- um. Rósant Birgisson túlkaði rödd plöntunnar af hæfilega pirraðri frekju og krafti. Aðalpersónan í verkinu er þó vitaskuld plantan Auður II, og var hún reyndar þegar til á Akranesi, liggjandi á stjórnborða kútters Sigurfara á byggðasafninu í Görð- um, Auður II, AK 59, bátur sem reyndar hefur borið ýmis nöfn um dagana en þekktastur var undir nafnin Síldin. Sprengikraftur Virðing fyrir verkefninu, skilning- ur á atburðarásinni, tök á tækn- inni, æskufjör í gamanseminni og sprengikraftur í flutningi. Þetta eru aðalsmerki sýningar Leik- klúbbs nemendafélags Fjölbrauta- skólans á Akranesi á Söngleikn- um Sögu úr Litlu hryllingsbúð- inni. Flytjendum, tækniliði og leiðbein- endum hefur lánast það tvöfalda verkefni sem oft reynist jafnvel at- vinnuleikhúsum snúið, að ná bæði viðunandi hraða í gamanleik og flytja tónlist sem ekki er af auð- veldara taginu. Að verulegu leyti grunar mig að öflugt tónlistarlíf og starfsemi Tónllistarskólans á Akranesi geri það kleift að þroska samfélag ungmenna sem ræður við verkefni af þessari stærð- argráðu. Ég ráðlegg verkið bæði sem afþreyingu og áminningu fyrir alla aldurshópa.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.