Skagablaðið


Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 6
6 27. febrúar 1995 íþróttir Skagablaðið Leikið í kvöld í körfunni Leikur Skagamanna og Snæfells, sem frestað var í gærkvöldi vegna veðurs, verður í kvöld kl. 20 verði á annað borð fært að vestan. Veðrið í gær setti einnig strik í reikning knattspyrnumanna því fyrirhuguðum æfingaleik IA og Keflavíkur varð að fresta vegna veðurs. Loksins sigur ■ Numberg, lið þeirra Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, vann loks sigur í þýsku 1. deildinni um helgina, 2 :0 gegn SV Meppen. Arnar lék allan leikinn en Bjarki er meiddur og var ekki með. Sigurinn verður þó með eftir- málum því þjálfara Nurnberg urðu á þau mistök að skipta 4. útlendingnum inn á skömmu fyrir leikslok, en aðeins þrír út- en eftirmálar lendingar mega leika með í hverjum leik. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi tókst Skagablaðinu ekki að ná sambandi við þá bræður. Telja verður þó fullvíst að þessi mistök þjálfarans komi til með að kosta Niirnberg sigur- inn og að Meppen vinni 3:0 á kæru. Fari leikar svo er Numberg komið í fallsæti og líkumar á Bundesligusæti hverfandi. íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum í Baldurshaga um fyrri helgi: Keppendur úr Þjóti sópuðu að sér verðlaunapeningum íþróttafólk úr Þjóti, félagi fatlaðra íþróttamanna hér á Akranesi, sópaði að sér verð- launum á íslandmótinu í frjáls- um íþróttum innanhúss, sem fram fór í Baldurshaga í Laugardal um fyrri helgi. Alls urðu verðlaunapeningarnir 14 talsins. Þórður frá í 4-5 vikur enn Þórður Guðjónsson verður frá í 4-5 vikur í viðbót vegna meiðsla sem tóku sig upp í keppnisferð Bochum fyrir skömmu. - Eg er að vona að ég verði kominn á ferðina um páskana, sagði Þórður, sem hefur verið fyrirskipað að taka sér hvíld frá æfingum. Þrátt fyrir meiðslin situr Þórður ekki með hendur í skauti. Hann eyðir 6 tímum á dag í æfingar til að styrkja sig. - Maður verður auðvitað að vera bjartsýnn en þetta má helst ekki taka sig upp einu sinni enn. Andrés Sveinsson sýndi allar sínar bestu hliðar í keppni hreyfihamlaðra og vann til þrennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. Andrés hlaut silfur í 50 m hlaupi, 200 m hlaupi og kúlu- varpi og síðan brons í lang- stökki með atrennu. Skúli Þórðarson keppni einn- ig í flokki hreyfihamlaðra og fékk brons í 50 m hlaupi og kúluvarpi. Árni Jónsson stóð sig einnig frábærlega í keppni þroska- heftra og sneri heim með fern verðlaun eins og Andrés. Árni fékk gull í 50 m hlaupi, 200 m hlaupi, kúluvarpi og langstökki með atrennu. Sann- arlega glæsilegur árangur. Guðmundur Bjömsson nældi sér í gull í langstökki án atrennu og silfur í 50 m hlaupi. Þá vann Hjörtur Grétarsson einnig til tvennra verðlauna á mótinu; silfur í 200 m hlaupi og brons í 50 m hlaupi en í þeirri grein vann Þjótur þrefaldan sigur. íþróttafélagið Þjótur er ungt að árum. Starf þess hefur verið þróttmikið og þessi glæsilegi ár- angur meðlima þess sýnir svo ekki verður um villst að íþrótta- hæfileikar Skagamanna teygja sig víða. Skagablaðið óskar keppend- um og forráðamönnum Þjóts innilega til hamingju með ár- angurinn! BJferhvergi Ekkert er hæft í þeim orðrómi að B.J. Thompson sé á förum frá Skagamönnum. Skagablaðið fékk það staðfest í gærkvöldi, að B.J. er ekki á förum og leikur með liðinu út keppnistímabilið. Skagamenn þurfa að leika um sæti sitt í deildinni í lok marsmánaðar. Nafnabrengl Rangt var farið með tvö nöfn í frétt Skagablaðsins um góðan árangur fimleikafólks í síðasta blaði. Þar var Arndís Ósk Valdimars- dóttir sögð heita Árdís og þjálf- ari félagsins, sem, rætt var við, heitir að sjálfsögðu Ema Sig- urðardóttir en ekki Ragnhildur. Skagablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Fjórir frœknir úr Þjóti. Frá vinstri: Andrés Sveinsson, Arni Jónsson, Guðmundur Björnsson og Skúli Þórðarson. Til samans unnu þeir til 12 verðlauna á Islandsmóti fatlaðra innanhúss um fyrri helgi. A myndina vantar Hjört Grétarsson, sem vann til tvennra verðlauna. ÚRVALSDEILDIN í KÖRFUKNATTLEIK - S nn LiJ mróttahúsinu við Vesturgötu mánudaginn 27. febrúar kl. 20.00.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.