Skagablaðið


Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 27.02.1995, Blaðsíða 8
Skagablaðið 8. TBL. • 12. ÁRG. «27. FEBRÚAR 1995 Skagamarkaður: Þorskverðið í 85 krónur Meðalverð fyrir hvert kíló af þorski á Skagamarkaði var rúmlega 85 krónur í síðustu viku. Verðið sveiflaðist á bil- inu 117 krónur og niður í 70 krónur. Alls seldust 77,5 tonn á markaðnum dagana 17. til 23. febrúar fyrir rúmar sex milljónir króna. Nær helmingur aflans var þorskur, alls 37,5 tonn, og nam heildarverðmæti hans 3,2 milljónum króna. 12,3 tonn seldust af ýsu og fór hvert kíló á að meðaltali 94,81 krónu. Nær 14 tonn seldust af ufsa og var meðalverð á hvert kíló 70 krónur. Nær 8 tonn seldust af steinbíti á 56,15 krónur að meðaltali per kíló. Meðalverð allra tegunda var 77,86 krónur á kíió. Höfnin: Loðnaní fyrirrúmi Loðnuskipin settu svip sinn á lífið við höfnin í síðustu viku. Loðnuskipin Víkingur og Höfrungur lönduðu bæði og loðna var brædd og fryst í gríð og erg. Tuttugu línu- bátar lönduðu jafnframt tæplega 62 tonnum dagana 16. til 22. febrúar, sam- kvæmt upplýsingum frá hafnarvoginni. Línubátarnir komust einu sinni til fjórum sinnum á sjó og afli þeirra var afar mis- jafn. Bresi og Hrólfur stóðu þar upp úr með um og innan við tíu tonn í fjórum veiði- ferðum hvor. Énok fékk rúm sjö tonn í tjórum róðrum, Síldin um 5,5 tonn í þremur veiðiferðum og Keilir fékk svipað magn úr jafnmörgum róðrum. Þá reri Bergþór tvisvar að vitja neta og dró samtals 1.349 kíló á áðurnefndu tímabili. Frystihús HB hf. eitt hið fullkomnasta á landinu: Nýja vinnslulínan í notkun Ný vinnslulína var tekin í notk- un í frystihúsi Haraldar Böðv- arssonar hf. á föstudaginn. Nýja línan kostar um það bil 50 milljónir króna og að sögn Sturlaugs Sturlaugssonar að- stoðarframkvæmdastjóra verður frystihúsið eitt hið full- komnasta á landinu með til- komu hennar. - Nýja línan var prófuð á föstu- daginn og reyndist vel. Starfs- fólkið tekur vel í breytingarnar enda á vinnuaðstaðan að batna með tilkomu þessarar línu auk þess sem afköstin aukast, segir Sturlaugur við Skagablaðið. Hann segir hins vegar að starfs- fólki verði ekki fækkað þrátt fyrir aukna tæknivæðingu. Sem fyrr segir kostaði nýja línan um 50 milljónir króna en Sturlaugur bendir á að velta fyr- irtækisins var um milljarður króna í fyrra. Línan var smíðuð hjá Skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert hf. en hugbúnaður var gerður hjá Marel hf. Helsta nýjungin í nýju vinnslulínunni felst í tölvu- stýrðri niðurskurðar- og flokk- unarvél. aftur í gag Björgunarsveitin Hjálpin hefur tekið björgunarbát sinn aftur í gagnið og er hann nú til taks þegar á þarf að halda. Báturinn var sjósettur og prufu- keyrður fyrir rúmri viku og tók þátt í æfingu björgunarsveita við Faxaflóa á föstudaginn. Eldur kom upp í bátnum fyrir rúmum tíu mánuðum og hafa sveitarmenn unnið að endurbót- um og breytingum á honum síðan. Tryggingar bættu tjónið að mestu leyti. Bátur björgunarsveitarinnar var sjósettur fyrir viku og er nú til taks þegar á þarfað halda. Kirkjuhvoll: Leita eftir stuðningi bæjarbúa Hússtjórn listasetursins Kirkjuhvols leitar nú eftir stuðningi bæjarbúa með því að koma á styrktarfé- iagakerfi. Þetta er gert til þess að tryggja tilveru starfseminnar, að sögn hússtjórnarinnar. í bréfi sem hússtjórnin sendir bæjarbúum segir að kerfið gangi þannig fyrir sig að þeir sem vilji styðja við bakið á starfseminni láti ákveðna upphæð af hendi rakna reglulega og verða framlögin að vild hvers og eins. Ráðgert er að gengið verði í hús um næstu helgi til að fylgja bréfinu eftir. Tilboð í lagnir á bæjarskrifstofum: Ármann með lægsta boð Raftækjavinnustofa Armanns sem nam tæplega hálfri ann- Ármannssonar átti lægsta til- boð í fjarskiptalagnir í nýju húsnæði bæjarins í stjórn- sýsluhúsinu sem flutt verður í innan tíðar. Aðeins eitt tilboð var hærra en kostnaðaráætlun arri milljón króna. Tilboð Raftækjavinnustofu Armanns Armannssonar nam innan við einni milljón. Málið verður afgreitt í bæjarstjórn á morgun. Björgunarsveitin Hjálpin: Börgunarbatu Bæjaryfirvöld fá óvænt bréf um lóðareign: Gerir tilkall til hluta af jörðinni Æðarodda Guðbrandur Jónsson hefur rit- að bæjarráði bréf þar sem hann gerir tilkall til hluta jarðar- innar Æðarodda. Guðbrandur segist með bréfi sínu tilkynna bæjarráði að hluti jarðarinnar sé eign hans og hafi lengi verið og leggur fram fasteignamat máli sínu til stuðnings. Bæjaryfirvöld viðurkenna hins vegar ekki eignaryfirráð Guð- brands yfir jörðinni, enda sé hún þinglýst eign bæjarins. í bréfi Guðbrands segir orð- rétt: „Það var langafi minn hr. Jón Magnússon, trésmiður sem þá bjó að Bergstöðum, Akranesi, sem upphaflega átti Æðarodd- ann. Hr. Jón var bróðir Magnús- ar Magnússonar í Miðvogi og áttu þeir hvor um sig mikið hestastóð sem hafði haga í Æð- aroddalandinu. Afi minn Hjör- leifur Magnús Jónsson var einkaerfingi Jóns Magnússonar en var frá þriðja degi lífsins uppeldissonur Magnúsar í Mið- vogi og var á milli þeirra mjög kært samband meðan Magnús lifði. Hr. Jón Magnússon tré- smiður dó árið 1919. Það er því hr. bæjarstjóri að ég vil vinsamlegast fara fram á það við yður að þér gerið grein fyrir afskiptum Akraneskaup- staðar af Æðarodda landi, áður, nú og í næstu framtíð með tilliti til skipulags og einnig langar mig til að krefja yður svara um allt hugsanlegt jarðrask sem Æðaroddi hefur mátt þola fram á þennan dag.“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.