Skagablaðið


Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 1
VERÐ KR. 220 í LAUSASÖLU 9. TBL. • 12. ÁRG. • 6. MARS 1995 Gott að búa a Akranesi Ragna Gylfadóttir er ánægð með lífið og tilver- una; bæinn sem hún býr í, vinnuna, launin. Hún er í brennidepli hjá okkur þessa vikuna. Sjá bls. 7 Auður sýnir mynd- vefnað í Kirkjuhvoli Auður Vésteinsdóttir myndlistarmaður er komin á æskuslóðirnar með afrakst- ur þriggja ára vinnu; 20 myndvefnaðar- verk sem hún sýnir í Kirkjuhvoli. Skaga- blaðið ræddi við Auði í tilefni af opnun sýningarinnar. Sjá bls. 5 Afkoma Haraldar Böðvarssonar hf. tekur mikla uppsveiflu: Hagnaður um 103 milljónir Hagnaður af rekstri Haraldar Böðvarssonar hf. varð 103 milljónir króna í fyrra og batn- aði afkoma fyrirtækisins því um 146,7 milljónir króna frá ár- inu á undan þegar 42,7 millj- óna króna tap varð af rekstrin- Lögreglan: Tveir teknir fyrir ölvun við akstur Lögreglan tók enn tvo öku- menn fyrir ölvun við akstur um helgina og fannst landi í bíl annars þeirra. Einn var tekinn aðfararnótt laugardags og annar í fyrr- inótt en engin slys urðu vegna ferða þeirra. Þá setti lögreglan aðvör- unarmiða á tugi bifreiða vegna umferðarlagabrota um helgina. Skagaleikflokkurinn: Tvo verk frumsýnd Skagaleikflokkurinn frum- sýnir tvö verk á næstunni og eru bæði í leikstjórn Ingu Bjarnason. Næst komandi föstudag frumsýnir flokkur- inn Óvitana eftir Guðrúnu Helgadóttur í Bíóhöllinni. Þann 24. mars verður Kvás- arvalsinn eftir Jónas Árna- son frumsýndur og er höf- undurinn sjálfur meðal leik- aranna. um. Velta fyrirtækisins jókst úr 2.419 milljónum árið 1993 í 2.657 milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir helgina í tengslum við væntanlegan aðalfund. Har- aldur Böðvarsson er langstærsta fyrirtækið á Vesturlandi. Starfs- menn þess eru að jafnaði um 300 talsins. Hluthöfum fjölgaði um 56 í fyrra og eiga nú 635 að- ilar hlutafé í fyrirtækinu. Það gerir út tvo ísfisktogara og einn frystitogara, auk dragnótarskip- anna Höfrungs og Víkings. Frystiskip fyrirtækisins, Höfr- ungur III, státar af næstmesta verðmæti afurða allra frysti- skipa árið 1994. Eigið fé fyrirtækisins hækk- aði úr tæplega 465 milljónum árið 1993 í 700 milljónir í fyrra, meðal annars í kjölfar þess að nýtt hlutafé var selt fyrir 130 milljónir í haust. Eiginfjárhlut- fallið er því 25,8 af hundraði og arðsemi eigin fjár var rúm 17 prósent í fyrra. Þá kemur fram í fréttatilkynn- ingu HB hf. að skuldir hafi lækkað um 317 milljónir króna. Kennaraverkfall: Rétturinn til menntunar fótum troðinn Foreldrafélögin (grunnskól- um bæjarins telja að réttur barna til menntunar sé fót- um troðinn með verkfalli kennara, eins og segir í sameiginlegri ályktun sem samþykkt var á fundi stjórna félaganna í síðustu viku. I ályktun foreldrafélaganna segir að ástandið sé orðið óviðunandi og að félögin krefjist þess að gengið verði frá kjarasamningum nú þeg- ar. „Við álítum það ábyrgðar- leysi af stjómvöldum og kennurum að láta það við- gangast að skólar séu lokað- ir og að réttur barna okkar til menntunar sé fótum troð- inn. Við skorum á deiluaðila að láta nú hendur standa fram úr ermum, ljúka samn- ingsgerð og aflétta því ófremdarástandi sem nú rík- ir hjá börnunum okkar,“ segir I ályktun foreldrafé- laganna. Bæjarráð tók undir þessa ályktun síðast liðinn fimmtudag en í bæjarráði sitja skólastjórar beggja grunnskólanna, þeir Guð- bjartur Hannesson og Ingvar Ingvarsson. Á fjölmennum bar- áttufundi sem kennarar efndu til á fimmtudaginn var ábyrgð hins vegar lýst á hendur ríkisvaldinu. Sjá nánar bls. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.