Skagablaðið


Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 4
4 6. mars1995 Mannlíf Skagablaðið Tunnanfékk aldeilis að kenna á því en streittist lengi við og stóð af sér mörg þung högg áður en krakkaskarinn vann á henni. essar frumlegu hnátur heimsóttu ritstjórn Skagabiaðsins og meu út. sleikió. Logi lærir réttu gripin Mikil og góð stemning var á herrakvöldi Knatt- spyrnufélags IA á föstudagskvöldið, þar sent heiðursgesturinn Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra fór á kostum. Húsfyllir var á Langa- sandi eins og jafnan á þessum skemmtunum. Á myndinni hér að ofan er Kristján Kristjáns- son, betur þekktur sem KK, að kenna Loga Ólafssyni, þjálfara Skagamanna, helstu gripin í tónlistinni og ber ekki á öðru en Loga sé vel skemmt yfir tilburðunum. Öskudagurinn: Birna sló köttinn úr tunnunni Arnardalur stóð fyrir uppá- komunni á Akratorgi og auk tjölmargra þátttakenda í þeim danska sið að slá köttinn úr tunnunni fylgdist fjöldi manns með aðförunum. Síðar um dag- inn var svo slegið upp ösku- dagsballi í Arnardal. Sumir létu ekki við það sitja að hefja upp raust sína heldur höfðu með sér hljóðfœri eins og þessi glaðlega þrenning. Birnu Björnsdóttur, níu ára, tókst það sem öðrum mistókst þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir, að slá köttinn úr tunn- unni á Akratorgi á öskudaginn. Fjölmargir krakkar reyndu krafta sína á tunnunni hvað eftir annað en hún gaf sig ekki fyrr en Birna rak henni bylmings- högg og hún féll í stafi. Mikil stemning var í bænum á öskudaginn eins og undanfarin ár. Krakkar á ýmsum aldri fóru í hópum um bæinn, heimsóttu fyrirtæki, hófu upp raust sína og þáðu sælgæti að launum. Gaml- ir slagarar, Gamli Nói í ýmsum útgáfum, rokklög, ættjarðarlög og önnur sönglög hljómuðu því í fyrirtækjum bæjarins allan lið- langan daginn og margir krakk- ar voru vel birgir að ýmsu góð- gæti að öskudeginum loknum. Einar Skúlason, rekstrarstjóri Arnardals, afhenti Birnu Bjömsdóttur sigurlaunin, köttinn sjálfan, um leið og hann útnefndi hana tunnukóng ársins.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.