Skagablaðið


Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 5
Skagablaðið Menning 6. mars 1995 5 Það hefurtalsvert gildi fyrir mig að koma á æskuslóðirnar að sýna verk mín. Ég tel að listasetrið Kirkjuhvoll geti orðið myndlist á Akranesi til fram- dráttar því fólk verður að sjá myndlist til þess að læra að meta hana og það er misskiln- ingur að myndlist komi fólki ekki við. Mér skilst að stofnun listasetursins hafi verið um- deild en það á eftir að breyt- ast. Þetta segir Auður Vésteinsdóttir myndlistarmaður í samtali við Skagablaðið, en Auður opnaði sýningu á verkum sínum í Kirkjuhvoli um helgina. Þar er um að ræða 20 verk, ofin úr ull og hör, að mestum hluta hin sömu og voru á sýningu hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýn- ingin fékk góðar umsagnir þeg- ar hún stóð syðra í febrúar. Sýn- ing Auðar í Kirkjuhvoli stendur til 19. mars og eru verkin á sýn- ingunni til sölu. Góð birta Auður á að baki um 15 ára sýn- ingarferil en sýningin í Hafnar- borg og Kirkjuhvoli er fyrsta einkasýning hennar suðvestan- lands. Hún hefur áður haldið einkasýningar á Akureyri og Húsavík og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Auk þess stendur hún ásamt 13 öðrum myndlistar- mönnum að Gallerí 39 í Hafnar- firði. Hún er nú í fyrsta sinn komin á æskuslóðir sínar með verk sín. Kirkjuhvoll tilheyrir æsku- minningum hennar og hún seg- ist hafa verið rneðal þeirra sem Bíóin í bœnum Stjörnugjöf Ólafs H. Torfasonar kvikmyndagagnrýnanda; Drama ★★★★ Skuggalendur. Háskólabíó. ★★★ A köldum klaka. Stjömubíó. ★★★ Forrest Gump. Háskólabíó. ★★ Viðtal við vampíruna. Bíóborgin. ★ Sex dagar og sex nætur. Regnboginn. Spennumyndir ★ ★★ Reyfari. Regnboginn. ★ ★★ I.eifturhraði. Sambíóin. ★ ★★ Leon. Sambíóin. ★ ★ Afhjúpun. Sambíóin. ★ ★ Timalögga. Sambíóin og Laugarásbíó. ★ ★ Banvœnnfallhraði. Bíóhöllin. ★ ★ Stjörnuliliðið. Regnboginn. ★ ★ Mary Shelley’s Frank- enstein. Stjömubíó. ★ Litbrigði næturinnar. Regnboginn. Gamanmyndir ★ ★★ Barcelona. Regnboginn. ★ ★★ Aðeins þú. Stjömubíó. ★ ★ Pabbi óskast. Sambíóin. ★ Tryllingur í menntó. Regnboginn. ★ Vasapeningar. Laugarásbíó. Auður Vésteinsdóttir sýnir myndvefnað í Kirkjuhvoli: Ákaflega tímafrekt en gefandi og skemmtilegt höfðu efasemdir um húsið sem sýningarhús. - Ég var í vafa um hvort þetta hús myndi ganga upp sem sýn- ingarhúsnæði. Eg kom stundum hingað sem krakki og séra Jón naut mikillar virðingar hjá for- eldrum mínum. Hann var lista- maður og mér er minnisstætt að þegar hann gifti mig byggði hann athöfnina upp á myndræn- an hátt. Það var mjög sérstakt. En þegar ég kem hingað inn núna kemst ég að því að hér er góð birta og sé að það má gera þetta að góðu sýningarhúsnæði. Svo hentar húsið vel fyrir alls kyns uppákomur og í mínum huga er enginn vafi á að það er þörf fyrir þessa starfsemi, segir hún. Þriggja ára vinna Auður fæddist í Ytri-Njarðvík- um árið 1950 en kom þriggja ára til Akraness ásamt foreldr- um sínum, Vésteini Bjarnasyni og Rósu Guðmundsdóttur, og bræðrum. - Ég á góðar minningar úr barnæsku á Akranesi, Það var gott að alast hér upp. Ég bjó við Laugarbraut og hafði í seiling- arfjarlægð allt sem þurfti; skól- ann, sundlaugina, íþróttahúsið og fjöruna þar sem ég teiknaði í sandinn. Þegar ég fór í Myndlista- og handíðaskólann árið 1968 fór ég eiginlega með því hugarfari að verða teiknikennari. Mér fannst það verðugt hlutverk að kenna börnum á Akranesi að teikna og mála. En í síðari hluta námsins heillaðist ég af myndvefnaði sem þá var að mótast sem list- grein á Islandi. Ég gekk í Textíl- félagið árið 1980 og hef unnið við myndvefnað af alvöru síðan en verkin á sýningunni hafa kostað stífa vinnu á undanförn- um þremur árum, segir hún. Rekin áfram Það var ekki fyrr en miklu síðar sem Auður fór í Kennaraháskól- ann og lærði að verða mynd- menntakennari. Hún býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni og hefur hálfa stöðu sem myndmenntakennari í Öldu- túnsskóla. Að öðru leyti helgar hún sig list sinni í stórri vinnu- stofu á heimili sínu. - Þetta er ákaflega tímafrek listgrein og auðvitað lifir enginn af þessu. Sumir myndu segja að það sé algjört rugl að standa í þessu. En ég hef valið mér þetta og þetta er svo gaman og gef- andi. Þetta er eins og með aðra listsköpun, ég er rekin áfram af einhverri þörf. Eiginmaðurinn og synirnir sýna þessu þolinmæði, enda eru þeir vanari garnlyktinni en mat- arlykt. Og þeir kippa sér ekki Auður Vésteinsdóttir myndlistarmaður kom- in á œskuslóðirnar með afrakstur þriggja ára vinnu. Hún er hér við eitt stóru verkanna á sýningunni í Kirkju- hvoli; Skammdegis- skímu. upp við smellina í vefstólnum, segir Auð- ur. Litbrigði náttúrunnar Hún sækir hugmyndir sínar til náttúrunnar og byggir á litbrigðum hennar. Verkin eru sem fyrr segir ofin úr ull og hör. Auður litar ullina sjálf og hefur þannig fullkomna stjórn á lit- brigðunum. Hún segir mynd- vefnað að því leyti frá- brugðin annarri myndlist að ekki er unnt að hefjast handa við verkið fyrr en það hefur verið hannað og skipulagt nánast til fullnustu. Hún lýsir ferlinu svo í sýningarskrá: „Það er ánægjuleg iðja, en löng og ströng, að vefa mynd- vefnaðarverk, allt frá frumhug- mynd í fullbúið verk. Hugmynd teikna lita band. Reikna rekja breidd í skeið. Rifja draga hnýta fram. Strekkja binda varpa vel. Vinda vefa slá og fella. Hörþræði er bmgðið með ull- inni í vefinn eða notaður einn og sér til að ná áferð sem hæfir.“ Við þetta situr hún löngum stundum, á nóttu jafnt sem degi ef svo ber undir. Nú þegar af- rakstur undanfarinna þriggja ára hefur komið fyrir sjónir al- mennings segist hún ætla að hvíla sig á stóru verkunum en gera þess í stað smærri myndir. - Ég hef þó alls ekki sagt skil- ið við stóru verkin. Maður getur alltaf gert þetta betur og eins og ég segi, það er eitthvað sem rek- ur mig áfram við þetta, segir Auður við Skagablaðið. r Sa§a úr Litlu hrylfingsbúðcnni Vegna mikillar aðsóknar verður efnt til þriggja aukasýninga Þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 Miði/ikudaginn 8. mars kl. 20.30 Laugardaginn 11. mars kl. 20.30. Miiaverð kt. 1200 f. fullorina og kr. 700 fyrir b'ótn. Panfanir í síma 12744 kl. 17 - 20.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.