Skagablaðið


Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 6
Iþróttir Skagablaðið 6 6. mars 1995 Nýr og glœsilegur þreksalur, búinn fullkomnum tækjum, hefur verið opnaður í íþrótta- miðstöðinni að Jaðarsbökkum. Aðsókn hefur verið mjög góð í salinnfrá því opnað var enda afnot innifalin í aðgöngumiða- verði Jaðarsbakkalaugar. Skagablaðið tók þessar myndir á föstudag af tveimur yngis- meyjum, sem spreyttu sig áfjöl- breytilegum œfingum sem tœkin í salnum bjóða upp á. Tólf Akranesmet hjá Kolbrúnu Ýr! Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ein allra efnilegasta sundkona landsins, hefur á skömmum tíma sett 12 Akranesmet í sundi á þremur mótum. Þá setti Maren Rut Karlsdóttir 3 Akranesmet á einu mótanna. Stöðugar framfarir hafa verið hjá hinu unga sundfólki bæjarins í vetur og Akranes- metin eru orðin fleiri en tölu verðurá komið. Kolbrún Ýr hóf afrekarununa með því að setja þrjú Akranes- met á móti hjá SH í lok janúar. Þar synti hún 200 m fjórsund meyja á 2:48,76 mín., 100 m flugsund meyja á 1:22,96 og 50 m skriðsund meyja á 30,40 sek. Á Þorramóti Skallagríms bætti hún enn um betur og setti fimm met. Hún synti 100 m fjórsund meyja á 1:12,86 mín., 100 m skriðsund meyja á 1:04,07 mín., 50 m baksund meyja á 33,34 sek. og setti þar jafnframt met í telpnaflokki og loks 50 m flugsund meyja á 33,70 sek. (Miðað við 12,5 m laug). Á sundmóti Ármanns nú fyrir skemmstu bætti hún enn fjórum metum í safnið. Hún setti Akra- nesmet meyja og telpna er hún synti 200 m baksund á 2:41,67 mín. og bætti tveggja vikna met sitt í 50 m baksundi meyja og telpna er hún synti á 35,80 sek. (Miðað við 25 m laug). Maren setti öll þrjú met sín á Sundmóti Ármanns. Þar synti hún 200 m flugsund meyja á 3:04,03 mín. og bætti eldra met um heilar 13 sekúndur. Hún stórbætti einnig metin í 400 og 800 m skriðsundi. í 400 m sund- inu synti hún á 5:33,81 mín. og bætti eldra metið um tæpar 10 sek. og í 800 m sundinu synti hún á 11:09,34 mín. og bætti gamla metið um hvorki meira né minna en 25 sekúndur. Stórsigur gegn FH og Stjörn- unni í vikunni Skagamenn unnu stórsigur á FH og Stjörnunni í æfinga- leikjum í knattspyrnunni í vikunni. FH-ingar, sem virðast ætla að eiga erfitt sumar framundan, áttu aldrei möguleika gegn Skagamönnum á miðvikudag. Lokatölur urðu 5:1 fyrir Akra- nes. Alexander Högnason og Bjarki Pétursson skoruðu tvö mörk hvor og Sigurður Jónsson það fimmta. Á laugardag unnu Skaga- menn svo Stjömuna 4:0 en Stjarnan hafði ekki tapað leik á árinu fram að því. Bjarki, Alxeander, Sigur- steinn Gíslason og Stefán Þórð- arson skomðu mörkin. Þessi góðu úrslit em athyglis- verð fyrir þá sök að liðið var án sex lykilmanna í leikjunum. Þá Ólaf Þórðarson, Sigurð Jónsson, Zoran Miljkovic, Pálma og Sturlaug Haraldssyni og Kára Stein Reynisson vantaði gegn Stjömunni. Haraldur Ingólfsson lék fyrri hálfleik í þeim leik en var ekki með gegn FH. Hjörtur Grétarsson var út- nefndur íþróttamaður ársins hjá Þjóti, íþróttafélagi fatlaðra á Akranesi, á aðalfundi félags- sins á sal Brekkubæjarskóla síðast liðinn fimmtudag. Á aðalfundinum vora jafnframt veittir tveir farandgripir fyrir framfarir og ástundun. Lindberg Már Scott hlaut bikar sem íþróttasamband fatlaðra gaf við stofnun Þjóts og Skúli Þórð- arson, sem jafnframt er elsti iðkandinn innan vébanda Þjóts, hlaut bikar sem gefinn var í minningu Lýðs heitins Hjalm- arssonar. Inga Harðardóttir, sem gegnt hefur formennsku í Þjóti frá stofnun félagsins, var endur- kjörin í formannsembættið og stjórnin öll með einni undan- tekningu. Bráðabani í skákinni Unnar Þór Guðmundsson, 15 ára unglingur úr Borgarnesi, og Gunnar Magnússon þurfa að heyja einvígi um sigur- launin á Skákþingi Akraness. Þeir Unnar og Gunnar urðu efstir og jafnir á mótinu eftir sviptingar í síðustu umferðun- um. Báðir hlutu 7,5 vinninga úr 9 skákum. í lokaumferðinni gerði Unn- ar jafntefli við Leó Jóhannes- son en í næstsíðustu umferð- inni gerði Magnús Magnússon sér lítið fyrir og lagði Gunnar, stóra bróður. - Hann lék af sér og það var ekki hægt annað en að refsa honum, sagði Magnús. Leó varð í 3. sæti á mótinu með 6,5 vinninga, þá Magnús í 4. sæti með 6 vinninga og í 5. sæti varð Björn Lárusson með 5 vinninga. Einvígi þeirra Unnars og Gunnars hefst á morgun. Þeir tefla tvær skákir, þá síðari annan þriðjudag. Verði þeir enn jafnir verður gripið til bráðabana. Brynjar Karl meidduráhné Brynjar Karl Sigurðsson lék ekki með Skagamönnum í síðasta leik liðsins í Úrvals- deildinni gegn Þór á fimmtu- dag. Skagamenn töpuðu, 95:105. Brynjar Karl á við meiðsl í liðþófa í hné að stríða og var ákveðið að hann hefði hægt um sig þar til kemur að auka- leikjunum um sæti í deildinni síðar í þessum mánuði. Lasorik til liðs við Skagamenn? Tékkneski framherjinn Rastislav Lasorik, sem lék með Breiðabliki við góðan orðstír sl. sumar, verður lík- lega annar þeirra tveggja erlendu leikmanna, sem Skagamenn hyggjast reyna á æfingamóti á Kýpur í næstu viku. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Skagablaðið í gær, en neitaði því ekki að hann væri einn þeirra leikmanna, sem félagið hefði augastað á. Meistarar Skagamanna halda út til Kýpur nk. mánu- dag og leika þar gegn norsku liðunum Start og Kongvinger og sænska liðinu Vastra Frö- lunda. Fjórir leikmenn Skaga- manna, sem unnu frækinn sigur á móti með landsliði leikmanna 21 árs og yngri á Kýpur um helgina, dvelja þar áfram uns Akranesliðið kemur á staðinn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.