Skagablaðið


Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 06.03.1995, Blaðsíða 8
Skagablaðið 9. TBL. • 12. ÁRG. «6. MARS 1995 Sementsverksmiðjan hf. réttir úr kútnum: Skilaði hagnaði eftir tvö tapár Sementsverksmiðjan hf. skil- aði 36 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra og sneri þar með þróuninni við eftir tvö mjög erfið rekstrarár. Sem- entssala dróst hins vegar enn saman og hefur ekki verið minni síðan 1969. Og forsvars- menn verksmiðjunnar búast við enn minni sölu á þessu ári. Aðalfundur Sementsverksmiðj- unnar hf. var haldinn á föstu- Kirkjubraut: Flestir vilja einstefnuna Mikill meirihluti atvinnurek- enda og íbúa við Kirkju- braut er fylgjandi því að einstefnu verði komið á við götuna frá Akurgerði að Akratorgi, eins og var í desember og janúar. Þetta er niðurstaða könnun- ar sem Þórdís G. Arthurs- dóttir ferðamálafulltrúi gerði í framhaldi af sam- þykkt bæjarráðs. Þórdís kynnti bæjarráði þessa nið- urstöðu með bréfi í síðustu viku og lét um leið í ljós undrun sína yfir að ferða- málafulltrúa skyldi falið að gera könnun á viðhorfum til breytinga á umferðarskipu- lagi. Þórdís telur slíka vinnu best komna í höndum skipu- lagsnefndar og tæknideildar og ber fram þá ósk að hún verði framvegis spurð álits áður en henni verður form- lega falið að annast verkefni sem ekki tilheyra verksviði hennar. Hryllingsbúðin: Góð aðsókn Aðsókn að sýningu Leiklist- arklúbbs NFFA á Sögu úr hryllingsbúðinni hefur verið mjög góð og eru fyrirhugað- ar þrjár aukasýningar í þess- ari viku, að sögn Þórunnar Örnólfsdóttur, annars af framkvæmdastjórum sýn- ingarinnar. Þórunn segir aðstandend- ur sýningarinnar mjög ánægða með viðtökurnar en eins og lesendur Skaga- blaðsins muna fékk sýning- in frábæra dóma. daginn, sá fyrsti í sögu hlutafé- lagsins, en það tók yfir rekstur verksmiðjunnar 1. janúar í fyrra. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu var gripið til margháttaðra aðhaldsaðgerða hjá fyrirtækinu á árunum 1993 og 1994. Starfsmönnum var fækkað úr 120 í 90, eða um fjórðung. Rekstrarþættir voru endurskipulagðir og skilaði það umtalsverðum sparnaði. Fyrir- tækið fór tvívegis í skuldabréfa- útboð á síðasta ári og notaði andvirðið til að greiða skuldir í erlendri mynt, en það hafði orð- ið fyrir verulegu gengistapi á undanförnum árum. Sem fyrr segir hefur sala á sementi ekki verið minni und- anfarinn aldarfjórðung. Aðeins seldust 83 þúsund tonn af sem- enti í fyrra og nemur samdrátt- urinn þremur af hundraði milli ára. Forsvarsmenn verksmiðj- unnar búast þó við að botninum verði náð í ár og reikna með að salan minnki enn um þrjú til fjögur prósent. Þeir gera hins vegar ráð fyrir að salan fari að aukast á næsta ári. Starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar hefur fcekkað óðfluga á undanförnum árum og sala sements hefur dregist verulega saman. Fyrirtœkið skilaði þó hagnaði ífyrra. Loðnuvertíðin: Bjarni Ólafsson kominn með átta þúsund tonn Loðnuskipið Bjarni Olafsson hafði veitt um átta þúsund tonn af loðnu fyrir helgina og að sögn Runólfs Hallfreðsson- ar útgerðarmanns hefur hluti aflans farið í frystingu. Runólfur lét vel af veiðunum það sem af er en skipið hefur landað í höfnum á Austfjörðum og því þurft að eyða talsverðum tíma í keyrslu. Þegar Skagablaðið ræddi við Runólf á föstudaginn var Bjami Ólafsson á leið á miðin eftir að hafa landað á Seyðisfirði. Hluti aflans hefur verið frystur um borð í togurunum Arnari og Örvari frá Skagaströnd. Verð fyrir tonnið í bræðslu hefur ver- ið á bilinu 4.000 til 4.400 krónur en 25-30 krónur hafa fengist fyrir hvert kíló í frystingu, háð stærð loðnunnar. Gísli Runólfsson er skipstjóri á Bjarna Ólafssyni og með hon- um um borð eru 14 menn. Þeir komu síðast í heimahöfn í lok janúar. - Þetta hefur gengið vel og ég er bjartsýnn á að loðnuvertíðin endist út mars. Þá fer skipið á rækjuveiðar nema við getum farið á síld, segir Runólfur við Skagablaðið. Stefnt að lausn á hitaveituvanda fyrir kosningar: Fundað með fjármálaráðherra Fyrirhugað er að eigendur Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar eigi fund með fjármála- ráðherra á næstu dögum til að ræða vanda veitunnar. Stefnt er að því að knýja fram lækkun á skuldum veitunnar og lækkun á gjaldskrá fyrir kosn- ingar. Rætt hefur verið um að ríkið yfirtaki nær hálfan milljarð af skuldum veitunnar gegn því að eigendur hennar stuðli að hag- ræðingu í rekstri orkufyrirtækja. Með því er talið að ná megi 20 prósent lækkun á gjaldskránni strax eða mjög fljótlega. Skagamarkaður: Minna magn ■ hærra verð Meðalverð fyrir afla á Skagamarkaði fyrstu tvo mánuði ársins var mun hærra en á sama tíma í fyrra. Minna magn seldist í janúar og febrúar en í sömu mánuðum fyrir ári en verð- mæti aflans var mun meira. Meðalverð alls afla á mark- aðnum í janúar og febrúar var 92,80 krónur en 80,20 krónur í fyrra. Alls seldust 625,88 tonn á fyrstu tveimur mánuðum ársins fyrir sam- tals 29,67 milljónir króna. Dagana 24. febrúar til 2. mars seldust 141,5 tonn á markaðnum fyrir 11,5 millj- ónir króna. Meðalverð fyrir hvert kíló var því 81,46 krónur. Ufsi vóg þar þyngst, af honum seldust 48,7 tonn fyr- ir 71,46 krónur á kíló. 41,3 tonn seldust af ýsu fyrir nær 3,8 milljónir eða 91,66 krón- ur á kíló að meðaltali. Rúm 40 tonn voru boðin upp af þorski og seld á alls 3,67 milljónir. Meðalverð fyrir hvert kfló af þorski var 91,49 krónur. Höfnin: Togararnir lönduðu allir ísfisktogararnir þrír lönduðu allir í Akraneshöfn dagana 23. febrúartil 1. mars, alls rúmlega 400 tonnum. Ná- lega helmingur aflans var karfi en 96 tonn af þorski, 70 tonn af ýsu og 57,4 tonn af ufsa voru einnig í afla togaranna. Haraldur Böðvarsson land- aði 136 tonnum, Höfðavík rúmlega 116 tonnum og Sturlaugur H. Böðvarsson um 150tonnum. Samkvæmt upplýsingum hafnarvogarinnar komu 3.600 tonn af loðnu á land á áðurnefndu tímabili. Höfr- ungur landaði þá þrisvar sinnum, alls nær 1.500 tonn- um, en Víkingur kom tvisvar og landaði nær 2.200 tonn- um. Tuttugu línubátar náðu alls að róa 40 sinnum og komu með tæplega 56 tonn að landi. Ebbi var þar lang- drýgstur. Hann landaði 10,2 tonnum eftir tvo róðra. Hrólfur kom með 7,2 tonn úr þremur róðrum og Keilir með 6,3 tonn úr þremur veiðiferðum.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.