Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 1
Vill feg- urri miðbæ Rafn Guðlaugsson, versl- unarmaður í Roxy, vill að bæjaryfirvöld leggi á- herslu á að fegra miðbæ- inn Hann er í brennidepli í vikunnar. Sjá bls. 7 Bókaútgáfa er mér hjartans mál Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, fagnar um þessar mundir 35 ára afmæli fyrir- tækis síns, Hörpuútgáfunnar. Hann seg- ist ekki aðeins líta á bókaútgáfu sem hver önnur viðskipti, hún sé honum í senn huqsjón oq hjartans mál. Sjá bls. 4-5 Aðalfundur Krossvíkur haldinn fyrir helgina: Tap af rekstri tæp 21 milljón Tap af rekstri Krossvíkur á síð- asta ári nam 20,8 milljónum króna. Þetta kom fram á aðal- fundi fyrirtækisins á fimmtu- dag. Stærstan hluta tapsins má rekja til greiddrar húsaleigu til þrotabús Hafarnarins og kostnaðar við skuldbreytingu lána, alls 17 millj. króna. Hafa ber í huga að þetta fyrsta rekstrarár var ekki nema hálfur tíundi mánuður. - Eg er aldrei sáttur við taprekst- ur en daglegur rekstur utan ó- reglulegra kostnaðarliða hefur gengið betur en menn þorðu að vona. Þótt tap hafi orðið á þessu fyrsta starfsári er margt sem horfir til betri vegar. Margt má auðvitað bæta. Bara það eitt að Framboðslisti Þjóðvaka: Runólfurí efsta sæti Rúnólfur Ágústsson, lög- fræðingur í Borgarhreppi, leiðir lista Þjóðvaka á Vest- urlandi fyrir alþingiskosn- ingarnar 8. apríl nk. Listinn var ákveðinn á föstudag og er þannig: 1. Runólfur Ágústsson, Borgarhreppi. 2. Margrét Ingimundard. Snæfellsbæ. 3. Sveinn Hálfdánarson, Borgarbyggð. 4. Margrét Jónsdóttir, Snæfellsbæ. 5. Sigrún Clausen, Akranesi. 6. Eva Eðvarðsdóttir, Borgarbyggð. 7. Páley Geirdal, Akranesi. 8. Ingjbjörg Björnsdóttir, Leirár- og Melasveit. 9. Þorbjörg Gísladóttir, Snæfellsbæ. 10. Gunnar Aðalsteinsson, Borgarbyggð. ná upp fullum afköstum í fyrir- tækinu á ný eftir rekstrarstöðv- unina er meira en að segja það, sagði Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Krossvíkur, í samtali við Skagablaðið. - Ef við horfum á síðasta starfsár Hafarnarins, þar sem tapið af rekstrinum nam 136 millj. króna, erum við að tala um afkomubata upp á 115 millj. króna á milli ára og það út af fyrir sig hlýtur að vera jákvæð Skagaleikflokkurinn frumsýndi á föstudag leikritið Óvitana eft- ir Guðrúnu Helgadóttur í leik- stjórn Ingu Bjarnason. Þriðja sýning er í kvöld. þróun þótt samanburður sé ef til vill ekki fullkomlega raunhæf- ur, sagði Svanur. Rekstraráætlun fyrir yfir- standandi ár gerir ráð fyrir um 15 millj. króna halla. Áð sögn Svans fer árið þó talsvert betur af stað en gert var ráð fyrir. Þannig hefur afli á útaldsdag aukist um 50% frá því í fyrra, úr 8 tonnum á dag í 12. Alls starfa 115 manns hjá Krossvík á landi og á sjó, ýmist Uppsetnig Óvitanna er að því leytinu til frábrugðin mörgum fyrri verkefnum Skagaleik- flokksins að sýningin er borin uppi af um 40 börnum og ung- í fullu eða hálfu starfi. Fyrirtæk- ið vann á síðasta ári úr 3300 tonum af fiski. Þar af landaði Höfðavík 2560 tonnum. Á aðalfundinum á fimmtudag var stjórnarmönnum fjölgað úr þremur í fímm. Nýir í stjóm eru Þorgeir Jósefsson og Sigtryggur Bragason en fyrir í stjórninni voru þeir Ingvar Ingvarsson, Guðbjartur Hannesson og Gísli Gíslason. lingum, sem mörg eru að stíga sín fyrstu spor á leiksviði. - Sjá viðtal við Ingu Bjarnason, leikstjóra, á bls. 6. Bæjarráð: Styrkiruppá 1,3 millj. króna Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag styrk- veitingar til ýmissa félaga- samtaka, alls liðlega 1,3 milljónir króna. Skagaleikflokkunum var út- hlutað 500 þús. krónum, þar af 300 þúsundum vegna húsaleigustyrks. Hjálparsveit skáta fékk 320 þúsund króna styrk, þar af 20 þúsund vegna fasteignagjalda. Áhugahópur um sjávar- dýrasafn fékk 250 þúsund krónur, Tónlistarfélag Akra- ness 100 þúsund, Hesta- mannafélagið Dreyri 82 þús- und og AA-samtökin 60 þúsund vegna húsaleigu. Nokkrum erindum um styrk var hafnað á fundinum. Svæðisskipu- lagið á prent Svæðisskipulag sveitarfé- laganna sunnan Skarðs- heiðar 1992-2012 er komið út á prenti. Um er að ræða 80 síðna rit í stóru broti. Vinna við svæðisskipulagið hefur staðið undanfarin fimm ár. Hún hefur að mestu hvílt á herðum Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts, en henni til aðstoðar hafa verið Magnús H. Ólafsson, arki- tekt og VT-teiknistofan hf. hér á Akranesi. Eins og nærri má geta er hér um yfirgripsmikið rit að ræða sem tekur ekki aðeins til náttúrunnar og auðlinda hennar heldur einnig til fé- lagslegra þátta, atvinnumála og^ fleira. I formála Hermanns Guð- jónssonar, formanns Sam- vinnunefndar um skipulagið, segirm.a.: „...Þá vænti ég þess að hér sé lagður grunn- ur að öflugra samstarfi sveit- arfélaganna fimm en verið hefur...“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.