Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 2
Skagablaðið 2 13. mars 1995 Viðhorf Betri afkoma Nú að aflokinni gerð kjarasamninga hafa fjölmiðlar verið uppfullir af fréttum um góða afkomu fyrirtækja í ýmsum greinum atvinnulífsins. Stór og smá fyrir- tæki hafa verið að halda aðalfundi og birta árs- skýrslur sínar og niðurstöður hafa í mjög mörgum tilvikum verið afar ánægjulegar. Þannig sagði Skagablaðið frá því fyrir viku að hagnaður hefði orðið af rekstri tveggja stórfyrirtækja á Akranesi í fyrra; Haraldar Böðvarssonar hf. og Sementsverksmiðjunnar hf., en bæði fyrirtækin voru rekin með tapi árið 1993. Sjávarútvegsrisinn Haraldur Böðvarsson hf. er gríðarlega mikilvægur þáttur í atvinnulífi bæj- arins. Fyrirtækið kaupir að jafnaði vinnu um 300 karla og kvenna til lands og sjávar auk þess sem þjónusta við fyrirtækið ræður miklu um afkomu fjölda annarra. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni þegar stjórnendur fyrirtækis- ins geta kynnt þá niðurstöðu af uppgjöri síð- asta árs að 103 milljóna króna hagnaður hafi orðið af rekstrinum, skuldir hafi lækkað, hlutafé aukist og eiginfjárhlutfall hækkað. Fyrirtækið hefur auk þess bætt afkomuhorfur sínar með kaupum og uppsetningu á nýrri og fullkominni vinnslulínu í frystihúsinu og auknum afköstum fiskimjölsverk- smiðjunnar. Hagnaður Sementsverksmiðjunnar hefur að sönnu kostað miklar fórnir. Starfsmönnum fyrirtæk- isins hefur fækkað óðfluga á undanförnum árum. Starfsmennirnir voru um 120 talsins fyrir fáum árum en eru nú aðeins 90. Sementssala er í sögulegu lág- marki um þessar mundir og stjórnendur fyrirtækis- ins búast enn við samdrætti á þessu ári. Vonir þeirra standa þó til þess að úr rætist á næstu árum. Vonandi eru fréttir af þessu tagi vísbending um að þeir sem selja vinnu sína eigi bjartari tíð í vændum. Launafólk hefur tekið á sig miklar fórnir á undan- förnum árum. Það hefur sætt sig við rýrnun kaup- máttar og aukna skattbyrði og þannig stuðlað að bættri afkomu fyrirtækjanna. Greiðsluerfiðleikar heimilanna, til að mynda nýlegar fréttir af miklum vanskilum húsnæðisskulda, eru til marks um hve þröngt er í búi hjá mörgum eftir undangengið skerð- ingartímabil. Margir töldu í upphafi þessa árs að nú væri komið að því að launafólk fengi nokkra umbun fyrir fórnfýsi sína en niðurstöður kjarasamninga standa í fæstum tilvikum undir þessum væntingum, valda raunar verulegum vonbrigðum. Lægstu laun eru enn skammarlega lág og engum manni bjóðandi fyrir fullan vinnudag. Fréttir undanfarinna vikna af stórbættri afkomu fyrirtækjanna hljóta að vekja von um að launafólk þurfi ekki að sætta sig við svo tak- markaðar kjarabætur í næstu umferð. - Garðar Guðjónsson «0 Æ, JPI ! < sj Ö> <0^ s 1 • c o> • Ritstjóri: Garðar Guðjónsson Útgefandi og ábm.: Sigurður Sverrisson. Prentun: Prentverk Akraness hf. Dreifing: Karl Örn Karlsson, sími 12707. Verð: Lausasala 220 kr., áskrift greidd með greiðslukorti 170 kr., annars 200 kr. Ritstjórn: Skólabraut 21,2. hæð. Opin alla virka daga kl. 10.00-17.00. Símar 14222 og 12261. Fax: 14122. Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes. Launamál kvenna, láglauna- samningar og starfsmat Ikjölfarið á útkomu skýrslu Jafnréttisráðs hafa undan- farna daga farið fram miklar umræður um launamál kvenna. í skýrslunni kemur nefnilega fram, að okkur hafi frekar mið- að afturábak en áfram í því að jafna launakjör kvenna og karla. I þessari umræðu hefur líka töluvert verið talað um að starfsmat gæti verið leið til að rétta hlut kvenna í launamálum. Það er mín skoðun að ástæða sé til að benda á tilraun Akranes- bæjar til að koma til móts við kröfur um hækkun lægstu launa á árinu 1987 og starfsmat sem fór fram í framhaldi af því. í aðdraganda bæjarstjórnar- kosninganna 1986 var mikið rætt um hækkun lægstu launa og að kosningum loknum var stofnað til meirihlutasamstarfs Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. I málefnasam- komulagi flokkanna var samið um launastefnu sem fólst í því að veruleg hækkun yrði gerð á lægstu launum. Kjarabætur Undirrituðum var falið að vera formaður samninganefndar bæjarins og framfylgja ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins, Steinunni Sigurðardóttur, og bæjarstjóra þessari stefnumörk- un meirihlutans. Það er skemmst frá því að segja, að á árinu 1987 var gerður kjara- samningur sem lyfti verulega launum fólks í öllum lægstu launaflokkunum. Þessi samn- ingur stendur enn að mestu óbreyttur gagnvart lægstu laun- um. Samkvæmt honum eru lág- markslaun þeirra sem ráðnir eru til starfa hjá Akranesbæ 59.127 kr. Ástæða er til að vekja athygli á að þegar þetta er skrifað hefur ekki enn verið samið við STAK og launataflan hefur ekki breyst frá 1992. Nákvæmlega samskonar samningur var gerður við Verkalýðsfélag Akraness um kaup og kjör. Það var líka afar mikilvægt atriði því þar með lauk margra ára óréttlæti sem fólst í verulegri mismunun á launum og kjörum á milli þeirra sem ráðnir voru á samn- ingum STAK og hinna sem voru á samningum verkalýðsfé- lagsins við Akranesbæ. Ákvæðin um lágmarkslaun í þessum samningum hafa aðal- lega áhrif á neðstu launaflokk- ana og koma fyrst og fremst konum til góða. Það sést vel á því að í 6 neðstu launaflokkum STAK - samningsins eru 36 starfsheiti og af þeim eru konur í ca. 30. Þessi láglaunaákvæði hafa verulega þýðingu, sem sést best á því að væru þau ekki til staðar hefði starfsmaður nýráðinn í launaflokki 231 kr. 48.956 í laun en hefur sam- kvæmt láglaunaákvæðinu kr. 59.127. Mismunurinn er kr. 10.171. Þessi samningur var tíma- mótasamningur hvað varðaði lægstu laun en í raun var lág- launaákvæðið, sem hér er sér- staklega gert að umtalsefni, hugsað sem fyrra skref vegna þess að auðvitað var hugmynd- in alltaf sú að launaflokkunum yrði breytt þannig að bilin yrðu jöfnuð í launatöflunni. Sú að- gerð er enn eftir. Starfsmat I samningnum frá 1987 var samkomulag um að fram færi starfsmat sem tæki gildi á árinu 1988 og skyldi gefa að lág- marki 2,5% heildarhækkun launa. Samningur var gerður milli aðila um starfsmatið og þær leikreglur sem ættu að gilda um það. Taka skyldi tillit til þekk- ingar, reynslu, frumkvæðis, tengsla, aðgæslu vegna verð- mæta, trúnaðarmála eða örygg- is annara, áreynslu, óþæginda, slysahættu og sjúkdóma. Flvert einasta starfsheiti var metið til stigagjafar eftir þessum fyrir- fram ákveðnu leikreglum. Niðurstaðan af þessu starfs- mati olli miklum óróa á meðal starfsmanna Akranesbæjar. Mörgum fannst þeirra hlutur fyrir borð borinn. Mestu von- brigðin hafa þó áreiðanlega verið í röðum kvenna vegna þess að starfsheiti sem konur eru aðallega í hækkuðu mun minna en þau starfsheiti sem karlar eru aðallega í. í ekki mjög nákvæmri en marktækri athugun sem ég hef gert á breytingunum kom í ljós að starfsheiti sem konur eru í fengu að meðaltali rúmlega eins launaflokks hækkun en starfsheiti karla fengu þriggja launaflokka hækkun. Starfsmat sem hefur þessi áhrif bætir auðvitað ekki stöðu kvenna í kjaramálum og við þurfum þess vegna að skoða málin upp á nýtt. Ekki dugir að heimta starfsmat sem lið í því að rétta hlut kvenna ef niður- stöður yrðu svipaðar og urðu hér á Skaga. Það er samt ekki ástæða til að afskrifa þessa aðferð til að raða störfum á sanngjarnan hátt. Allt mat af þessu tagi er huglægt og víða óljósar skil- greiningar. Það er nauðsynlegt að leggja mikla vinnu í að skoða og ræða forsendur starfs- mats og gera síðan athuga- semdir og tilraunir á því hvem- ig það kemur út sem tæki til að koma á meira réttlæti í launa- málum. Ég tel ástæðu til að vekja at- hygli á þessum niðurstöðum núna vegna þess að ég hef orð- ið var við það að ýmsir aðilar sem hafa verið að ræða þessi mál hafa verið að benda á að starfsmat geti verið vænleg leið og hafa máske vakið með því vonir sem ekki rætast nema út- koman verði verulega mikið öðruvísi en við fengum að sjá hér á Akranesi. Launastefna Það er mín skoðun að sú leið sem við völdum á sínum tíma til að breyta stöðu launamála konum og láglaunafólki í hag hafi verið rétt og hún skilaði verulegum árangri. Við starfs- matið sem síðan fór fram verð ég að setja spurningamerki. Var rétt gefið? Ég álít að við eigum að berj- ast fyrir nýrri launastefnu hins opinbera þar sem markmiðin um hækkun lægstu launa og launajafnrétti eru í heiðri höfð. Slík launastefna þarf að vera hluti af málefnasamningi ríkis- stjórnar. Ef ríkisvaldið gerði samninga við opinbera starfs- menn með svipuðum hætti og við gerðum hér á Akranesi 1987 yrðu slíkir samningar for- dæmi á almennum launamark- aði og myndu örugglega hafa það í för með sér að verkalýðs- hreyfingin næði fram svipuðum kröfum. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að gera slíka samn- inga. Jóhann Arsœlsson er þing- maður Alþýðubandalagsins á Vesturlandi. Mín skoðun Il| ^sr fmld Jóhann Ársælsson „Ekki dugir að heimta starfsmat sem lið í því að rétta hlut kvenna ef niðurstöður yrðu svipaðar hér á Skaga.“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.