Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 3
Skagablaðið Fréttir 13. mars 1995 3 Skráði sig í 10 stunda dagskóla á viku og missti helming atvinnuleysisbóta: Finnst þetta ósanngirni Ólöglegar bifreiðastöður: Langlundar- geðið þ rotið Lögreglan hefur í vikunni sektað marga bifreiðaeig- endur, sem lagt hafa bifreið- um sínum ólöglega um lengri eða skemmri tíma. í mörgum tilvikum er um að ræða lagningu bifreiða gegnt akstursstefnu. - Við höfum sýnt bifreiða- eigendum of mikið lang- lundargeð og ákváðum þvf að skera upp herör gegn þessum ósið, sagði Svanur Geirdal, yfirlögregluþjónn. - Reynslan sýnir, að sektir eru eina virka aðferðin til að stemma stigu við svona brot- um. Dreginn burtu afslysstað Draga varð bifreið burtu með kranabifreið eftir að ökumaður missti stjórn á henni á Skagabrautinni í há- deginu á fimmtudag. Bif- reiðin hafnaði á grindverki og var óökufær á eftir. Nokkrar skemmdir urðu einnig á grindverkinu en engin meiðsl á fólki. Unglingur ját- arrúðubrot Fimmtán ára unglingur hefur játað að hafa brotið rúður í tveimur verslunum í mið- bænum aðfaranótt miðviku- dags. Um var að ræða rúður í verslununum Akrablómi við Kirkjubraut og Ósk við Suðurgötu. Pilturinn gaf enga skýringu á athæfi sínu. Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafði samband við Skagablaðið og sagði túlkun blaðsins á bókun „Mennt er máttur“ segir gam- alt orðtæki. En það getur verið dýrt að ganga menntaveginn. Þetta hefur ung kona, sem hefur verið atvinnulaus um skeið, fengið að reyna. Við það eitt að skrá sig í þrjú fög á vor- önn í Fjölbrautaskóla Vestur- lands, alls 10 kennslustundirá viku, missti hún helming at- vinnuleysisbóta sinna. Málavextir eru þeir að konan hugðist auka möguleika sína á vinnumarkanum með því að sækja nám nokkra tíma í viku, m.a. í ritvinnslu og bókfærslu. Er hún hugðist skrá sig í öld- ungadeild FVA í ársbyrjun var henni tjáð að deildin yrði ekki starfrækt á vorönn vegna dræmrar þátttöku. Hún ákvað því að skrá sig í dagskóla. Það reyndist henni dýrkeypt. sjálfstæðismanna í bæjarráði ekki rétta í frétt sem birtist í síðustu viku. - Það er ekki rétt, eins og greina Konan var svipt hálfum at- vinnuleysisbótum á þeirri for- sendu að hún gæti ekki tekið nema hálfsdagsvinnu á meðan hún væri í skóla fyrir hádegi. - Mér finnst þetta ekki bein- línis uppörvandi, sagði konan, sem kýs að halda nafni sínu leyndu, í samtali við Skagablað- ið. - Það er alltaf verið að hvetja fólk til að mennta sig en síðan eru verðlaunin þessi. Mér finnst þetta sérstaklega ósanngjarnt, þar sem ég á þess ekki kost að sækja kvöldskóla. Ég átti ein- göngu kost á dagskóla vildi ég auka við þekkingu mína. Það breytti engu þótt ég tjáði starfs- fólki atvinnuleysisskráningar, að ég stundaði námið aðeins á meðan ég hefði ekki vinnu. Ég myndi leggja það á hilluna um leið og mér byðist starf. má af fréttinni, að húsnæðis- nefnd sé stóri sökudólgurinn í málinu, heldur yfirstjórn bæjar- ins. I bókuninni er hvergi hægt Viðmælandi blaðsins tók sér- staklega fram, að viðbrögð Verslunarmannafélags Akraness hefðu verið jákvæðari og það hefði fallist á að greiða henni helming útgjalda vegna skóla- gjalda og bókakaupa. - Mér finnst dálítið sérstakt að á sama tíma og stéttarfélag viðurkennir viðleitni mína til náms með þessum hætti skuli mér vera refsað með skerðingu atvinnu- leysisbóta. Elín Kjartansdóttir hjá vinnu- miðluninni sagði í samtali við Skagablaðið, að úthlutunar- nefnd atvinnuleysisbóta hefði litið svo á að með því að sækja skóla hluta dags væri viðkom- andi um leið ógjaldgengur á vinnumarkaði sem skólatíma næmi, hvort heldur væri um að ræða hálfan eða heilan dag. að lesa úr neina gagnrýni á nefndina sjálfa, sagði Pétur. Orðrétt hljóðaði bókunin þannig: „Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins harma hve mjög hefur dregist að koma málefn- um húsnæðinefndar í þann far- veg sem æskilegur getur talist. I svo viðamiklum málaflokki telst það ábyrgðarhlutur að ít- rekað séu ársreikningar ekki unnir og lagðir fram, með þeim augljósu afleiðingum að heild- arsýn yfir stöðu mála verður mjög svo þokukennd. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja sér ekki fært að greiða svo ófaglegum vinnubrögðum at- kvæði sitt og munu því sitja hjá við atkvæðagreiðslu." - Þetta tiltekna mál fór fyrir úthlutunarnefnd og hún leit á þetta sem hverja aðra skóla- göngu. Um það gilda ákveðnar reglur. Viðkomandi hefur rétt til að kæra úrskurð nefndarinnar en í ljósi fyrri ákvarðana hennar á ég tæplega von á að kæra myndi breyta neinu. Það er þó ekki mitt að dæma um hver nið- urstaðan yrði. Elín tók jafnframt fram, að fólk á atvinnuleysisbótum hefði rétt til að sækja allt að 8 vikna námskeið án þess að bætur skertust. Fyrirhugað hefði verið að efna til námskeiðs nú í mars en kennaraverkfall hefði riðlað þeim áformum. Fjölbrautaskólinn: Skólanefndin lýsir áhyggjum Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi samþykkti á fundi sínum 8. mars 1995 eftirfarandi: „Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því ástandi sem skapast hefur vegna verkfalls kennara og þeim ófyrirsjáanlegu afleið- ingum sem það kann að hafa á skólastarf vorannar. Skorar skólanefndin á aðila málsins að leggjast á eitt með að finna lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Ályktun kennara: Ríkið bæti kjörin strax Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fjölmennum baráttufundi kennara á Vesturlandi með Eiríki Jóns- syni, formanni KÍ, hér á Akranesi á fimmtudag: „Fundur kennara á Vestur- landi haldinn á Akranesi 9. mars 1995 skorart á ríkis- valdið að ganga tafarlaust við samninga við kennara. Nú er kominn tími til að ríkisvaldið standi við fögru orðin sem látin hafa verið falla og bæti kjör kennara strax. Tillögur SNR fela í sér meiri vinnuskyldu á ári en aðrir ríkisstarfsmenn þurftu að uppfylla og þá vinnu á að greiða skv. dagvinnutaxta. Slíkt sætta kennarar sig vita- skuld ekki við. Kennarar á Vesturlandi vilja samninga strax.“ Marair hafna gylliboðum Mörg fyrirtæki á Akranesi, þar á meðal Skagablaðið, hafa látið gylliboð frá óþekktum aðilum í Nígeríu og Ghana sem vind um eyru þjóta á undanförnum vikum þótt gef- in séu fyrirheit um allt að 700 milljóna króna ávinning fyrir afnot af bankareikningi við- komandi fyrirtækis. Skagablaðinu barst í vikunni frá aðila í Nígeríu, sem titlaði sig sem fulltrúa í umboði Nígeríustjórnar. I bréfinu er óskað eftir heimild til að fá að leggja inn á reikning blaðsins 35 milljónir Bandaríkjadala eða sem svarar til tæplega 2,3 milljarða íslenskra króna. I umbun voru blaðinu boðnar tæplega 700 milljónir króna. Astæða er til að vara granda- lausa við bréfum af þessu tagi, þar sem sýnt hefur verið fram á, m.a. í fréttaþættinum „60 Minutes" á Stöð 2, að hér eru óprúttnir, umboðslausir fjár- glæframenn á ferð með óhreint mjöl í pokahorninu. Framkvœmdum við nýja bensínstöð og söluskála Skeljungs við Skagabraut miðar samkvœmt áætlun. Gert er ráðfyrir að verkinu Ijúki í maí. Trésmiðjan Akur annast verkið og þeir Heiðar Sveinsson, Gísli Sigurðsson og Sævar Guðjónsson voru að störfum á staðnum er myndin var tekin.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.