Skagablaðið - 13.03.1995, Side 5

Skagablaðið - 13.03.1995, Side 5
Ég hef ekki litið á bókaútgáfu sem hver önnur viðskipti. Hún er mér líka hugsjón og hjartans mál. Ég hef haft geysilega mikla ánægju af þessu og þó hefur þetta aldrei verið eins spenn- andi og nú. Hver dagur er skemmtilegur og ber með sér eitthvað nýtt en vandinn er kannski sá að tíminn líður alltof hratt. Maður á svo margt ógert. Ég lít svo á að ég hafi notið for- réttinda með því að starfa við bókagerð og bókaútgáfu. Þetta eru viðhorf Braga Þórðar- sonar til starfsins síns eftir ára- tuga starf að bókaútgáfu, undan- farin 35 ár undir merkjum Hörpu- útgáfunnar. Hann hefur lifað og hrærst með bókum nær alla tíð, segist hafa fengið bókmennta- áhugann með móðurmjólkinni, gerðist prentari á unga aldri og starfaði við iðn sína um áratugi en mörg undanfarin ár hefur bókaútgáfa átt hug hans allan og orku. - Ég er náttúrlega að þessu fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Bókaútgáfan og allt sem henni tengist veitir mér mikla gleði og ég hef komist í kynni við margt skemmtilegt fólk og áhugavert í tengslum við hana, segir Bragi við Skagablaðið. Á hátindi Fátt hefur verið um góðar fréttir af bókaútgáfu á undanförnum Bragi og Elín Elín Þorvaldsdóttir, eiginkona, Braga, hefur starfað með hon- um að útgáfumálunum frá upphafi. Bragi segir að fyrir- tækið byggist á samstarfi fjöl- skyldunnar, því auk Elínar hafa börn þeirra, Bryndís og Þorvaldur, lagt hönd á plóginn við bókhald og annað sem tengist starfseminni. Bragi og Elín eru hér í húsnæði útgáf- unnar við Síðumúla 29 í Reykjavík. Myndin var tekin á 30 afmæli útgáfunnar í októ- ber 1990. segir Bragi Þórðarson bókaútgefandi á 35 ára afmæli Hörpuútgáfunnar árum. Framleiðsla og sala bóka hefur dregist saman og stór for- lög hafa orðið að leggja upp laupana. Engan uppgjafartón er hins vegar að heyra á forleggjar- anum á Akranesi. Þvert á móti; segja má að hann standi nú á há- tindi ferils síns eftir að einni bóka hans voru veitt Islensku bók- menntaverðlaunin. Þegar Silju Aðalsteinsdóttur voru veitt Is- lensku bókmenntaverðlaunin fyr- ir ævisögu Guðmundar Böðvars- sonar urðu tvenn nýmæli. Verð- launin voru veitt fyrir ævisögu fyrsta sinni og bók frá forlagi utan höfuðborgarsvæðisins hafði ekki áður fengið þessi mikils metnu verðlaun. Önnur ævisaga frá Hörpuútgáfunni, Saga Hall- dóru Briem eftir Steinunni Jó- hannesdóttur, var tilnefnd til verðlaunanna. - Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli hefur áður valdið straumhvörfum í sögu útgáfunn- ar, því mér veittist sú ánægja að geta starfað með skáldinu síðustu árin sem það lifði. Það er auðvit- að enginn vafi á að bókmennta- verðlaunin hafa mikið gildi fyrir Hörpuútgáfuna. Þau hafa vakið athygli á henni, ekki síst hér á Akranesi, segir Bragi. Bókafólk Hann hefur alið allan sinn aldur á Akranesi og segist hvergi annars staðar vilja vera. Fæddist í júní 1933, næstyngstur fjögurra barna þeirra Þórðar Asmundssonar verkamanns og Sigríðar Halls- dóttur húsmóður. - Ég tel mig hafa fengið bók- menntaáhugann frá móður minni. Hún var ljóðaunnandi, lærði vís- ur og ljóð fyrirhafnarlaust og hafði á hraðbergi. Þessi áhugi hennar lýsir sér kannski best í því að þegar henni áskotnuðust fyrst peningar í eigin nafni, fyrstu elli- launin, keypti hún bækur. Faðir minn gekk í störf á sjó og landi og við vorum auk þess með dálít- inn búskap svo ég kynntist störf- um til sjávar og sveita í æsku minni. Maður var á kafi í þessu alla daga eins og aðrir, lærði jöfn- um höndum að beita línu og heyja. Fyrsta launaða starfið mitt var hins vegar blaðasala. Ég seldi Moggann í rútunum sem tóku farþega af Laxfossi og mér fannst lyktin af pappírnum og prent- svertunni góð. Mér hefur alltaf síðan fundist hún góð þessi lykt. A námsárunum starfaði ég sem þjónn í Báruhúsinu og á Hótel Akranes um helgar og fékk þar skemmtilega lífsreynslu, rifjar Bragi upp. Hann segist eiga góðar minn- ingar frá uppvexti sínum á Akra- nesi á kreppu- og stríðsárum. Hann þótti ekki liðtækur bolta- sparkari en gekk skátahreyfing- unni á hönd um tíu ára aldurinn og hefur æ síðan verið henni trúr. Lífið á Akranesi var saltfiskur en bækumar tóku völdin í lífi Braga Þórðarsonar. - Ég varð strax mikill bóka- ormur, las reyfara og góðbók- menntir, Basil fursta og Manninn með stálhnefana jafnt sem Ibsen og Hamsun. Það var ekki mikið til af bókum heima en bækur gengu manna á milli og svo fór ég á bókasafnið, sem þá var uppi á lofti gamla bamaskólans við Vesturgötu. Þar fann ég fyrstu bókina sem ég gaf út og hún átti jafnframt þátt í því að ég varð bólusettur skáti fyrir lífstíð, segir hann. Göfugt starf Bókin heitir Ég lofa og fjallar um skátaflokk á upphafsámm skáta- hreyfingarinnar í Danmörku. Þegar þarna var komið sögu hafði Bragi lært prentiðn í Prentverki Akraness og hjá Hafsteini Guð- mundssyni í Prentsmiðjunni Hól- ar í Reykjavík. Hann minnist Hafsteins með hlýju, segir hann hafa verið lærlingum harður hús- bóndi og kröfuharður en telur hann hafa verið mestan prent- listamann á landinu. - Ég hef nú ekki sagt frá því áður en í raun hafði ég hugsað mér að verða prestur. En til þess skorti mig kjark og ég varð prent- ari, meðal annars fyrir hvatningu Ragnars Jóhannessonar skóla- stjóra, og hef aldrei iðrast þess. Ég lít aldrei til baka með eftirsjá. Maður getur engu breytt um for- tíðina og verður því að einbeita Skaaa laöið sér að því sem óorðið er. Mér fannst starf prentarans gefandi og skemmtilegt. Ég fékk útrás fyrir sköpunargleðina í þessu starfi því á þessum tíma var setjarinn nán- ast einráður um útlitshönnun og uppsetningu. Við fengum í hend- ur ófullkomin handrit og svo var það okkar að ákveða framhaldið, segir Bragi. Hann keypti hlut í Prentverki Akraness árið 1964, gerðist þá prentsmiðjustjóri og undir hans stjóm jukust umsvifin svo um munaði. Árið 1970 flutti prent- smiðjan í nýtt húsnæði sem hann- að var sérstaklega með þessa starfsemi í huga og fékk Bragi sinn gamla lærimeistara, Hafstein í Hólum, í lið með sér við hönnun húsnæðisins. Þegar Bragi sagði skilið við Prentverk Akraness árið 1982 var fyrirtækið skuld- laust, umsvifin voru mikil og starfsfólkið margt. - Vinnan við þetta var einfald- lega orðin of mikil og það var svo miklu skemmtilegra að skrifa og gefa út. Það er ekkert skemmti- Skagablaðið legra til og fáar stundir stærri en þegar maður handfjatlar nýprent- aða bók sem vel hefur tekist til með. Þegar ég gekk út úr prentsmiðj- unni fann ég aðeins fyrir miklum feginleik og fann að ég hefði átt að vera hættur miklu fyrr. En prentiðnin er göfugt starf og ég gekkst upp í því. Ritstörfin Auk þess að gefa út hundruð bóka eftir aðra hefur Bragi verið drjúgur við ritstörf í gegnum tíðina. Hann safnaði í og skráði átta bindi af Borg- firskri blöndu og bókaflokkinn Lífsreynsla en hefur auk þess skráð og flutt í útvarpi þætti af Borgfirðingum. Þessa þætti nefndi Bragi Blandað geði við Borgfirðinga. Fall er fararheill Síðan hefur hann unnið við bóka- útgáfu eingöngu með góðum ár- angri. Fyrstu skrefin í bókaútgáfu lofuðu þó ekki góðu. Skátasagan Ég lofa seldist ekki eins og Bragi hugði og hann tapaði á öllu sam- an. Áhættan var þó ekki stór því Bragi vann bókina sjálfur og kostaði litlu til. Tók þó sinn fyrsta víxil fyrir pappírnum. - Ég ákvað að gefast ekki upp og gaf enn út þrjár bækur með tapi, bók fyrir knattspyrnuáhuga- menn og tvær ódýrar barnabæk- ur. Það var ekki fyrr en mér datt í hug að gefa út ástarsögu að málin þróuðust mér í hag. Bókin heitir Ást flugfreyjunnar, ég þýddi hana sjálfur úr dönsku, vann hana að öllu leyti sjálfur eins og fyrri bækur og prentaði í 1500 eintök- um, dreifði henni í sjoppur og bókabúðir í Reykjavík og hún seldist upp. Þarna varð vendi- punktur hjá mér, segir Bragi og kímir að þessum bernskubrekum. Fyrstu bækurnar hans komu út Viðtal í nafni Akrafjallsútgáfunnar en Hörpuútgáfan var stofnuð árið 1960. Fyrsta bók nýju útgáfunnar voru jólasálmar sem séra Jón M. Guðjónsson tók saman. Séra Jón teiknaði jafnframt merki útgáf- unnar, hörpuna, tákn hinnar fögru ljóðlistar. Bragi segist ávallt hafa verið mikill unnandi ljóða og tel- ur að engin útgáfa hafi gefið út hlutfallslega jafn mikið af ljóðum og Hörpuútgáfan. Enginn verður þó feitur af því að gefa út ljóð og aðrar bækur hafa orðið að vega á móti tapinu af þeirri útgerð, með- al annars ástar- og spennusögur. Héraðssinninn Hér gefst ekki færi á að rekja ítar- Iega 35 ára sögu Hörpuútgáfunn- ar. Sé þó hægt að draga fram rauðan þráð á útgáfuferli Braga kemur Borgarfjörður upp í hug- ann. Bragi er héraðssinni og það hefur sett mark sitt á ritstörf hans og útgáfuferil. 13. mars1995 3 Bragi Þórðarson, bókaútgefandi í bráðum fjóra áratugi: Bókin mun lifa tœkniþróunina af. Hún er sígild og ég er bjartsýnn áframtíð hennar. - Þegar ég fór með Ara Gísla- syni um Borgarfjörð þegar hann vann að Borgfirskum æviskrám kynntist ég mörgu fólki í Borgar- firði, það fór að segja mér frá og ég byrjaði að punkta hjá mér þessar frásagnir. Ferðirnar með Ara voru kveikjan að Borgfirskri blöndu sem kom út í átta bindum. - Akurnesingar höfðu þá ekki mikinn áhuga á að tengjast Borg- arfirði og það var gagnkvæmt en ég átti þar vini og ýmis tengsl og var áhugamaður um að litið væri á Akranes sem hluta af Borgar- fjarðarhéraði. Þetta var persónu- leg pólitík hjá mér, ég var brenn- andi héraðssinni. Eitt af mark- miðunum með Borgfirskri blöndu var að tengja saman þetta svæði. Akurnesingar og fólk hérna í héraðinu hafa verið með dyggustu kaupendum að bókum mínum, segir hann. Vendipunktur I Hvítársíðu í Borgarfirði bjó þá einn ástmögur þjóðarinnar, Guð- mundur Böðvarsson á Kirkjubóli. Leiðir þeirra Braga lágu saman í Þverárrétt haustið 1970, svo sem sagt er frá í ævisögu Guðmundar. Guðmundur var í sárum eftir að útgefandi hans og aldavinur, Kristinn E. Andrésson, hafði hafnað handriti hans en Bragi vildi ólmur fá að gefa skáldið út. Þeir hittustu því á hárréttu augna- bliki. Á þeim þremur árum sem Guðmundur átti þá ólifuð tókst þeim að koma út þremur bókum í óbundnu máli og ljóðum Guð- mundar í fjórum bindum. Bragi minnist Guðmundar með hlýju og segir samstarfið við hann hafa verið vendipunkt í sögu Hörpuútgáfunnar. - Guðmundur var ákaflega skemmtilegur maður og fyndinn en gat verið meinhæðinn. Hörpu- útgáfan var þá lítt þekkt en sam- starfið við Guðmund bar hróður hennar víðar, segir Bragi. Félagsmálin Bragi hefur verið virkur í skátahreyfingunni frá barn- æsku en jafnframt sinnt ýms- um félagsmálum öðrum og þar hefur áhugi hans á bókum ráðið miklu. Hann sat í stjórn bókasafnsins 1966-1994, á sæti í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda og er fulltrúi þeirra í stjórn þýðingarsjóðs. Hann var fyrsti formaður æskulýðsráðs Akraness. Þá hefur hann tekið virkan þátt í starfi Oddfellow-hreyfingarinn- ar. Heppni og reynsla Bækur Hörpuútgáfunnar telja vel á fjórða hundraðið og er allar að finna í bókaherbergi Braga. Þar kennir margra grasa; ljóðabækur og sálmar, reyfarar, ævisögur, lífsreynslusögur og frásagnir ým- iss konar, sígildar gjafabækur. Ekki má heldur gleyma fjölmörg- um sögusnældum fyrir börn. Sumar hafa skilað hagnaði, á öðr- um hefur hann tapað, en hann lætur vel af afkomunni. - Ég hef verið heppinn og aldrei orðið fyrir verulegum áföllum. Við höfum starfað við þetta hjónin og börnin, þetta hef- ur byggst á samvinnu okkar og samheldni og við höfurn haft góða afkomu. Löng reynsla mín af útgáfu og prentun hefur auð- vitað reynst mér vel. Ég þykist vita nokkuð vel um hvað þetta snýst. Við höfum því enga ástæðu til að kvarta. - Það hefði sjálfsagt verið hag- kvæmara fyrir okkur á margan hátt að reka þessa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu því við- skiptin beinast mest að Reykja- vík. Reykvíkingar hafa tilhneig- ingu til þess að leiða hjá sér það sem menn eru að fást við úti á landi. - Við Elín eigum hins vegar rætur okkar hér á Skaganum, hér eigum við stóran og góðan vina- hóp og hér líður okkur vel, segir bókaútgefandinn. Bókin er sígild Við höfum verið öllu vanari því á undanförnum árum að heyra bókaútgefendur kvarta yfir af- komunni. Verulegur samdráttur hefur orðið í framleiðslu og sölu bóka og forlög eiga erfitt upp- dráttar. Rótgróin fyrirtæki hafa orðið að lúta í duftið. - Skýringin á erfiðleikum sumra fyrirtækja liggur meðal annars í of miklu umfangi og of miklu mannahaldi. Nú tel ég að tími sé til þess að fara varlega og líta vel í kringum sig en það er engin ástæða til að örvænta, segir Bragi um þetta. Hann segist lesa mikið og nafn Einars Kárasonar kemur fyrst yfir varir hans þegar hann er spurður hvort hann eigi sér eftirlætishöf- unda. Svo nefnir hann Gyrði Elí- asson, Davíð frá Fagraskógi. Guðmund Böðvarsson og fleiri. - Ég les unga íslenska höfunda mikið, bæði ljóð og sögur. Svo lít ég í eina og eina ævisögu. Sumir eru jafnvel farnir að efast um framtíð bókarinnar vegna til- komu tækni sem gerir kleift að hafa margar bækur á tölvutæku formi. Ég er hins vegar bjartsýnn á framtíð bókarinnar. Hún mun lifa tækniþróunina af. Mikill fjöldi fólks mun áfram vilja njóta þess að eiga kyrrláta stund með bókinni sinni. Bókin er sígild og ég er bjartsýnn á framtíð hennar, segir Bragi Þórðarson.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.