Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 6
6 13. mars1995 Menning Frumsýning Skagaleikflokksins á Óvitunum síðast liðinn föstudag: Gaman að vinna með börnum Skagablaðið og unglingum Skagaleikflokkurinn frumsýndi síðast liðinn föstudag leikritið Óvitana eftir Guðrúnu Helga- dóttur í leikstjórn Ingu Bjarna- son. Inga er Skagamönnum ekki ókunnug því hún stýrði einnig hér sýningum á Glötuð- um snillingum eftir William Heinesen fyrir nokkrum árum. Fyrri kynni Ingu af Skagaleik- flokknum koma henni þó að litlum notum nú. Aðeins tveir leikaranna, sem tóku þátt í fyrri uppsetningu hennar, eru á meðal leikenda að þessu sinni. - Þetta skiptir mig í rauninni afar litlu máli, sagði Inga er Skagablaðið ræddi við hana fyr- ir frumsýninguna. - Ég byggi vinnu mína fyrst og fremst á þeirri reynslu sem ég hef aflað mér með áratugavinnu við leik- hús. Hver sýning er í rauninni ný upplifun, ný áskorun. Ég elska leikhús og það skiptir mig engu hvort ég er að vinna með áhuga- eða atvinnuleikurum, gildin eru þau sömu. Leikritið Óvitarnir er að mati Ingu eitthvert allra besta barna- leikrit sem samið hefur verið hér á landi og stenst fyllilega tímans tönn þótt hálfur annar áratugur sé liðinn frá því það var skrifað. Alvarlegur undirtónn okkur eru fjölskylduböndin þeim mun sterkari. Enda þekkj- ast þar ekki þau unglingavanda- mál sem við erum að glíma við alla daga. Uppeldisgildi leikhúss I framhaldi af þessu minntist Inga á það hversu mikilvægt uppeldistæki leikhúsið væri. - Ég get ekki hugsað mér neinn betri skóla fyrir börn og ung- linga. I leikhúsinu eru allir und- ir sama hatti; allir þurfa að taka tillit til meðleikara sinna og sýna af sér innri aga. Betra veganesti er ekki hægt að fá. Sýningin um Óvitana er borin uppi af nærri 40 unglingum. Þegar Inga var að því spurð hvort ekki væri allt annar hand- leggur að stjórna sýningu með börnum og unglingum en full- orðnum svaraði hún því bæði játandi og neitandi. - Það er öðru vísi að því leyt- inu til að maður þarf að segja hlutina oftar til að þeir skiljist en á hinn bóginn lýtur sýningin hefðbundnum lögmálum leik- hússins, þar sem allir leikarar skipta máli og hver verður að standa sína vakt. Á móti kemur líka, að það er óskaplega gaman að vinna með börnum og ung- lingum, þetta er svo gott fólk. Mér þykir orðið afar vænt um Mikill fjöldi barna og unglinga, allt niður í 6 ára að aldri, ber uppi sýninguna um Óvitana. A myndinni hér að ofan er hluti barnanna í einu atriðanna í sýningunni. A myndinni til hœgri er leikstjórinn, Inga Bjamason, að kalla ábendingar til leikaranna. Með henni er aðstoðarleikstjórinn, Gréta Snæfells. þessa krakka eftir að hafa stjómað æfingum með þeim í 6 vikur og í þeim leynist gríðarleg orka. Vonandi tekst okkur að laða hana fram á sýningunum. - Verkið er gamansamt en með alvörugefnum undirtón, þar sem verið er að benda á hversu litla virðingu við sýnum börnunum. Einnig er í verkinu verið að gagnrýna þá stefnu okkar að skilja kynslóðimar að, sundra fjölskyldunni. Gamla fólkinu er komið fyrir á dvalarheimilum, börnunum á dagheimilum og foreldrarnir vinna myrkranna á milli. Þetta verk er skrifað af slíkri snilld, að ég tel að Óvit- arnir komi til með að eiga erindi við okkur um ókomin ár, svo fremi sem við ekki berum gæfu til þess að snúa þessari öfugþró- un við. Og það er trú mín, að þessi þjóð eigi eftir að rata í ógöngur ef við ekki sjáum að okkur, snúum við blaðinu og fömm að rækta fjölskyldu- tengslin að nýju. Inga dvaldi í fyrravetur á Kýpur, þar sem hún kynnti sér griska harmleikinn, undirstöðu nútíma leiklistar. Þar kynntist hún algerri andstæðu þeirrar vísifjölskyldu sem við þekkjum af eigin raun. - Fjölskyldan er bundin miklu sterkari böndum þarna niður frá en við þekkjum hjá okkur í dag. Þar eru kornaböm innan um afa og ömmur. Og þótt efnisleg vel- megun sé miklu minni en hjá Fermingardrengirnir orðnir að fullvöxnum mönnum: Tíbrá kemur saman að nýju Hljómsveitin Tíbrá, sem átti sitt að 20 ár eru liðin frá því hljóm- „græjur“ fyrir fermingarpening- Hinir og þessir komu við gullskeið frá árunum 1981 - sveitin var sett á stofn. ana. Þetta voru þeir Jakob Garð- sögu sveitarinnar á næstu miss- 1987, hefur ákveðið að taka Það var upp úr fermingum 1975 arsson, bassaleikari, Flosi Ein- erum en árið 1977 hafði mynd- upp þráðinn að nýju á föstu- að Tíbrá var stofnuð. Nokkrir arsson, hljómborðsleikari, Eirík- ast sá kjarni sem hélst áfram í daginn og efnir þá til dansleiks nýfermdir drengir komu þá ur Guðmundsson, trommari og sveitinni. Þetta voru þeir Jakob, á Pavarottí til að minnast þess saman eftir að hafa keypt sér Árni Vésteinsson, gítarleikari. Flosi og Eiríkur svo og Eðvarð Lárusson, jpá nýfermdur, sem tók við af Árna. Þessir fjórir voru í Tíbrá allt þar til hún hætti 1987 en söng- varaskipti urðu nokkrum sinn- um áður en hljóðfærin voru endanlega lögð á hilluna. Þrjár plötur liggja eftir Tíbrá; í svart/- hvítu (1984, Tíbrá 2 (1985) og Yfir tumunum (1987). Allir þeir sem komið hafa við sögu á ferli Tíbrár munu stíga á svið með sveitinni á föstudag- inn að einum undanskildum, sem er erlendis. Að sögn Flosa Einarssonar hefur sveitin æft stíft að undanförnu með það fyrir augum að flytja gestum sem fjölbreytilegastan þver- skurð af þeirri tónlist sem var á prógrammi sveitarinnar. Iljómsveitin Tíbrá, sem atti sitt lullskeið frá árunum 1981 - 987, hefur ákveðið að taka pp þráðinn að nýju á föstu- laginn og efnir þá til dansleiks . Pavarottí til að minnast þess að 20 ar eru liðin fra þvi hljom- sveitin var sett á stofn. Það var upp úr fermingum 1975 að Tíbrá var stofnuð. Nokkrir nýfermdir drengir komu þá saman eftir að hafa keypt sér „græjur“ fyrir fermingarpenmg- ana. Þetta voru þeir Jakob Garð- arsson, bassaleikari, Flosi Ein- arsson, hljómborðsleikari, Eirík- ur Guðmundsson, trommari og Árni Vésteinsson, gítarleikari. Tíbrá eins og sveitin var skipuð 1986. Óneitanlega er útlit meðlimanna „Duran Duran - legt á myndinni. Frá vinstri: Eðvarð Lárusson, Jakob Garðarsson, Kári Waage, Flosi Einarsson og Eirikur Guðmundsson.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.