Skagablaðið


Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 8
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur á fundi á Akranesi á miðvikudag: Sinkverksmiðja að Grundartanga í senn góður kostur og raunhæfur - Ég lít svo á að þetta sé mjög góður kostur og raunhæfur. Ef af verður er þetta ekki aðeins stórgott mál fyrir Akranes og nærsveitir heldur landið allt. Hvort af byggingu sinkverk- smiðju verður að Grundar- tanga kemur í Ijós á síðari hluta ársins. Ég met stöðuna þannig að talsverðar líkur séu á því að verksmiðjan verði að veruleika, sagði Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, í samtali við Skagablaðið. - En ég vara jafnframt við of mikilli bjartsýni. Það er margt enn sem getur dregið ákvörðun á langinn. Þetta þekkja menn vel frá undirbúningi um göng undir Hvalfjörð, sagði Bene- dikt. Erindi hans um sinkverk- Alls bárust 3.368 tonn af loðnu á land við Akraneshöfn dag- ana 2.-8. mars. Höfrungur landaði þrívegis, alls 1790 tonnum, Víkingur kom einu sinni inn með 992 tonn og Bjarni Ólafsson einu sinni með 596 tonn. Tveir fsfisktogaranna komu einnig inn til löndunar og voru báðir með góðan afla. Höfða- víkin landaði 85,5 tonnum og smiðju á fjölmennum, almenn- um fundi hér á Akranesi sl. mið- vikudag vakti mikla athygli. Bygging verksmiðjunnar myndi verða gríðarleg lyfti- stöng fyrir atvinnulíf á Akranesi og nágrannabyggðum ef af yrði. Gert er ráð fyrir að um 200 störf myndu skapast á undirbúnings- tímanum og alls yrðu störf 400, þar af 300 í verksmiðjunni að Grundartanga, þegar verksmiðj- an hæfi starfsemi. Upphaf umræðunnar um sinkverksmiðju á Islandi má rekja til ótryggrar stöðu Aburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Frá og með síðustu áramótum missti hún einkaleyfi til áburð- arsölu hérlendis vegna evrópska efnahagssvæðisins. Vegna smæðar sinnar verður verk- Sturlaugur H. Böðvarsson 153,2 tonnum. Smábátarnir áttu erfitt um vik þessa dagana og komust flestir ekki nema einu sinni á sjó og aflinn eftir því. Af línubátunum vegnaði Hrólfi skárst, fékk tæp 3,3 tonn úr sínum eina róðri. Ebbi var með rúm 2,5 tonn úr sínum eina róðri og Síldin sneri heim með tæp 2,2 tonn úr sínum róðri. smiðjan fljótt óhagkvæm missi hún einhverja markaðshlut- deild. Landbúnaðarráðherra fól Benedikt ásamt Hákoni Bjöms- syni, framkvæmdastjóra Aburð- arverksmiðjunnar, að kanna Netabátamir komust oftar á sjó en aflinn var ekki mikill. Þannig fékk Keilir 8,4 tonn úr þremur róðrum og Enok rétt rúm 5 tonn úr 4 róðmm. Alls bámst 3.635 tonn að landi fyrrnefnda daga. Eins og glöggt má sjá var uppistaðan loðna svo og afli ísfisktogar- anna. Annar afli nam aðeins 28 tonnum. nýtingarmöguleika hennar til framtíðar með það fyrir augum að tryggja atvinnu um 100 starfsmanna verksmiðjunnar. - Það sem mestu skiptir nú er að tryggja hugsanlegri verk- smiðju hráefni. Við höfum þeg- ar tryggt okkur aðgang að um fjórðungi nauðsynlegs hráefnis frá Zinc Corporation of Amer- ica, sem hefur sýnt áhuga á hlut- deild í byggingu verksmiðjunn- ar ásamt bandaríska fjárfest- ingafyrirtækinu Allied Reso- urces. Viðræður eru fyrirhugað- ar í lok mánaðarins um kaup á því viðbótarhráefni sem þarf. Hve langan tíma tekur að ganga frá þeim þætti er ekki gott að segja. Það getur tekið nokkra daga eða nokkrar vikur. Að sögn Benedikts má skipta í fimm þætti þeim verkefnum sem fyrir liggja áður en ákvörð- un um byggingu verksmiðjunn- ar verður endanlega tekin. Fyrst ber þar að telja áframhaldandi skipulagsvinnu varðandi sjálfa verksmiðjuna, þá samning við Landsvirkjun um orkukaup, umhverfismat, samninga við ríkið um leigu á landi undir verksmiðjuna og síðast en ekki síst samninga um hráefniskaup. - Þeir skipta mestu máli um framvinduna í dag. Hráefni er um 60% af framleiðslukostnaði og veltur mjög á því hvernig til tekst. Viðræður um hráefnis- kaup eru þegar hafnar en hvem- ig þeim lyktar er ekki hægt að spá fyrir um á þessu stigi máls- ins. Fari hins vegar allt á besta veg geta menn vænst þess að formlegur félagsskapur um byggingu verksmiðjunnar verði stofnaður á næstu mánuðum, sagði Benedikt og vildi hvetja heimamenn til þess að leggja þessu máli lið, nt.a. með því að beina því til ráðamanna að þeir greiddu fyrir því. Járnblendiverkstniðjan að Grundartanga. Góðar líkur eru taldar á að þar muni rísa sin- kverksmiðja á nœstu árum. Skagamarkaður: Minni afli ■ hærra i/erð Markaðslögmálin eru söm við sig á Skagamarkaðnum. Þannig var mun minna selt af fiski dagana 3. - 9. mars en vikuna þar á undan eða tæp 39 tonn á móti 141,5 tonni. Minna magn leiddi hins vegar til þess að verðið var að jafnaði 6 krónum hærra en vikuna á undan. Seld voru rétt tæp 23 tonn af þorski og var meðalverðið 97,26 krónur eða tæpum 6 krónum hærra en vikuna á undan. Verð á ufsa féll hins vegar nokkuð, Seld voru 6,6 tonn fyrir 64 krónur að með- altali. Ýsa hækkaði aftur á móti verulega í verði. Seld voru 4,4 tonn og meðalverð- ið var 105,75 krónur á móti 91,66 krónum vikuna á und- an. Seld voru 1706 kíló af undirmálsýsu og 1528 kíló af steinbít. Aðrar tegundir voru í litlum mæli. Nótastöðin: Nýirmeiri- hlutaeigendur Haraldur Böðvarsson hf., Magnús Sólmundsson og Sigurður Ingimundarson hafa gengið frá kaupum á 65% eignarhluta Emílíu Jónsdóttur í Nótastöðinni. Samningar voru undirtitaðir um fyrri helgi. Magnús verður fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur við af Jóni Þor- steinssyni sem gegnt hefur þeirri stöðu. Hlutafé fyrir- tækisins verður aukið og tjármál þess endurskipulögð. Þegar gefur á sjó yfir hávertíðina getur aflinn verið góður. Þvífengu þeir að kynnast félagarnir á Guðnýju fyrir nokkru. Þeir stieru heim úr róðri með smekkfullan bát affínumfiski. Höfnin fyrstu vikuna í marsmánuði: Rúm 3 þús. tonn af loðnu

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.