Skagablaðið


Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 4
4 20. mars1995 Flest er í neyð- inni nýtandi Mversu oft er ekki minnst á sj ávarútvegsauðlindina, kvótann og öll vandamál greinarinnar? Oft á dag hygg ég. Öll njótum við sameigin- lega góðs af sjávarútvegi hvort sem við erum píparar, kennarar eða bændur. Þó ég hafi gert sjómannsstarfið og fiskvinnslu að aðalstarfi í 30- 40 ár þá er auðlindin ekkert meiri mín en þín, lesandi góð- ur. Og þótt oft hafi vel til tek- ist í veiðum, vinnslu og mark- aðsmálum þá er sjávarútveg- urinn í sífelldu basli víða um land utan sem innan greinar- innar. Hvers vegna gengur þetta svona? Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör. En sennilegast er gegndarlaus ofveiði á árun- um 1970-1990. Á þessum árum var mikið veitt af þorski og lítið tillit tekið til aðvörun- ar fiskifræðinga. Árið 1985 voru veidd 325 þúsund tonn, 370 þúsund tonn árið 1986 og svona hélst veiðin til 1990, þá fór allt niðurávið og er hrein hörmung í dag. En ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nú erum við Islendingar allir sem einn að stunda fiskirækt í sjónum, við ætlum okkur að ná fiskistofnunum upp í þol- anlegt ástand. Þjóðinni og kennurum til heilla. En stöðugt eru einhverjar uppá- komur er varða greinina og nýjustu „árarnir“ eru samtök fiskvinnslu án útgerðar. Þessi nýju samtök hafa sent sam- keppnisráði kæru og óskað eftir því að ráðið taki til at- hugunar samkeppnismun í fiskvinnslu. Með öðrum orð- um vilja samtökin að allur fiskur fari á fiskmarkað. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur bent réttilega á að það eru ekki nema þrjú ár frá því núgildandi löggjöf um verðlagningu á fiski tók gildi ÓlafurTr. Elíasson skrifar og sníða þurfi agnúa og galla af gildandi löggjöf. Það er að mörgu að hyggja ef allur fisk- ur færi á fiskmarkaði og myndi það koma óþyrmilega við fiskvinnslufólk sem hefur haft nokkuð stöðuga vinnu síðan 1974. En það ár komu fastráðningarsamningar til sögunnar eftir harða og langa baráttu. Fiskvinnslufólk hefur gengið í gegnum ýmsa tíma. Fyrst var „flaujað“ á reitunum og mannskapurinn fékk greidd laun j^ann tíma sem það mætti og illa það. Svo komu frystihúsin með stopula vinnu. „Kallað næst.“ Svo kom sá tími að húsin voru rekin sem verksmiðjur, þ.e.a.s. eftir sólstöðusamning- ana 1974. Öld skuttogara og betri húsa hélt innreið sína og útgerðarmenn fengu 10 ára aðlögunartíma til að bæta skipakost og lagfæra aðstæð- ur. Nú vilja einhver samtök kollvarpa öllu þessu og því ætti fiskvinnslufólk að mót- mæla ef það metur vinnuör- yggi til frambúðar einhvers. Og á meðan á öllu þessu gengur þá rann loðnan vestur á Breiðafjörð og kennarar sitja enn í sinni pólitísku pattstöðu. : Ólafur telur að fiskvinnslufólk eigi að mótmœla hugmyndum um að allur afli verði boðinn upp á fiskmörkuðum. Lesendur skrífa Skagablaðið Kristín segist telja að það sé löngu orðið tímabœrt að Skagamenn eins og aðrir sýni bömum þá virð- ingu sem þeim ber. að viðraði vel á öskudaginn og margt var um manninn í bænum. Snemma morguns þeg- ar ég leit út sá ég fyrstu krakk- ana skjótast hjá íklædd rusla- pokum með kúrekahatta og rauðar kinnar. Austur á fjörðum þar sem ég ólst upp voru öskupokar okkar öskudagur. En á hverju ári sagði útvarpið fréttir af ösku- dagsfagnaði á Akureyri og ég man að ég lét mig dreyma um dýrðina en gat ekki með nokkru móti séð hana fyrir mér. Seinna þegar ég gekk í menntaksóla í þeim sama bæ var ég vön að horfa á skartbúna krakkana og óska þess að ég væri orðin barn að nýju. Þess hef ég líka oft óskað hér á Akranesi. En mig rak í rogastans þegar tilkynningar héngu að dyrum nokkurra verslana í bænum á öskudaginn þar sem sagði að öllu væri lokið klukkan tvö. Af hverju? Jú, þá var kötturinn sleginn úr tunnunni á torginu, surnir fóru á furðufataball í Arnardal og hinir áttu bara að fara heim til sín. Og hvað með þá litlu eða þá svifaseinu? Svona máln- ingarvinna að morgunlagi tekur drjúgan tíma og ekki eiga allir heima niðri í miðbæ! Hætt er við að hafi verið stutt gaman en skemmtilegt hjá einhverjum... „Þetta er svo afskaplega þreytandi," segir margur versl- unarmaðurinn. Oft hef ég vorkennt verslun- arfólki sérstaklega í jólaönnun- um þegar það stendur dögum og vikum saman á bakvið diskinn. Það hlýtur að vera af- skaplega þreytandi, samt er ekki lokað klukkan tvö. En þegar viðskiptavinir framtíðar- innar koma einn dag á ári uppá- búnir og syngja fyrir sælgæti þá bregður svo við að öllu er aflýst á miðjum degi. Kristín Steinsdóttir rithöfundur skrifar Vissulega tekur tíma að taka á móti öllum þessum gestum og áreiðanlega koma einhverjir tvisvar ef ekki þrisvar... En þannig er það, alltaf reyna ein- hverjir að hafa sem mest út úr lífinu án þess að vera sérlega vandir að meðulum og samt er ekki lokað á þá. Ég leyfi mér að benda á minniháttar skattsvik sem flestir þekkja. í mörgum tilfellum þykja þau bera vott um sjálfsbjargarviðleitni og menn eru drjúgir af! Verslanir á höfuðborgarsvæð- inu brugðu nokkrar á það ráð að hafa unglinga í verkfalli til þess að taka á móti gestunum. Þannig gátu starfsmenn versl- ana sinnt störfum sínum nokk- uð ótruflaðir. Þetta fannst mér góð hugmynd. Og þótt ungling- ar verði vonandi ekki í verkfalli næsta ár gætu verslunarmenn án efa fengið þá til liðs við sig og gert daginn á þann hátt skemmtilegri fyrir alla. Það hefur ekki lítið að segja hvernig tekið er á móti við- skiptavinum framtíðarinnar og oft hef ég brosað með sjálfri mér að unglingunum þegar þeir eru að tíunda hvaða verslanir þeir sniðgangi með öllu eftir móttökur á öskudaginn þegar þeir voru litlir! Og af því að ég er farin að gera málefni barna að umræðu- efni þá langar til þess að koma lítillega að sýningu Skagaleik- flokksins nýverið. í nóvember þegar leikrit Bjarna Jónssonar Mark var frumsýnt gerði Sila Aðalsteins- dóttir ítarlega úttekt á verkinu fyrir Skagablaðið. Þegar FVA frumsýndi Sögu úr litlu hryll- ingsbúðinni á dögunum var Ólafur H. Torfason mættur á staðinn fyrir sama blað. Það var myndarlega að þessu staðið og ég opnaði Skagablaðið með nokkrum spenningi síðasta mánudag og hlakkaði til að lesa ítarlega umfjöllun um nýaf- staðna frumsýningu á barna- leikritinu Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur. En gagnrýnina vantaði! Þarna var viðtal við leikstjóra og mynd af formanni og svo flutu með nokkrar myndir af börnum enda var þetta bama- leikrit! Mér var allri lokið. Er ástæða til þess að ætla að þessi saga endurtaki sig um næstu helgi þegar sami leikflokkur frum- sý'nir Kvásarvalsinn eftir Jónas Arnason? Varla, enda er um leikrit fyrir fullorðna að ræða. Fjöldi barna og fullorðinna er búinn að leggja nótt við dag og koma á fót metnaðarfullri sýn- ingu sem fær svo ekki sambæri- lega meðferð og aðrar sýningar. Af hverju? Ég vil ekki trúa því að Skagamenn séu minni barna- vinir en gengur og gerist. Hér er trúlega fremur um sinnuleysi eða sauðshátt að ræða. En það er löngu tímabært fyrir okkur Skagamenn eins og aðra að sýna börnum þá virðingu sem þeim ber.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.