Skagablaðið


Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 20.03.1995, Blaðsíða 5
Skagablaðið Viðtalið 20. mars 1995 5 Kvásarvalsinn er tileinkaður Akurnesingum Jónas Árnason rithöfundur: Ef ég ætti aö tileinka þetta verk einhverjum þá vildi ég leyfa mér að tileinka það Akurnesingum með þökk fyrir góða viðkynningu. Dýr- mætustu tekjur mínar af þingmannsstarfinu voru kynni mín af fólkinu, segir Jónas Árnason, rithöfundur og fyrrverandi alþingismað- urVestlendinga til margra ára, í samtali við Skaga- blaðið um nýjasta verk hans, Kvásarvalsinn. Skagaleikflokkurinn frum- sýnir verkið næst komandi föstudag og Jónas fer sjálf- ur með eitt hlutverkanna fimm í verkinu undir leik- stjórn Ingu Bjarnason. Jónas vitnar þarna til samver- unnar með Akurnesingum þeg- ar hann var þingmaður þeirra á árunum 1967 til 1979. Kynni hans og Akurnesinga hafa þó ekki síður orðið fyrir tilverknað leikverka hans sem sett hafa verið upp á Akranesi. Hann tekur á móti blaða- manni á heimili Ingunnar dóttur sinnar á Akranesi. Hann hefur verið búsettur á Kópareykjum í Reykholtsdal undanfarna ára- tugi en hefur dvalist langdvöl- um á Akranesi í tengslum við uppfærslu Kvásarvalsins. Með því móti á hann líka hægara með að njóta samvista Guðrún- ar konu sinnar, en hún nýtur umönnunar á Sjúkrahúsi Akra- ness. Smátt er gott - Ég kem þeirri skoðun minni að í Kvásarvalsinum að mér finnst sjúkrahús því betri sem þau eru smærri. Firringin milli starfsfólks og sjúklinga er svo mikil á stórum sjúkrahúsum. Sjálfur hef ég oft verið á sjúkra- húsum og hitt og þetta hefur verið skorið úr mér. Niðurstað- an af reynslu minni er sú að Jónas Árnason í hópi leikara og annarra aðstandenda Kvás- arvalsins sem verður frumsýnd- ur í Rein á föstudaginn. Ljósmynd: Guðni Hannesson. Sjúkrahús Akraness sé kannski eitt besta sjúkrahús á landinu. Þar er svo náið með starfsfólki og sjúklingum, segir Jónas. Hann segir drög að þessu nýjasta leikverki sínu hafa orð- ið til fyrir all nokkru. Hann lauk við það síðast liðið haust en bætir því við að líklega sé hann þó ekki nándar nærri bú- inn að klára það. Blómlegt leiklistarlíf - Þetta er óttalegur samsetning- ur hjá mér. En ég þarf að binda hugann við eitthvað svona, hafa eitthvað fyrir stafni, segir Jónas og heldur áfram að hrósa Akur- nesingum: - Ég er alveg undrandi á því hvað leikstarfsemin hérna er blómleg. Hér hafa verið sett upp fjögur verk á einni leiktíð og það er makalaus dugnaður. Fólkið í Kvásarvalsinum hefur lagt á sig ómælt erfiði. Kannski er þetta ekki óskylt dugnaði Skagamanna í fótboltanum, segir hann. Akútt í dellunni Kvásarvalsinn er fjörugur, sænskur vals og hann gegnir mikilvægu hlutverki í leiknum. Leikritið gerist á ellihæli í óljósri framtíð. Þá eru þeir tím- ar að gamalmennum hefur fjölgað mjög og strangar reglur gilda um aðgang manna að elli- heimilum. Jónas lýsir því svo að heimafyrir hjá þessu fólki sé harmonikku. Eða Jónas Amason Við látum ekki öllu meira uppi um efni Kvásarvalsins, en hugur höfundarins hvarflar einatt að þeim árum þegar hann var tíður gestur á vinnustöðum á Akranesi sem annars staðar í kjördæminu. Jónas vandi þá komur sínar ekki síður í félags- heimili sósíalista á Akranesi, Rein, en þar verður verkið einmitt sýnt, mitt í kosninga- baráttunni. - Ég trúi ekki öðru en að húmor Skagamanna sé samur við sig og ég held að þeim þurfi ekki að leiðast á sýningum Kvásarvalsins. Ég vona bara að enginn láti það aftra sér þótt einhvers staðar blasi við eitt lít- ið X-G í Rein en reyndar kom það til tals í hópnum að hafa jafnframt uppi X-D, X-A, X-B og svo framvegis svo allir geti verið ánægðir, hlær Jónas og bætir við: - Ætlarðu ekki að spyrja mig hvort ég vilji segja eitthvað að lokum? Blaðamaðurinn segist nú ekki leggja það í vana sinn en lætur til leiðast og spyr: Viltu segja nokkuð að lokum? - Já, ég vil segja það að lok- um að ég vona að það megi ráða af þessu viðtali að ég lít upp til Akurnesinga, snobba jafnvel fyrir þeim. Prestur austan affjörðum sem hefur leikið Skugga-Svein og leikur á í essinu sínu. ástandið þannig að gamla fólkið þrái það heitast að komast á stofnun, úr faðmi fjölskyldunn- ar. - Þeir sem eru nógu klókir gera sér upp kölkun því það þarf mjög akútt kölkun til þess að komast inn á þessi hæli, menn verða að vera mjög akútt í dellunni. Aðrir verða bara að dúsa hjá nánustu ættingjum. Ymis atriði í þessu bera því einkenni farsa; það er verið að fela, þykjast og blöffa, sérstak- lega andsk... stjórana, en þeir tala aðeins við starfsfólkið í gegnum gjallarhorn, lýsir Jónas verkinu. Prestur að austan -1 þessu er nokkur ádeila á hin- ar stóru og ópersónulegu stofn- anir sem er líklega komið upp í nafni hagræðingar. Það er allt orðið uppá hagræðinguna núna. Það er spurning hvenær verður farið að hagræða með því að stytta gamla fólkinu aldur á ein- hvern notalegan hátt, hæðist hann. Verkið hefur semsé ýmis ein- kenni farsa en undirtónninn er alvarlegur og beittur og inn í þetta fléttast örlög gamla fólks- ins. Sjálfur leikur Jónas prest úr sjávarplássi austur á fjörð- um. Hann spilar á harmonikku og hefur leikið Skugga-Svein. Rétt eins og höfundurinn. - Þetta hlutverk var ekki skrifað fyrir mig sérstaklega en ég óskaði eftir að fá að leika það sjálfur. Taldi að það ntyndi létta á mér og það hefur það gert. Það hefur verið sagt við mig á æfingum að það sé tals- vert af sjálfum mér í prestinum. Hann hefur orðið fyrir ýmsum raunum og ég vona að það komist til skila.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.