Skagablaðið


Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 27.03.1995, Blaðsíða 1
Kvásarvalsinn: Frábærar viðtökur Jónasi Árnasyni hefur enn einu sinni tekist að ná hjarta venju- legs fólks og sanna að enginn geti skapað lifandi bókmenntir án náins kunningsskapar við lífið, segir meðal annars í umfjöllun Ólafs H. Torfasonar um Kvásarvalsinn sem Skaga- leikflokkurinn frumsýndi í Rein á föstudagskvöldið. Ólafur telur styrk verksins felast í vel skrifuðum og skemmtilegum samtölum og fer lofsamlegum orðum um frammistöðu leikaranna, ekki síst höfundarins sjálfs. „Nýtt verk Jónasar sætir alltaf tíðindum og Kvásarvals- inn bregst ekki væntingum áhorfenda, hann er einfaldur að byggingu, auðskilinn, spaugi- legur og með söng,“ segir Ólafur í umfjöllun sinni. Sjá bls. 5 Skýrsla endurskoðenda vegna reikninga húsnæðisnefndarinnar: Greiðslur voru ekki taldar fram Verktakagreiðslur, dagpening- ar, húsaleigugreiðslur og húsa- leigustyrkir fyrir árin 1988-1992 voru ekki taldar fram til skatts eins og lög kveða á um. Virðis- aukaskattur var ofkrafinn. Fylgiskjöl vantaði, gögn voru ófullnægjandi og misvísandi, rangfærslur voru í bókhaldi og Dalbraut: Skóflan hf. átti lægsta tilboðið Skóflan hf. átti lægsta til- boðið í jarðvegsskipti Dal- brautar vegna fyrirhugaðrar lagningar á bundnu slitlagi. Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði Skóflunnar en fjögur önnur fyrirtæki buðu í verkið. Tilboð Skóflunnar hf. var uppá 1.657 þúsund krónur en kostnaðaráætlun bæjarins nam rúmlega þremur millj- ónum króna. upplýsingar vantaði. Bókhald var ekki fært reglulega. Þetta eru brot úr lýsingu endur- skoðenda á því hvernig staðið var að bókhaldi húsnæðisnefnd- ar bæjarins á árunum 1988- 1992. Bæjarstjórn samþykkti nýlega endurskoðaða reikninga nefndarinnar fyrir árin 1988- 1994. Bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins treystu sér þó ekki til þess að standa að samþykkt reikninganna og sendu frá sér bókun þar sem yfirstjórn bæjar- ins var gagnrýnd harðlega vegna þess hvernig staðið var að bókhaldi nefndarinnar. Unnið var að úrvinnslu á bók- haldi nefndarinnar með hléum allt frá árinu 1993 en sú vinna varð mjög tímafrek vegna fjöl- margra ágalla á bókhaldinu og fylgiskjölum. I skýrslu endurskoðenda frá í janúar síðast liðnum segir að bókhald nefndarinnar hafi ekki verið fært reglulega. Starfsmað- ur nefndarinnar, Jón Pálmi Páls- son bæjarritari, færði ekki sjóð- bók, viðskiptamannabók eða aðrar undirbækur vegna við- skipta nefndarinnar við kaup- endur, seljendur, Húsnæðis- stofnun ríkisins og verktaka. Fjárhagsáætlanir voru ekki gerðar en að mati endurskoð- enda hefði þurft að gera fjár- hagsáætlanir fyrir nefndina eins og aðrar stofnanir bæjarins. Viðskiptamenn nefndarinnar voru krafðir um virðisaukaskatt sem síðan þurfti að endurgreiða. Sem fyrr segir voru verktaka- greiðslur, dagpeningar, húsa- leigugreiðslur og húsaleigu- styrkir fyrir árin 1988-1992 ekki taldar fram til skatts eins og lög kveða á um. Endurskoð- endur telja að starfsmaður nefndarinnar hefði átt að sjá til þess að þessar greiðslur færu á launamiða til skattayfirvalda á tilsettum tíma. Endurskoðendur gera fjöl- margar athugasemdir við önnur atriði í fjárreiðum húsnæðis- nefndar og segja í lokaorðum sínum í skýrslunni að mörg at- riði hafi farið úrskeiðis varðandi fjárreiður og bókhald húsnæðis- nefndar. Þeir telja að dagleg gjaldkerastörf fyrir nefndina ættu að vera hluti af störfum að- alféhirðis bæjarins. Hitaveitan: Gengið til viðræðna við ríkið Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn að fela Gunnari Sigurðssyni formanni bæjarráðs og bæj- arstjóra að ganga til við- ræðna við fjármálaráðuneyt- ið um lausn á vanda Hita- veitu Akraness og Borgar- fjarðar. Stefnt er að því að samkomulag náist fyrir kosningar en talið er að málið geti tafist um ófyrir- sjáanlegan tíma takist ekki að ná samkomulagi við rík- ið um niðurfellingu skulda fyrir kosningar. íslenska járnblendifélagiö hf.: Hagnaðist um 280 milljónir Rekstur íslenska járnblendifé- lagsins hf. á Grundartanga skilaði 280 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Að sögn Stefáns Ólafssonar, stjórnar- formanns félagsins, eru að- stæður félaginu hagstæðar um þessar mundir og væntir hann verðlagshækkana á þessu ári. Þetta kom fram á aðalfundi ís- lenska járnblendifélagsins sem haldinn var í síðustu viku. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að stjórn þess telji það höf- uðverkefni að styrkja fjárhags- stöðu þess með niðurgreiðslu skulda og því var ekki lagt til að arður yrði greiddur. Rætist von- ir um verðhækkanir á kísiljárni á þessu ári eiga þær að nægja til þess að félagið greiði Lands- virkjun fullt samningsverð fyrir orku á þessu ári. Heildarskuldir fyrirtækisins voru rúmir tveir milljarðar króna í lok síðasta árs og höfðu lækkað um 83 milljónir á árinu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.