Skagablaðið


Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 1
13. TBL. • 12. ARG. • 3. APRIL 1995 VERÐ KR. 220 I LAUSASOLU Kennaraverkfalli lokið í bili: Mikil óánægja með samningana meðal kennara Grunnskólakennarar sem Skagablaðið ræddi við fyrir helgina eru mjög óánægðir með samkomulag kennarafé- laganna og ríkisins sem gert var í síðustu viku og telja tví- sýnt um samþykkt þess. Verkfalli var frestað í síðustu viku og hófst kennsla í skólum landsins á fimmtudaginn. Fram- Blaðaútgáfa: Saga Skaga- blaðsins öll Sögu Skagablaðsins lýkur með útgáfu þessa tölublaðs. Blaðið var stofnað haustið 1984 og gefið út sleitulaust til vorsins 1994. Því var hleypt af stokkunum að nýju í september síðast liðnum en nú hefur síðasta tölublaðið komið út þar eð ekki reynd- ist nægilega traustur fjár- hagslegur grundvöllur fyrir rekstrinum. Starfsfólk blaðsins kann les- endum og öðrum velunnur- um blaðsins bestu þakkir fyrir samfylgdina. Leiklist: Með hjartað íbuxunum Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar frumsýndi leikritið Með hjartað í bux- unum síðast liðinn föstudag. Verkið er eftir Ray Cooney en Valgeir Skagfjörð leik- stýrir. Með hjartað í buxun- um verður sýnt að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd annað kvöld og á fimmtudaginn. Búnaðarbankinn: Rúða brotin Stór rúða var brotin í hús- næði Búnaðarbankans aðfar- amótt laugardagsins og fór aðvörunarkerfi hússins í gang vegna þess. Lögreglan telur sig vita hver framdi verknaðinn. hald skólahalds er þó háð því að kennarar samþykki samninginn. Von er á fulltrúum kennarafé- laganna í þessari viku til þess að skýra efni samningsins fyrir kennurum á Akranesi og í fram- haldi af því verða greidd at- kvæði um hann. í samtölum Skagablaðsins við kennara kom fram að mikil óvissa ríkir um gildi samnings- ins fyrir einstaka félagsmenn. Einn orðaði það svo að hann vissi ekki hvort hann fengi 6 eða 12 prósent launahækkun eða eitthvað þar á milli. Það ræðst ekki fyrr en eftir páska hvort meirihluti kennara sættir sig við samninginn við ríkið. Líffærðist í skóla landsins í síðustu viku en framhald skólahalds er þó háð því að meirihluti kennara samþykki samning kennarafélaganna við ríkið. Myndin var tekin í Brekkubœjarskóla á föstudaginn. Hitaveitusamningur væntanlega undirritaður í dag: Gjaldskrá veitunnar á að lækka um tíu prósent um næstu áramót Samningsdrög við ríkisvaldið um rekstur Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar sem væntan- lega verða undirrituð síðdegis í dag gera ráð fyrir að gjaldskrá hitaveitunnar lækki um 10 af hundraði um næstu áramót og fimm prósent árið 1998. Ríkis- valdið leggur fram 180 milljónir króna og eignast með því rúm- lega fimmtung í aðveituæð veitunnar, verði af samningum. Gunnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Akraness, segist vera ánægður með samningsdrögin sem gerð hafa verið við ráðu- neyti fjármála og iðnaðar. Bæjarstjórn Akraness stað- festi samningsdrögin í gær en fundir voru þá einnig fyrirhug- aðir í bæjarstjórn Borgarbyggð- ar og í hreppsnefnd Andakíls- hrepps. Ekkert verður af undir- ritun samningsdraganna nema samþykki allra eigenda HAB fáist. Lokið var við gerð samnings- draganna á laugardaginn, að sögn Gunnars Sigurðssonar. Þau gera sem fyrr segir ráð fyrir að rikið kaupi hlut í aðveituæð veitunnar fyrir 180 milljónir króna. Aðveitan verður hins vegar að meirihluta til í eigu Akraneskaupstaðar. Stefnt er að því að Rafveita Borgarness verði seld Rafmagnsveitum rík- isins og að stofnaðar verði bæj- arveitur í Borgarbyggð og á Akranesi. A Akranesi yrði þá rekstur hitaveitu og rafveitu sameinaður og að sögn Gunnars kemur einnig til greina að tengja rekstur áhaldahúss, tæknideildar og vatnsveitu rekstri orkufyrirtækjanna. Sam- kvæmt samningsdrögunum er Akumesingum gert að spara 17 milljónir króna í rekstri veitn- anna árlega og Gunnar segir stefnt að því að hitaveitan verði skuldlaus að 17 árum liðnum. - Mér finnst mjög mikilvægt að tjármálaumsýsla aðveituæð- arinnar verður í höndum okkar Akurnesinga, segir Gunnar við Skagablaðið. Hluthafafundur í Norræna skólasetrinu: Framkvæmdastjórinn gagnrýndur Harðri gagnrýni var beint að Sigurlín Sveinbjarnardóttur, framkvæmdastjóra Norræna skólasetursins, á hluthafa- fundi sem haldinn var í gær. Sigurlín segir við Skagablaðið að fullnægjandi svör við spurningum hluthafa verði veitt fyrir aðalfund fyrirtækis- ins 29. apríl næst komandi. Sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklingar á Akranesi og í Borgarfirði eru eigendur Nor- ræna skólasetursins. Rekstur- inn hófst síðast liðið haust en á nú þegar undir högg að sækja fjárhagslega. Samkvæmt heim- ildum Skagablaðsins hafa rekstaráætlanir ekki staðist og bókanir eru mun minni en von- ir stóðu til. Hluthafafundurinn í gær var haldinn að beiðni Búnaðarfé- lags Hvalfjarðarstrandarhrepps til þess að ræða störf stjórnar og framkvæmdastjóra. Störf Sigurlínar Sveinbjarnardóttur voru þar gagnrýnd harðlega en samkvæmt heimildum Skaga- blaðsins átti hún sér einnig for- mælendur á fundinum. Sigurlín sagði við Skaga- blaðið í gærkvöldi að erfið- leika í rekstrinum megi meðal annars rekja til þess að stofn- kostnaður fór 10 prósent fram úr áætlun og aðrar ytri aðstæð- ur hafi reynst óhagstæðar. Kennaraverkfallið setti stórt strik í reikninginn hjá okkur. Ég geri mér grein fyrir því að þessi rekstur verður ekki léttur en ég hef mikla trú á hon- um enda hef ég lagt aleigu mína í þetta og vil vinna ótrauð áfram að rekstri skólasetursins, sagði Sigurlín.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.