Skagablaðið


Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 3
Skagablaðið Fréttir 3. apríl 1995 3 Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf.: Gengið frá kaupum á fasteignunum Gengið var frá kaupum Skipa- smíðastöðvar Þorgeirs og Ell- erts hf. á fasteignum og lausa- fé fyrrum þrotabús Þ&E hf. í tengslum við aðalfund félags- ins í síðustu viku. Þá var sam- þykkt á fundinum að auka hlutafé félagsins úr rúmlega 10 milljónum króna í rúmlega 30. Rúmlega 8 prósenta atvinnuleysi Framhaldsaðalfundur félags- ins var haldinn síðast liðinn þriðjudag og þá voru þessar ákvarðanir teknar. Félagið kaupir eignir og lausafé af Iðn- lánasjóði og Iðnþróunarsjóði en sjóðirnir leysu þær til sín á upp- boði fyrr í vetur. Kaupverðið nemur 48 milljónum króna en þar af verður 10 milljónum breytt í hlutafé með skuldajöfn- un. Iðnlánasjóður er nú orðinn stærsti hluthafinn í SÞE hf. með 10 milljónir króna. Akranesbær jók hlutafé sitt um 5,5 milljónir og á nú 7,5 milljóna króna hlut í fyrirtækinu. Hörður Pálsson, stjómarformaður SÞE hf. og Snorri Pétursson frá Iðnlánasjóði takast í hendur eftir undirskrift samninga. Með þeim á myndinni erufrá hœgri: Bragi Hannesson framkvœmdastjóri Iðn- lánasjóðs, Þorgeir Jósefsson framkvœmdastóri SÞE og Tómas Kristjánsson frá Iðnlánasjóði. Myndina tók Pétur Hansson. Gunnar Leifur Stefánsson kaupir nýtt skip: Bjartsýnni en nokkru sinni Rúmlega átta af hundraði af áætluðum mannafla hafði ekki atvinnu í febrúar, sam- kvæmt upplýsingum t'rá Brynju Þorbjörnsdóttur at- vinnufulltrúa. Á sama tíma í fyrra nam atvinnuleysið nær 12 af hundraði. Kennaradeilan: Skólanefnd FVA lýsir áhyggjum Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sam- þykkti ályktun á fundi ný- verið þar sem lýst er áhyggj- um vegna þess ástands sem skapast hefur vegna verk- falls kennara og þeirra ófyr- irsjáanlegu afleiðinga sem það kunni að hafa á skóla- starf vorannar. Skólanefndin skoraði á aðila málsins að leggjast á eitt við að finna lausn á deilunni sem fyrst. Leikjanámskeið: Gjaldið hækkar Bæjarstjórn hefur ákveðið að hækka gjald vegna leikja- og fræðslunámskeiða Arnardals í sumar um 8,4 prósent, úr 2.400 krónum í 2.600 krón- ur. íþrótta- og æskulýðs- nefnd hafði áður ákveðið að hækka gjaldið í 2.900 krónur eða um 21 af hundraði. Þá hafa verið lagðar fram tillögur að fyrirkomulagi vinnuskólans í sumar. Gert er ráð fyrir að 14 ára ung- lingar vinni samtals 20 daga, 15 ára vinni í 30 daga og 16 ára unglingar í 40 daga. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni. Grundvöllurinn fyrir rekstri nýja bátsins er fyllilega tryggur og rúmlega það. Við erum þegar búin að bóka tals- vert, segir Gunnar Leifur Stef- ánsson í samtali við Skaga- blaðið en hann hefur gengið frá kaupum á nýjum bát til sjóstangaveiði. Báturinn er í Svíþjóð en Gunnar Leifur seg- ist gera ráð fyrir að fara utan í næstu viku og sigla honum heim á tíu dögum. Áætlaður heimkomudagur er annar í páskum. Hlutafélagið Andrea stendur að kaupunum og mun báturinn fá sama nafn. Gunnar Leifur er stærsti hluthafinn en aðrir hlut- hafar eru eigendur Pizza 67, Úlfar Eysteinsson í Þremur Frökkum, Langisandur, Einar Óli Einarsson í Rafsýn og Gunnar Sigurðsson í Olís, að Akranesbæ ógleymdum. Gunnar Leifur segist gera ráð fyrir að Andrea III seljist á næstu dögum. Andrea er 36 tonn að stærð, mun stærri en Andrea III, og tekur 50 manns. Veislueldhús er í bátnum og tveir veitingasalir. Hann var upphaflega smíðaður til far- þegaflutninga en hefur verið notaður við ferðaþjónustu að undanförnu. Báturinn verður gerður út á sjóstangaveiði eins og fyrri bát- ar í eigu Gunnars Leifs en auk þess segist hann gera ráð fyrir að nota hann í farþegaflutninga, til dæmis í tengslum við leiki Akurnesinga í knattspyrnu í sumar. Deilt í bæjarstjórn Miklar umræður urðu um að- ild Akraneskaupstaðar að Andreu hf. á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Eins og komið hefur fram í Skagablaðinu sam- þykkti bæjarráð upphaflega að leggja fram hálfa aðra milljón króna í hlutafé en eftir að at- vinnumálanefnd hafði lýst áætl- anir Gunnars Leifs óraunhæfar lækkaði bæjarráð upphæðina í 400 þúsund krónur. Sú sam- þykkt var staðfest í bæjarstjórn með sjö atkvæðum en bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins sátu hjá og taldi Guðmundur Páll Jónsson að þarna væri um að ræða svonefnda einkavinavæð- ingu. Athygli vekur að Gunnar Sig- urðsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður bæjarráðs, er jafnframt hluthafi í Andreu hf. Hann tók þátt í um- ræðum og atkvæðagreiðslu um málið bæði í bæjarráði og í bæj- arstjórn. Bæjarstjórn: Verslum í heimabyggð Bæjarstjóm hefur beint þeim eindregnu tilmælum til embættismanna og stofnana bæjarins að „þeir leitist við af öllu megni að versla í heimabyggð það efni og þá þjónustu sem möguleiki er á,“ eins og segir í bókun sem bæjarstjórn gerði að til- lögu Péturs Ottesen, bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. I bókuninni segir jafn- framt að það verði að teljast skilyrði að Akraneskaup- staður gangi á undan með gott fordæmi í þessum mál- um. Hönnun Langasands: Framsókn varámóti Samið hefur verið við Teiknistofuna, Kirkjubraut 17, um hönnun svæðisins við Langasand. Bæjarstjórn staðfesti samnginn í síðustu viku en bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins greiddu at- kvæði gegn honum. Gutinar Leifur Stefánsson skipstjóri segist gera ráð fyrir að koma með nýja bátinn, Andreu, til íslands á annan ípáskum. Hann segist bjartsýnni en nokkru sitini og telur rekstrargrundvöll Andreu fyllilega tryggðan.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.