Skagablaðið


Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 4
4 3. apríl 1995 Stjómmál Skagablaðið Réttlæti - trúnaður Hvað er réttlæti? Er það rétt- læti að efnalítið fólk á sífellt erf- iðara með að kosta börn sín til náms? Er það réttlæti að launa- misrétti vex hröðum skrefum? Er það réttlæti að sífellt meiri auður skuli safnast á sífellt færri hendur? Er það réttlæti að á meðan sumir borga háa skatta af launum undir eitt hundrað þús- undum á mánuði, skuli aðrir sleppa við skattgreiðslur af margfalt hærri tekjum? Búum við í réttlátu þjóðfélagi? Við sem stöndum að Þjóð- vaka eigum það sameiginlegt að vilja breyta því samfélagi sem við búum í. Við horfumst í augu við það að samfélag dagsins í dag er á vissan hátt óréttlátara en samfélag gærdagsins og slíka öfugþróun er erfitt að horfa upp á. Fyrir okkur sem trúum því að allir menn séu fæddir jafnir og að allir eigi rétt á jöfnum mögu- leikum í sínu lífi, óháð efna- hagslegum bakgrunni, búsetu eða kynferði, er óviðunandi að horfa aðgerðarlaus á slíka þró- un, slíka afturför. Við teljum því að það sé siðferðileg skylda okkar að snúa vörn í sókn. Og slíkt erum við að gera með stofnun Þjóðvaka. Tekjujöfnun og skattbreytingar Við viljum breyta skipan skattamála, draga úr skattpín- ingu láglaunafólks og að þeir sem meira mega sín, bæði ein- staklingar og fyrirtæki, leggi meira af mörkum til samfélags- ins. Við bendum á að á meðan skuldir fólks og vanskil eru skattlögð, eru hreinar tekjur af fjármagni skattfrjálsar. I þessu er ekkert réttlæti. Við teljum að réttlátari tekju- skipting og jöfnun lífskjara sé algjört forgangsverkefni nú- tímaþjóðfélags. Við teljum að réttur einstak- lingsins á sviði velferðarmála, svo sem heilbrigðis-, félags- og menntamála, sé grundvallarrétt- ur í samfélaginu og að tryggja skuli hann í stjórnarskrá. Við viljum efla valddreifingu, m.a. með því að styrkja sveitar- stjómarstigið og flytja verkefni frá ríkinu til sveitarstjórna, frá hinu miðstýrða ríkisvaldi nær fólkinu. Við viljum endurskoða sjáv- arútvegsstefnuna með sameign þjóðarinnar á fiskimiðum að leiðarljósi. Trúnaður við kjósendur Kjósendur eru vanir því að flokkarnir lofi öllu fögru fyrir kosningar en þau fyrirheit gleymist að þeim loknum. Þjóð- vaki hefur hins vegar sagt að orð og efndir verði að fara sam- an svo trúnaður ríki milli kjós- enda og okkar sem viljum þiggja umboð þeirra til setu á Alþingi. Þess vegna hefur Þjóðvaki sagt að einungis aðild að félags- hyggjustjórn komi til greina að kosningum loknum. Við skil- greinum okkur sem félags- hyggjuafl og það væri ekki í samræmi við okkar stefnuskrá að mynda stjórn með öðrum en félagshyggjufólki. Við höfum jafnframt skorað á aðra félags- hyggjuflokka að gera slíkt hið „Við horfumst í augu við það að samfélag dagsins í dag er á vissan hátt óréttlátara en samfélag gær- dagsins og slíka öfugþróun er erfitt að horfa upp á“ sama. Ég hef í ljósi þess á sam- eiginlegum framboðsfundum skorað á frambjóðendur félags- hyggjutlokkanna hér á Vestur- fíunólfur Ágústsson skrifar landi að lýsa því yfir að þeir muni ekki styðja rfkisstjórn undir forystu Sjálfstæðismanna eftir kosninga. Jóhann Arsæls- son hefur sagt að hann telji slíka stjórn ekki raunhæfan mögu- leika, Ingibjörg Pálmadóttir segir að Framsóknarflokkurinn sé óbundinn og opinn og Hans- ína Einarsdóttir neitar ítrekað að svara spumingunni. Þetta eru svörin sem kjósendur fá um það hvað þetta fólk ætlar að gera eft- ir 8. apríl. Gísla þarf ekki að spyrja. Okkar tími er kominn! Þjóðvaki hefur kynnt kjós- endum stefnu sína. Menn hafa sagt að í þeirri stefnu sé ekkert nýtt í velferðar- og félagsmál- um. Við ætlum okkur ekki það að hafa fundið upp jafnaðar- stefnuna. En við ætlum okkur það að hefja hana til vegs og virðingar í íslensku samfélagi. Það þarf meira jafnrétti, meira frelsi og meira þræðralag í það samfélag. Okkar tími er kom- inn! Runólfur skipar 1. sæti á lista Þjóðvaka Vinna er velferð Agœti lesaitdi. Þegar þetta blað berst ykkur eru aðeins örfáir dagar þangað til þið gangið að kjörborðinu. Nú átt þú val. Vilt þú óbreytt stjórnarfar, vilt þú ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks? Stjórn flokka sem hafa háð heilagt stríð allt kjörtíma- bilið. Flokka sem skilja 7 þús- und manns án atvinnu í lok kjör- tímabilsins. Ríkisstjóm sem skilar menntamálum og heil- brigðismálum í uppnámi. Sjálfstæðismenn segja í dag: Við erum ekki með gylliboð til kjósenda eins og stjórnarand- stöðuflokkarnir, en við bjóðum ykkur áframhaldandi stöðug- íeika. En svokallaður stöðug- leiki felst í því að verðbólga hefur ekki vaxið á kjörtímabil- inu en það var ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar sem kvað verðbólgudrauginn í kútinn. Ekki er úr vegi að rifja upp lof- orð Sjálfstæðisflokksins við síð- ustu kosningar og hverjar eru efndirnar. Þeir ætluðu að hækka skatt- leysismörkin en raunin er að þeir lækkuðu skattleysismörkin. Þeir lofuðu að lækka orku- verð en raunin er að þeir lögðu virðisaukaskatt á orku og hækk- uðu þar með orkuverð verulega. Þeir lofuðu gjörbreyttri sjáv- arútvegsstefnu en stóðu ekki við það. Nú tala þeir aðeins um gylli- boð stjórnarandstöðunnar. Vinna er velferð Við Framsóknarmenn leggj- unt höfuðáherslu á atvinnumál- in í þessari kosningabaráttu. Gott mannlíf byggist á því að menn hafi atvinnu og viðunandi kjör. Við teljum að með sam- stilltu átaki þjóðarinnar allrar megi vinna bug á því atvinnu- leysi sem hér hefur ríkt. Við boðum þjóðarátak um aukin atvinnutækifæri. Við teljum nauðsynlegt að leggja 1 milljarð til nýsköpunar í atvinnulífinu og Iðnþróunar- sjóði verði breytt í áhættulána- sjóð til að gera ungu fólki kleift að hefja atvinnurekstur án þess að leggja alla sína framtíð að veði. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Á síðasta kjör- tímabili urðu ntiklar breytingar í þá veru að sjúklingar þurfa nú að borga margfalt meira fyrir heilbrigðisþjónustuna sem er þess valdandi að efnalítið fólk veigrar sér við að leita til lækn- is. Við viljum setja lög um greiðsluaðlögun sem gefur ein- staklingum í alvarlegum greiðsluerfiðleikum möguleika á því að ná stjórn á skuldavanda sínum sem hefur m.a. skapast vegna minnkandi atvinnu. Áfangar í jafnréttisbaráttu Ég sem þetta skrifa hef unnið í 14 ár að stjórnmálum, fyrst sem bæjarfulltrúi í 10 ár, en þegar ég fyrst settist í bæjar- „Við Framsókn- armenn leggjum höfuðáherslu á atvinnumálin í þessari kosn- ingabaráttu. Gott mannlíf byggist á því að menn hafi atvinnu og viðun- andi kjör. Við telj- um að með sam- stilltu átaki þjóð- arinnar allrar megi vinna bug á því atvinnuleysi sem hér hefur ríkt“ Ingibjörg Pálmadóttir skrifar stjórn ásamt tveimur öðrum á- gætum konum hafði aldrei þá í 40 ára sögu Akranesbæjar setið kona sem aðalmaður í bæjar- stjórn, en nú er sem betur fer breyting á. Ég bauð mig fram til Alþingis fyrir fjórum árum og leiddi lista Framsóknarmanna, ein fárra kvenna í hefðbundnum stjómmálaflokki. Nú stefni ég ákveðið að því að verða 1. þing- maður Vesturlandskjördæmis en áður hefur kona ekki ^egnt því embætti hér á landi. Eg tel það stóran áfanga í jafnréttisbarátt- unni. I síðustu kosningum fyrir fjómm árum vantaði mig aðeins 40 atkvæði til þess að ná þess- um árangri. Ég tel mikilvægt að ná þeim árangri í þessum kosn- ingum, en til þess þarf ég mik- inn stuðning kjósenda, því í starfi stefni ég áfram. Ég er til- búin að leggja mikla vinnu af mörkum fyrir kjördæmið, en ég heyri raddir um það hér á Akra- nesi að ég eigi svo öruggt sæti á þingi að mig þurfi ekki að styðja. En sá sem ætlar að hafa áhrif þarf gott kjörfylgi. Ef starf mitt er einhvers virði fyrir þig þá bið ég þig ágæti les- andi að setja X við B á laugar- daginn. - Ingibjörg er alþingismaður og skipar 1. sœtið á lista Framsóknarflokksins. BUSETI HÚSNÆÐISSAMVINNUFÉLAG AÐALFUNDUR 1995 Aðalfundur Búseta hsf., Akranesi, verður haldinn á Barbró þriðjudaginn 11. apríl nk. kl. 20.30. f DACSKRÁ FUNDAR/NS: 'N 1. Ársuppgjör lagt fram. 2. Skýrsla stjórnar V 3. Kosning formanns til eins árs. 4. Önnur mál. J LAUSAR ÍBÚÐIR TIL UMSÓKNAR: 3ja herbergja íbúð í félagslega kerfinu 4ra herbergja íbúð á almennum kjörum. Uppl. gefa Valdimar í síma 12246 og Ella í síma 12941.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.