Skagablaðið


Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 03.04.1995, Blaðsíða 7
Skagablaðið Af lífi og sál 3. apríl 1995 7 é döfinni Mánudagur 03.04. Sýning Sjafnar Har í Kirkju- hvoli er opin virka daga kl. 16.00-18.00 og 15.00-18.00 um helgar. Vesturlandsdeild Barnaheilla efnir til opins fundar í Barbró kl. 20.00. Efni fundarins: Ein- elti gegn börnum. Þriðjudagur 04.04. Sameiginlegur framboðsfundur vegna alþingiskosninganna haldinn í Bíóhöllinni kl. 20.30. Stangaveiðifélag Akraness verður með opið hús á Langa- sandi kl. 20.30. Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar sýnir gamanleikinn Með hjartað í buxunum að Hlöðum kl. 21.00. Sýningar verða einnig 6., 9. og 11. apríl. Miða- verð 1.400 krónur og 700 krón- ur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Aðalfundur Sálarrannsóknafé- lags Akraness og Borgarfjarðar verður haldinn að Akursbraut 11 kl. 20.00. Keppni í unglingaflokki á Skákþingi Akraness hefst í Grundaskóla kl. 17.00. Fimmtudagur 06.04. Fyrirbænaguðsþjónusta í Akra- neskirkju kl. 18.30. Laugardagur 08.04. Kosið til Alþingis. Kjörfundur hefst kl. 09.00 og lýkur í síð- asta lagi kl. 22.00. Berst okkur vorið Theodór Einarsson hagyrðingur sendi okkur þennan vongóða kveðskap: Berst okkur vorið með blænum breiðir útfaðm sinn á ný fegurðin stœkkar og himinninn hækkar er hverfa burt vetrarins ský. Háttyfir sólglitruð sundin svífandi utan úr geim söngfuglar hraðir svo sœlir og glaðir scekja okkur aftur heim. Börnin við blómin hjala blítt strýkur þeyrinn grein. Lognaldan smáa að landinu leitar og leikur viðfjörunnar stein. Berst okkur vorið með blænum það besta sem hamingjan gaf. Ekkert í heiminum er okkur kærar en Island við nyrsta haf. Konungleg skemmtun Hörpusystra Ohætt er að segja að Hörpusystur, hópur sjö snjallra söngkvenna, hafi hrifið hug og hjörtu áheyrenda, sem troðfylltu listasetrið að Kirkjuhvoli síðdegis á laugardag. Svo sterk voru viðbrögðin að hópurinn var ítrekað klappaður upp. Skagablaðið smellti þessari mynd af á tónleikunum. I tcekinu Erfiðir gíslar Denis Learj Judy Davis Kevin Spacey HUSTI k» E HOSTAGES j Ekki er hægt að verjast þeirri j hugsun þegar horft er á kvik- ■ myndina „Hostile Hostages" | að handritshöfundurinn Marie j Weiss og leikstjórinn Ted * Demme hafi sótt mikið af hug- I myndum sínum í smiðju John I Hughes. En hann á að baki f margar af snjöllustu gaman- J myndum síðari ára eins og t.d. j Plains, Trains and Automi- í biles, Uncle Buck og Home I Alone myndirnar. Þótt hugmyndin að Hostile ■ Hostages sé ágæt þá nær hún * því aldrei að verða verulega I fyndin. Hún er á köflum allt of langdregin og klisju- kennd. En því er ekki að neita að hún á sína spretti og atriðið þegar þessi makalausa Chasseur fjöl- skylda, sem smákrimminn Gus (Denis Leary) er svo óheppinn að ræna eftir misheppnað innbrot rétt fyrir jól, og kemur saman í jólaboðið er drepfyndið og eins samskipti Gus við kollega sinn sem misskilur þau skilaboð sem hann fær frá höf- uðpaurnum oftar en ekki. Denis Leary er þokkalegur í sínu hlutverki en Judy Davis ber þó af í leikaraliðinu. ★★ s - Sigþór Eiríksson I Gangcir lífsins cfQKomuíheiminn 23. mars, stúlka, 3.060 g, 49 sm. Foreldrar: Borghildur Birg- isdóttir og Egill Steinar Gísla- son, Jörundarholti 35. 24. mars, stúlka, 3.575 g, 52 sm. Foreldrar: Jóna Ingibjörg Gylfadóttir og Jóhann Gíslason, Lerkigrund 6, Akranesi. 28. mars, stúlka, 3.660 g, 53 sm. Foreldrar: Hrefna Ingólfs- dóttir og Rúnar Gunnarsson, Einigrund 4. 29. mars, stúlka, 3.360 g, 54 sm. Foreldrar: Ingibjörg Núma- dóttir og Vignir Sigurþórsson, Borgarvík 20, Borgarnesi. Skírð Steinunn, fædd 31. desember 1994, skírð 26. mars 1995. For- eldrar: Trausti Gylfason og Sig- ríður Ragnarsdóttir, Eini- grund 6. Salome, fædd 2. febrúar 1995, skírð 26. mars. Foreldrar: Jón Pálmi Pálsson og Katrín Leifs- dóttir, Furugrund 16. Kim Klara, fædd 13. júlí 1994, skírð 26. mars. Foreldrar: Peter Albrecht og Anna Guðrún Benediktsdóttir Albrecht, Meerbusch, Þýskalandi. Ingileif fædd 23. mars 1995, skírð 28. mars. Foreldrar: Egill Steinar Gíslason og Borghildur Birgisdóttir, Jörundarholti 135. t Jarðsungin 20. mars: Guðjón Ingvar Elías Hjaltason, Skíðabraut 15, Dal- vík. F. 14. desember 1921, d. 8, mars 1995. Myndböndin 1. Clear and present Danger 2. True Lies 3. When a Man loves a Woman 4. The Mask 5. Wolf 6. City Slickers 7. Clean Slate 8. Getting even with Dad 9. Wyatt Earp 10. Next Door Guðrún Sigríður Gísladóttir er í brennidepli hjá okkur að þessu sinni. Hún fæddist á Akranesi 10. apríl 1969. Hún er gift Guðmundi S. Jónssyni og sonur þeirra er Marinó Rafn, þriggja ára gamall. Bifreið: BMW 316 (til sölu) árgerð 1989 og Lada Sport árgerð 1987. Myndirðu nota göng undir Hvalfjörð? Já, ég hefði bara viljað fá þau fyrr. Áttu reiðhjól? Já en nota það alltof lít- ið. Staifog laun: Ég er félagsráðgjafi en starfa hjá atvinnusmiðjunni. Launin eru í kringum 60.000 krónur. Helsti kostur: Ég er ákveðin, metnaðargjörn og reyni að vera heiðarleg. Matur og drykkur í uppáhaldi: Lambakjöt, vatn og diet kók. Uppáhaldstónlist: Nánast öll tónlist, jafnvel rólegt þungarokk. Hvað gerirðu ífrístundum þínum? S.l. ár hefur verið lítið um frístundir en þeim sem gefast eyði ég með fjöld- skyldunni. Uppáhaldsíþróttamaður: Alli Huldars. Uppáhaldsstjómmálamaður: Þeir eru margir góðir en enginn þó gallalaus. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég er lítið hrifin af sjónvarpi og nota það lítið. Leikari í uppáhaldi: Júlíus M. Þórar- insson. Hvaða bók ertu að lesa? Hún heitir Of Death and Dying og fjallar um félags- ráðgjöf. Hvaða kvikmynd sástu síðast? Ég fór síðast í bíó fyrir tveimur árum og sá Ognareðli. Hún var góð, spennandi. Ertufarin að skipuleggja sumarfríið? Það er allt óljóst ennþá. Hvað meturðu mest ífari annarra? Mér finnst mikilvægt að fólk sé heið- arlegt og samkvæmt sjálfu sér. Hvað líkar þér best við Akranes? Bær- inn er vel staðsettur og fólkið er gott I brennidepli en mætti vera bjartsýnna. Hvað veitir þér besta afslöppun ? Að vera í góðra vina hópi og að ferðast, til dæmis að fara í sumarbústað. Hvað viltu að bœjarstjórn leggi höfuð- áherslu á? Ég vil að þau leggi áherslu á atvinnumál og meini eitthvað með því. Þar þarf að hafa framtíðarsýn og leggja áherslu á nýsköpun. Svo má auka mjög félagslega þjónustu án stór- kostlegra útgjalda. Flokkarðu sorp ? Dósir og flöskur. Stundarðu líkamsrœkt? Æ, þurftirðu nú endilega að spyrja um þetta? Ég labba út í bíl en ætla mér lengra. Eg þarf að bæta mig. Sœkirðu tónleika eða aðra menningar- viðburði? Ég fer í leikhús af og til. Síðast fór ég á Hryllingsbúðina og fannst hún góð. Guðrún vill að bæjarstjórn leggi áherslu á atvinnumál, í alvöru!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.