Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 2
2
ÓFEIGUR
fullkomna skipun heilbrigðismála og tryggingakerfi,
sem getur náð til alls þorra af þegnum þjóðfélagsins.
Engin þjóð nema fslendingar hefur lagt út á svo
erfiða braut. En þjóðin hikar ekki. Hún veit, að for-
feðurnir leystu þessa þraut við hæfi sinnar aldar fyrir
þúsund árum. Nútímamenn á fslandi verða að geta kom-
izt jafnfætis forfeðrunum. Samt verður því ekki neitað,
að hin nýja leið er hættuleg, jafnframt því að hún er
glæsileg. Ef þjóðin getur ekki komið á jafnvægi í at-
vinnumálum og réttlátri skiptingu þjóðarteknanna, ef
gjöldin til sameiginlegra þarfa yfirstíga getu skatt-
borgaranna og ef einstakir menn í landinu, sem hafa
orð fyrir flokkum eða stéttum, gerast af pólitískum
ástæðum handbendi erlendra valdhafa, þá er hið endur-
reista þjóðveldi í hættu. Þá getur íslenzka þjóðin brotið
fjöregg sitt í annað sinn „milli tveggja siða“.
Það má heita, að íslenzka þjóðin sé í mörgum efnum
stödd á óvenjulegum vegamótum. Á einum mannsaldri
hefur þjóðin hætt að vera dreifbýlisþjóð, sem bjó að
handiðju, orðið þéttbýlisþjóð með véliðju. Þjóð, sem hafði
í þúsund ár mótað öll störf andleg og atvinnuleg við
sveitalíf, er nú skyndilega orðin bæjaþjóð án þess að
kunna nema að litlu leyti að búa við hin nýju skilyrði.
Áður var ísland talið afskekkt land, að mestu gleymt
á ráðstefnum stórmenna heimsins. Skyndilega er Island
komið á krossgötur, þar sem f jögur stórveldi geta hugs-
að til að láta fara fram þýðingarmikinn þátt í barátt-
unni um yfirráð heimsins. ísland hefur jafnvel komizt
svo hátt á þessum vettvangi, að þýðingu þess fyrir
heimsveldin er líkt við Gíbraltar, Malta eða Singapore.
Þriðju Fróðárundrin snerta fjárhaginn. Um margar
aldir hefur íslenzka þjóðin og aðrir, sem til þekktu, tal-
að um fátæktina sem höfuðeinkenni og ævarandi erfð
Islendinga.'En nú sem stendur er íslenzka þjóðin, við
hlið Svía og Portúgalsmanna, ein meðal Evrópuþjóða
svo á vegi stödd, að hún getur auðveldlega greitt þarfir
sínar erlendis, án þess að þurfa að taka lán.
Fjórða breytingin er flutningur hins æðsta valds ís-
lenzkra mála frá fjarlægu landi á fornt höfuðból á
Álftanesi.
Fimmta einkennilega nýjungin, er snertir Island, eru
hinar landfræðilegu athuganir frá síðustu árum sem
hníga að því, að Island tilheyri Vestur- en ekki Norður-