Bæjarblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 3
B«Jorblð<fid 3 Sjálfsbjörg vígir nýtt húsnæði Eins og fram kom í Bæjarblaðinu nýlega festi Sjálfsbjörg á Akranesi kaup á hluta af húseigninni að Suðurgötu 36 undir starfsemi sína. Athygli hefur vakið dugnaður og stórhugur þessa litla félags og félagsmanna þess, við að eignast sitt eigið húsnæði og hafa margar fórnfúsar hendur lagt þarna hönd á plóginn svo þessi draumur gæti ræst með húsakaupin. Það var síðan s.l. laugardag, 9. apríl, sem húsið var formlega vígt, þótt starfsemin sjálf hefjist ekki fyrr en í haust. Við þessa athöfn flutti formaður félagsins, Halldór M. Sigurðsson ávarp, þar sem hann sagði frá starfsemi félagsins hér á Akranesi, tilurð þess og framtíð, og einnig frá ýmsum velunnurum þess. Bæjarblaðið fór þess á leit við Halldór að fá að birta ávarp hans til fróðleiks fyrir lesendur blaðsins. Varð hann góðfúslega við þeirri beiðni og fer ávarpið hér á eftir. Það er ekki óeðlilegt aö við spyrjum hver er tilgangurinn með stofnun slíks félags sem Sjálfs- björg er. Því skal ég leitast til að svara í stuttu máli. Fyrir 25 árum síðan eða nánar tiltekið árið 1958, stofnar fatlað og dugmikið og framsýnt fólk sitt eigið félag norður á Siglufirði sem varð fyrsta Sjálfsbjargarfélagið á fsl- andi. Stofnun þessa samtaka er sérstök fyrir það, að þeim standa einungis fólk með skerta lífsorku. Fólk þetta hefur sameinast og starfar nú í 13 félagsdeildum, með um það bil 1300 meðlimum. Það eru ekki mörg ár síðan að fötlun var feimnismál og hver sá, sem ekki gat gengið til vinnu var ekki talinn til manna. En þegar þessi samtök verða til hefst betri og bjartari tíð fyrir fatlaða, fólkið sam- einast, byggir upp eigin kröfugerð um þarfir þessa hóps, eldmóður lífsins eykst og magnast. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akra- nesi og nágrenni var stofnað 10. maí 1970. Fyrsta stjórn félagsins var Karen Guðlaugsdóttir for- maður og aðalhvatamaður að stofnun félagsins, Guðjón Guð- mundsson gjaldkeri, Halldór M. Sigurðsson ritari, meðstjómendur Guðlaug Björnsdóttir og Sigurður Jónsson, varaform. Guðni Hall- dórsson. Varastjórn Jóhann Pétursson, Hallgrímur Guðmunds- son, Helgi Guðmundsson og Jó- hanna Þorbjarnardóttir. Frá stofnun félagsins hafa Jóhanna, Guðni og Halldór starfað í öllum stjórnum og Ingunn og Sig- ríkur í flestum. Svo sem fundar- gerðir félagsins bera með sér hafa helstsu baráttumál félagsins verið endurhæfing öryrkja. Þegar það var í sjónmáli að heilsugæslustöð yrði opnuð við Sjúkrahúsið gaf Sjálfsbjörg stöðinni mjög þarft og fullkomið þjálfunartæki. Þá má MIÐIER MÖGULEIKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 11 (búðavinningar 100 bílavinningar 300 ferðavinningar á 400 þús. kr. hver. á 75 þús. kr. hver. á 25 þús. kr. hver. 600 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. HAPPDRÆTTI 83-84 Umboð á Akranesi Kirkjubraut 5, Akranesi Sími 93-1986 Frá vfglsuathöfninniá laugardaginn. Mynd: Dúi geta þess að Sjálfsbjörg gekkst fyrir því að sjúkraþjálfari héðan af Akranesi var styrktur til náms er- lendis. Við höfum lagt lítillega pen- inga í sjálfsbjargarhúsið í Reykja- vík og við höfum lagt peninga til kaupa innanstokksmuna í gisti- íbúðir að Hátúni 12. Þá hefur félagið lagt sig fram um að beita sér fyrir hvers konar málefnum, sem bæta réttarstöðu fatlaðs fólks og þótt sumum finnist ekki nóg að gert, þá er markvisst unnið að þessum málum. Öryrkjavinna (verndaður vinnu- staður) er áhugamál sem er jafn- gamalt félaginu. Það þarf ekki að fjölyrða hvers virði vinnan er manninum, því allt okkar lífskapp- hlaup fæst fyrir peninga og pen- ingana fáum við flest fyrir vinnu, en velferðarþjóðfélagið er byggt upp eingöngu með þarfir þess heil- brigða í huga, hinir gleymdust. Þetta sýnir brýna þörf á skjótum úrbótum við teljum nú að mál þetta sé í höfn og við fögnum öllum að- gerðum sem beinast að bættum lífskjörum fatlaðs fólks. Við munum því leggja þessu máli lið, svo sem við megum. Við tjáum okkur fús til samstarfs við hvern þann aðila, sem reynist þess megnugur að koma á fót öryrkjavinnu hér á Akranesi. Þriðja stórmálið í okkar huga hefur lengi verið að eignast eigið húsnæði. Því marki er náð og Sjálfsbjörg festi kaup á hluta hús- eignarinnar að Suðurgötu 36 sern mun vera 12 1/2% hússins. Aö þetta varð hægt eigum við að þakka bæjarbúum, sem svo dyggi- lega hafa reynst okkur í gegnum árin með stuðningi við málefni okkar, en svo sem kunnugt er erum við með tvö happdrætti árlega svo og merkja og blaðasölu, eru það okkar föstu tekjur. Sölulaunin sem við fáum, eru af happdrættinu 60% sem er hreinn ágóði. Fleira kemur til. Árið 1977 færði Ármann Sigur- björnsson Akurgerði 6 félaginu ný- kr. 10.000 en hann andaðist 28. ágúst 1978. Hann lét þess getið nokkuð fyrir andlát sitt að það væri hans ósk og vilji að gkr. 1.000.- 000,- af eignum hans yrði afhentar félaginu Sjálfsbjörgu á Akranesi til, þeirrar ráðstöfunar sem það helst óskaði. Þessa upphæð færði félag- inu eftirlifandi systir Ármanns, frú Elísabet Sveinbjörnsdóttir samkv. gjafabréfi 14. júlí 1979. Frú Ólafína Ólafsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða gaf félaginu samkv. gjafabréfi 23. jan. 1981 kr. 1.000.000.- til minn- ingar um son sinn Heiðar Ólafsson sem andaðist 27. des. 1978. Skipasmiðafélag Akraness gaf 175.000.- Árið 1982 gaf sjúkra- sjóður Verkalýðsfélags Akraness kr. 30.000.- og Bæjarsjóður Akraness veitti okkur í fyrra og aftur nú í ár kr. 25.000.- í hvort skipti. Stundum hafa sölubörn gefið okkur hluta af sölulaunum sínum og að loknum síðustu for- setakosningum gáfu stuðnings- menn Alberts Guðmundssonar Sjálfsbjörgu kr. 12.000,- sem reyndust vera í sjóði umfram gjöld. Fyrsta gjöfin sem til félagsins barst var frá Jóhanni Stefánssyni og frú til minningar um son þeirra látinn. Síðan hafa börn hér í bænum haldið hlutaveltu og gefið félaginu síðan ágóðann. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem rétt hafa félaginu hjálp- arhönd, og hér hafa verið taldir, svo og hinum sem ekki hafa verið nefndir. Við þökkum þeim af alhug fyrir að gera okkur kleift að funda í eigin húsi. Án skilnings og velvildar hefði það ekki verið fært. Að svo búnu lýsi ég húskynnum þessum sem formlega tekin í notk- un og bið þess að blessun Guðs fylgi því starfi, sem hér á eftir að farafram. Að athöfninni lokinni spjallaði Bæjarblaðið stuttlega við þá Hall- dór M. Sigurðsson og Guðna Hall- dórsson og kom fram hjá þeim að hugmyndin hjá félaginu væri sú að opna skrifstofu í nýja húsnæðinu með haustinu, en þá aðeins hluta úr degi og mundi skrifstofan sjá um að veita því fatlaða fólki upplýs- ingar sem til þeirra leita um hina ýmsu málaflokka sem það varðar svo sem Tryggingamál, fjármál, farartækjamál, félagsmál og at- vinnumál. Einnig kom fram hjá þeim að síðasta landsþing Sjálfs- bjargar var haldið á vegum Sjálfs- bjargar á Akranesi og fór þing- haldið fram í Heiðarskóla og lögðu félagar bæði hér á Akranesi og í sveitunum hér fyrir ofan mikið að mörkum svo þingið gæti farið sem best fram og mikil vinna var unnin fyrir sama og enga þóknun. Þeir báðu síðan blaðið um að koma á framfæri miklu þakklæti til allra þeirra aðila sem hafa veitt félaginu aðstöðu til þess að halda fundi sína í gegnum árin endur- gjaldslaust áður en tilkoma nýja húsnæðisins varðtil. Eftir að hafa rætt við þá félaga Halldór og Guðna duldist okkur ekki að þótt Sjálfsbjargarfélagar á Akranesi keppist ekki mikið um að vera í sviðsljósinu með sína starf- semi, þá hafa þeir alltaf verið að vinna að hagsmunamáli sínu að tryggja fötluðum á Akranesi eðli- legt líf og örugga framtíð. Þeir hafa unnið ómetanlegt starf sjálf- um sér og öðrum til handa.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.