Bæjarblaðið - 24.11.1983, Blaðsíða 1
„Taktu æði“, stendur letrað á einn sælgætiskassann. Það er
engu líkara en innbrotsþjófurinn hafi tekið þessi orð bókstaf-
lega.— Mynd: Árni
Aðfaranótt laugardagsins 12. þessa mánaðar var brotist inn á
veitingastaðinn Stjörnukaffi við Skólabraut. Innbrotsþjófurinn lét
þar greipar sópa um sælgætis- og tóbakshillur, stal og skemmdi
tóbak og sælgæti fyrir að verðmæti um tuttugu þúsund krónur.
Aðkoman á innbrotsstað var heldur Ijót eins og meðfylgjandi
mynd Árna sýnir vel. Rutt hafði verið niður úr hillum og traðkað
rækilega á auk þess sem tómatsósu var sprautað yfir allt saman.
Magnús B. Karlsson, eigandi Stjörnukaffis, sagði í samtali við
blaðið í gær að innbrotsþjófurinn væri enn ófundinn, og skoraði
hann jafnframt á fólk að láta lögregluna vita ef það teldi sig hafa
orðið vart við óeðlilegar mannaferðir við Stjörnukaffi umrædda
nótt. Þá sagði Magnús að þjófurinn ætti að vera vel byrgur af
Winston sígarettum, því uppistaða þess sem stolið var, voru þess-
konarsígarettur.
Brotist inn
í Stjörnukaffi
— Tóbaki og sælgæti stolið
Enn mikið atvinnuleysi á Akranesi:
Málefni togarans
Óskars Magnússonar
ennþá óljós
Nú mun láta nærri að um 10%
vinnufærra manna á Akranesi séu
atvinnulausir. Stærstur hluti þeirra,
konur er hafa unnið í frystihúsum
Þórðar Óskarssonar og Hafarnar-
ins, en eins og kunnugt er hefur
togarinn Óskar Magnússon nú
legið bundinn við bryggju hér á
Skaga um hríð.
Annar togari héðan, Krossvík,
stöðvaðist einnig um tíma í síðustu
viku þar sem útgerð hans átti í
erfiðleikum með að greiða olíu á
skipið.
Eins og fram kom í síðasta
Bæjarblaði þá hefur Bæjarstjórn
Akraness skorað á stjórnvöld að
gera ráðstafanir sem tryggt geti
rekstrargrundvöll fyrirtækja í sjáv-
arútvegi. Ljóst er að hraða þarf
gerð slíkra ráðstafanna, og höfum
við Akurnesingar nú séð það svart
á hvítu hve mikið við eigum undir
því að rekstrargrundvöllur fisiskipa
okkar sé tryggður.
Á blaðsíðu 5 í Bæjarblaðinu í
dag er ítarleg grein eftir þá Skúla
Garðarsson og Óskar Þóraðrson,
þar sem þeir fjalla um málefni
Óskars Magnússonar.
B.v. Óskar Magnússon liggur enn bundinn við bryggju. — Mynd: Dúi
Ný f iskbúð
Fyrir skömmu var opnuð ný fisk-
búð hér á Skaga. Nýja fiskbúðin
ber nafnið Nesver og ertil húsa að
Háholti 35, og gengið er inn frá
Stillholti.
Það eru hjónin Guðbjörg Har-
aldsdóttir og Sólmundur Maríus-
son sem reka Nesver, og að sögn
Sólmundar munu þau kappkosta
að hafa sem fjölbreyttast úrval af
nýjum fiski og unnum fiskvörum í
versluninni. — Myndina tók Dúi af
þeim Guðbjörgu og Sólmundi við
afgreiðsluborð Nesvers.
Skagamenn !
Munið hagstæðu kjörín hjá okkur.
Veriö velkomin, HÓTEL LOFTLEKNR
FLUGLEIDA St HÓTEL