Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 1
1. tbl. — 26. janúar 1984— 6. árg. Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti 31 nemandi brautskráðist frá Fjölbrautaskólanum í desember Skólaslit Fjölbrautaskólans á Akranesi á haustönn 1983 fóru fram þriðjudaginn 20. desember á sal skólans. Hefur þessi lokaathöfn skólastarfs á haustönn jafnan verið nefnd Þorláksvaka, til heiðurs Þor- láki biskupi hinum helga. Á vökunni nú söng skólakórinn nokkur lög og flutt var dagskrá er byggðist á lýs- ingum á kjörum fólks á íslandi fyrr á öldum. Skólameistari flutti annál skóla- starfs á liðinni önn, en alls stund- uðu 510 nemendur framhaldsnám á önninni, 93 nemendur voru í 9. bekk og 100 nemendur í öldunga- deild og meistaraskóla. Alls lauk 31 nemandi prófum frá skólanum að þessu sinni. Af iðn- og verknámsbrautum: Erling Bergþórsson, Guðjón Gunnarsson, Hannes Fr. Sigurðs- son, Heimir Björgvinsson, Jón E. Guðnason, Jón Sigurðsson, Ketill Már Björnsson, Magni Ragnars- son, Sigurbjörn Guðmundsson, Sigurður Karl Ragnarsson og Þór Arnar Gunnarsson. Lokaprófi af tæknifræðibraut luku: Ingólfur Örn Þorbjörnsson, Smári Guðjónsson og Unnsteinn Einar Jónsson. Bóklegu námi sjúkraliða lauk Sædís G. Þorleifsdóttirog almennu verslunarprófi luku Anna Kristjáns- dóttir, Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir og Halldór Jónasson. Af uppeldis- braut 2 útskrifaðist Jónína Björg Magnúsdóttir. Alls luku 13 nemendur stúdents- prófi frá skólanum að þessu sinni. Stúdentsprófi af heilbrigðissviði luku Elísabet Svansdóttir, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir og Margrét Indriðadóttir. Stúdentsprófi af raungreinasviði luku Gunnar Mýrdal Einarsson og Ævar Örn Jósefsson. Stúdentsprófi af sam- félagssviði luku Hörður Rafnsson, Kristján Helgason, Ólöf Samúels- dóttir og Steinunn Eva Þórðar- dóttir. Stúdentsprófi af viðskipta- sviði luku Adolf Friðriksson, Magnús D. Brandsson, Rósa Jónsdóttirog Þorgeir Jósefsson. Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum, svo og verðlaun fyrir jafnbestan árangur á lokaönn í stúdentsprófi, en þau verðlaun hlaut Gunnar Mýrdal Einarsson. Adolf Friðriksson nýstúdent ávarpaði samkomuna fyrir hönd Veðurguðirnir í ham í byrjun ársins Fiskverkunarhús Birgirs Jónssonar var eitt þeirra sem sjórinn lagði í rúst við Ægisbraut. — Mynd: hb. Veðurguðirnir hafa heldur betur látið okkur Skagamenn vita af sér þá fáu daga sem liðnir eru af árinu 1984. Verst urðum við þó fyrir barðinu á þeim er sjór gekk á land að morgni 5. janúar sl. en þá varð gífurlegt tjón svo að segja með- fram allri strandlengju Akra- ness en mest þó við Ægisbraut og á Breiðinni. Enn mun margt óljóst í sam- bandi við tryggingabætur til þeirra sem fyrir tjóni urðu í þessu áhlaupi sjávarins og vafalaust er erfitt að meta tjónið til fulls, en Ijóst má vera að gífurlegt átak þarf að gera til að verja mannvirki við sjávarsíð- una ágangi sjávar. Síðastliðinn hálfan mánuð hefur svo snjóað svo til látlaust og fer það að vera fastur liður í byrjun árs hér að allt fari á kaf í snjó. Þrátt fyrir þæfingsfærð á götum og mikla hálku hefur lítið verið um umferðaróhöpp, að- eins ,,smáhnoð“ eins og einn lögregluþjónn orðaði það. Nýútskrifaðir nemendur Fjölbrautaskólans. — Mynd: Dúi útskriftarnema og færði skólanum árnaðaróskir. Því næst tók Stein- grímur Bragason kennari til máls og óskaði skólameistara Ólafi Ásgeirssyni alls hins besta í nýju starfi er hann hverfur nú til um ára- mót og mun sinna í 8 mánaða leyfi frá störfum við Fjölbautaskólann á Akranesi. Að lokum ávarpaði skólameist- ari hina nýútskrifuðu nemendur og sagði skóla slitið á haustönn 1983. Lauk vökunni með því að skólakór- inn undir stjórn Jensínu Waage gaf tóninn fyrir viðstadda er tóku undir í nokkrum lögum er féllu vel að tilefni dagsins. Brotist inn í Skagaver Innbrotsþjófurinn plástraði sig á staðnum Aðfararnótt laugardagsins 21. þessa mánaðar var brotist inn í verslun Skagavers á Garðagrund- um. Rúða í útidyrahurð verslunar- innar var brotin og virðist sem inn- brotsþjófurinn hafi skorið sig á hendi við verknaðinn þar sem blóðblettir voru við afgreiðsluborð. Þjófurinn virðist jafnframt hafa búið um sár sín á staðnum því opinn plásturspakki fannst í versluninni. Skemmdir voru unnar á pen- ingakassa og talsverðu magni af vindlum og sígarettum var stolið. Aðkoman á innbrotsstað var Ijót, skósvertu hafði verið klínt á veggi og ýmsum vörum dreift um gólfin. Poki með hluta af þýfinu fannst I nágrenni við verslunina og annar poki með þýfi fannst á Langasandi en samt sem áður er mikið magn af sígarettum og vindlum enn ófundið. Þjófurinn virðist hafa haft góðan tíma til að athafna sig, hefur fengið sér gosdrykk og súkkulaðistaur í rólegheitum og skrifaði svo þakkir á vegginn með skósvertu með hálf vafasamri ensku. Vegsummerki í Skagaveri voru ekki ólík þeim sem voru er brotist var inn í Stjörnukaffi fyrr í vetur og því telur lögreglan ekki ólíklegt að hér sé um sama skúrk að ræða og þar. Það er því full ástæða til að hvetja bæjarbúa til að láta lögregl- una vita ef þeir telja sig hafa ein- hverjar upplýsingar varðandi mál þessi, en skúrkurinn ætti að vera vel birgur af sígarettum og vindlum og líklega hruflaður á hendi. „Rakettur fyrir aurinn“ Talsvert hefur verið um afbrot hér á Skaga að undanförnu. Mikið hefur verið um innbrot í bíla, ef inn- brot geta kallast, þar sem bílarnir hafa allir verið opnir. Til öBmis var farið inn í einn bíl þar sem hann stóð inn í bílskúr og tilraun gerð til að stela honum. í öllum tilvikum hafa skemmdir verið unnar á bíl- unum. Öll eru þessi afbrot enn óupplýst og sama er að segja um innbrotið í Stjörnukaffi á dögunum og innbrotstilraunina í áfengis- verslunina. Þá var á dögunum stolið fimmtíu þúsund krónum úr bíl og fannst það þýfi að mestu leyti bak við hús á niðurskaganum fyrir skömmu. Það var hópur smástráka sem fann þýfið og að sögn lögreglumanna kom upþ óeining í hópnum er þýfið fannst. Vildu strákarnir ýmist skila peningunum á lögreglustöðinaeða kaupa rakettur fyrir aurinn. Það síðarnefnda mun svo hafa orðið úr og vakti það athygli söluturns- eiganda við Skólabraut ertveir litlir guttar komu með 500 krónu seðla og hugðust kaupa rakettur. Hann mun hafa gengið á snáða og spurt þá hvaðan þeir hefðu peningana og voru svörin fyrst að mamma hefði gefið þá. Þegar kaupmaður- inn sagðist þá ætla að hringja í mömmu þeirra, þá sögðu þeir að ,,fyllibytta“ hefði gefið þeim pen- inginn. Þessu trúði kaupmaðurinn mátulega og fór með stráka á lög- reglustöðina þar sem þeir Ijóstruðu uþþ leyndarmálinu um fjársjóðinn. Þjófurinn hefur hins vegar ekki fundist enn, en strákarnir sáu til þess að mest allt þýfið komst í hendur réttra eigenda. Næsta Bæjarblað kemur út 9. febrúar Auglýsingasímar 1919 og 2774

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.