Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 3
Bœjorblodid Magnús Oddsson rafveitustjóri ritaði þingmönnum Vesturlands og iðnaðarráðherra bréf: 650 milljónir í niðurgreiðslu og verðjöfnun — Ekki króna af því rennur til Akraness „Til niðurgreiðslu og verðjöfn- unar á orku verður varið a.m.k. 650 mkr. á næsta ári, en svo „haganlega“ er þessum málum fyrir komið, að ekki rennur króna til Akurnesinga, þótt hitaveitan okkar sé dýr og heimili hér greiði liðlega 50.000 kr. á ári fyrir raf- magn og hita, og að það sé eitt hæsta verð á landinu." Þetta segir rafveitustjórinn okkar í bréfi, er hann hefur skrifað þingmönnum Vestur- lands. Tilefni bréfs hans var yfiriýsing iðnaðarráðherra í sjónvarpsviðtali í desember, þar sem hann komst svo að orði ð ekki kæmi til mála að greiða niður rafmagn tii hitunar á orku- veitusvæði Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Rafveitustjór- inn vill að rafmagn sé greitt niður hér á sama hátt og á öðrum stöðum á landinu fyrir þá sem nota rafhitun, en einnig gagn- rýnir hann það fyrirkomulag, sem notað er til niðurgreiðslna og verðjöfnunar orku og telur að þetta kerfi verði að endurskoða frá grunni. Blaðið fékk leyfi til að birta bréfið til þingmanna Vestur- lands og greinargerð um orku- kostnað heimila, sem send var iðnaðarráðherra. Ég hef ritað iðnaðarráðherra brég viðvíkjandi rafhitun og verðjöfnun á orku og sendi þér hér með afrit af því. í bréfi mínu mótmælti ég þeim orðum ráðherrans í sjónvarpviðtali hinn 19. des. s.l. um að ekki komi til mála að greiða niður rafmagn til hitunar á orkuveitusvæði Hitaveitu Arkaness og Borgarfjarðar. Þessi orð sæta furðu m.a. vegna þess að til rafhitunar hér á Akra- nesi var stofnað samkvæmt hvatn- ingu Iðnaðarráðuneytisins og tel ég því meira en sjálfsagðan hlut að rafhitanotendur á Akranesi njóti niðurgreiðslna á sama hátt og aðrir landsmenn, er nota rafmagn til sömu þarfa. í tilefni þessa hef ég skoðað hvernig niðurgreiðslum og verð- jöfnun á orku er háttað og komist að raun um að til grundvallar er lagt hvert form orkunnar er og hvaða fyrirtæki annast sölu orkunnar, en ekki eins og vænta mátti, sá kostn- aður er neytandinn ber. Þetta kemur m.a. fram í stuttri greinar- gerð, er ég sendi ráðherra með bréfi mínu. Hér er um mikla fjármuni að ræða. Samkvæmt fjárlögum er verðjöfnunargjald raforku 360 mkr, niðugreiðsla rafhitunar 230 mkr og til okíustyrkja 61,5 mkr. eða alls 651,5 mkr. Rætt er um að hækka niðurgreiðslur til rafhitunar og Ijóst Akranes — Rafmagns- og hitakostnaður einn sá mesti á landinu. — Mynd Friðþjófur er að verðjöfnunargjald raforku verður hæra, ef verðbólga heldur áfram. Við Akurnesingar greiðum að sjálfsögðu okkar hlut í þessum niðurgreiðlsum. Verðjöfnunargjald raforku, sem Rafveita Akraness innheimti á s.l. ári nam t.d. um 9 mkr., sem er hærri upphæð en allur rekstrarkostnaður rafveitunnar á því ári. (Laun starfsmanna, viðhald, endurbætur og annar rekstrarkostnðaur). Reglum um niðurgreiðslur og verðjöfnun er hins vegar svo ,,haganlega“ fyrir Árlegur )rkukostnaður heimilis (kr) Upp- Rafm. Orkunotk. Njóta hitun notkun Alls niðurgr Reykjavík 9.936 13.840 23.776 Selt jarnarnes - 8.815 13.840 22.655 Mosfellshrepp. . ‘. 10.354 13.840 24.194 Bessastaðahrepp 25.690 13.840 39.530 I>orlákshðfn 23.556 17.280 X 40.836 X Selfoss 8.988 18.960 27.948 Hveragerði 6.962 17.400 24.362 Laugarás . 6.445 17.280 X 23.725 X Flúðir 6.827 17.280 X 24.107 X Brautarholt 760 17.280 X 18.040 X Rangá 28.704 17.280 X 45.984 X Vestmannaeyjar 26.476 16.400 42.876 Akranes 35.844 14.600 50.444 Borgarnes 35.844 16.800 52.644 Reykhólar 2.555 17.280 X 19.835 X Suðureyri 29.425 17.280 X 46.705 X Hvammstangi 15.667 17.280 X 32.947 X Blönduós 30.874 17.280 X 48.154 X Sauðárkrókur 9.276 16.400 25.676 Siglufjörður 30.972 15.400 X 46.372 X ólafsfjörður 11.746 17.280 X 29.026 X Dalvík 9.012 17.280 X 26.292 X Hrísey 34.662 17.280 X 51.942 X Akureyri 34.800 13.040 47.840 Húsavík 7.735 16.000 23.735 Reykjahlíð 12.060 17.280 X 29.340 X Egilsstaðir. 36.230 17.280 X 53.510 X Hafnarfjörður 9.936 15.720 25.656 Vatnsleysa 19.666 19.520 39.186 Njarðvík 19.666 19.520 39.186 Keflavík 19.666 19.400 39.066 Garður 19.666 19.400 39.066 Sandgerði 19.666 19.160 38.826 Grindavík 19.666 19.400 39.066 Eyrarbakki 32.550 17.400 49.950 Stokkseyri 32.550 18.960 51.510 Reyðarfjörður,rafm.h 29.466 X 15.480 44.946 " olíuh 31.660 X 15.480 47.140 X Orkubú Vestfjarða rafm.h 27.758 X 17.280 X 45.038 X " olíuh 31.660 X 17.280 X 48.940 X Rafmagnsveita ríkisins,rafm.h. . . . 29.466 X 17.280 X 46.746 X " olíuh 31.660 X 17.280 X 48.940 X Seyðisfjörður (Fjarv.v.) 27.744 X 17.280 X 45.024 X Höfn í Hornafirði (Fjarv.v) 27.288 X 17.280 X 44.568 X komið, að af þessum 650 mkr. rennur ekki ein króna til Akurnes- inga, þótt hitaveita okkar sé dýr og heimili hér greiði liðlega 50.000 kr. fyrir rafmagn og hita á ári og er það eitt hæsta verð á landinu. Á sama tíma finnast dæmi þess að orka er greidd niður á heimilum.sem nota 20.000 kr. til sömu þarfa, eins og fram kemur í fyrrnefndri greinar- gerð, þarsem gagneýni mín ersett fram og leidd fyrir rök að því að þessi mál verði að endurskoða frá grunni. I trausti þess að þú beitir þér fyrir því að tekið verði á þessum málum á réttlátan hátt. Verðjöfnun og orkukostnaður heimila Á undanförnum árum hefur verulegum fjármunum verið varið til jöfnunar á orkukostnaði lands- manna. Verðjöfnunargjald raforku nemur 360 mkr. á ári, niðurgreiðsl- ur rafhitunar 230 mkr. og til olíu- styrkja er fyrirhugað að verja 61,5 mkr. á næsta ári. Full ástæða er til að fylgjast vel með þessum málum og kanna hvernig til hefur tekist, enda er hér um háar upphæðir að ræða. í umfjöllun um þetta mál hefur um of verið horft á verðlagningu einstakra orkutegunda og jöfnun á verði innan takmarkaðs sviðs, í þess stað að skoða orkuútgjöld heimila og fyrirtækja. Hér er leitast við að skoða orkuútgjöld heimil- anna. Til grundvallar eru lögð verð, er Orkustofnun gaf upp 1. ág. 1983 „Árlegur húshitunarkostnaður 400 rúmm. íbúðar“ og árleg rafmagns- notkun til heimilishalds, 4.000 kwh, sem er notkun vísitölufjölskyld- unnar á verðlagi eins og Orku- stofnun gefur upp víðsvegar um landið. Niðurstöður eru eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu. Furðu sætir hverjir njóta niður- greiðslna og virðist orkukostnaður litlu máli skipta í því sambandi. Til glöggvunar er hér dregin fram orkukostnaður heimila á 5 hæstu og 5 lægstu greiðslustöðunum. 5 hæstu greiðslustaðir: kr. Egilsstaðir 53.510,- Borgarnes 52.644,- Hrísey 51.942,- Stokkseyri 51.510.- Á Egilsstöðum og í Hrísey njóta íbúarnir niðurgreidds rafmagns, en að öðru leiti fá íbúar á þessum dýr- ustu orkusvæðu landsins enga niðurgreiðslu. 5 lægstu greiðslustaðir: kr. Brautarholt 18.040,- Reykhólar 19.835.- Seltjarnarnes 22.655.- Laugarás 23.725,- Húsavík 23.735.- Á þremur af þessum fimm stöðum á landinu, þar sem orku- kostnaður er minnstur, er raforka greidd niður. Undirritaður telur fulla ástæðu til að endurskoða þetta kerfi frá grunni, svo að tryggt sé að þau heimili, sem þyngstar byrðar bera séu ekki látin greiða niður orku fyrir þá sem best búa og minnst útgjöld hafatil orkumála. Akranesi 10.01.1984 M.O. Upphitun: Árlegur húshitunarkostnaður 400 m^ íbúðar útreiknað af Orkustofnun. Rafm.notk: Miðað er við 4.000 kWh ársnotkun á heimilistaxta og verð eins og Orkustofnun gaf upp l.ág.1983. AKRANESKAUPSTAÐUR Frá íþróttahúsinu: Foreldrarathugið! Mikið magn óskilamuna er að jafnaði í íþróttahúsinu. Vinsamlega hafið samband við starfsfólk, ef þið teljið börn yðar eigi hluti í óskilum í íþróttahúsinu. Forstöðumaður X: Niðurgreidd orka.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.