Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 26.01.1984, Blaðsíða 6
6 Bœjorblodid Frá heimsókn stúkunnar ísafold nr. 1 til stúkunnar Akurblóms nr. 3. Ég er staddur á kvistinum í Frið- bjarnarhúsi. í fjörunni á Akureyri eins og það var kallað í gamla daga. Nú 10. janúar 1984, á þeim stað sem fyrsta stúkan á íslandi var stofnuð 10. janúar 1884. Hún hlaut nafnið ísafold nr. 1 og heldur nú upp á 100 ára afmæli sitt. Hér er stór hópur af fólki, kvistur- inn rúmar það ekki, það er einnig hér í herbergjum beggja vegna við. Hér eru myndir á veggjum, því nú er þetta hús minjasafn reglunnar, þær rifja upp söguna og gefa salnum sérstæðan blæ. Það er hátíð í huga þeirra sem hér eru saman komnir. Það eru 100 ára minningar sem svífa um salinn. Mér finnst staðurinn sem við stöndum á vera heilög jörð. Þann 26. nóv. 1883 birtist grein í blaðinu Fróða á Akureyri eftir norskan skósmið Ole Lied. Um bindindi og drykkjuskap um þörfina að hamla á móti áfengisneyzlu og um stofnun stúku. Hann hafði umboð frá æðsta manni Góð- templarareglunnar í Noregi Lauritz N. Balle til að stofna hér stúku. Hafði hann nú fengið í lið með sér Friðbjörn Steinsson bókbindara sem hafði reynt félagsstofnun í þessum tilgangi en ekki haft árangur sem erfiði. Það er því 10. janúar, liklega að aflíðandi hádegi sem 12. menn mættust hér á kvistinum til að stofna slíkan félagsskap. Þeir hafa trúlega ekki gert sér grein fyrir því að þeir voru að gróðursetja tré sem átti eftir að breiða greinar um allt land og að þessi félagsskapur átti eftir að bera birtu og hamingju inn á þúsundir heimila á landi hér. Góðtemplarareglan er stofnuð í Ameríku 1851. Form hennar var sniðið eftir ýmsum fornum riddara- félögum og reglum með ýmsa siði og fundi þar sem engir höfðu aðgang að nema félagarnir. Þessir siðir settu á regluna dularfullan virðulegan og hátíðlegan blæ þegar þeir eru framkvæmdir á réttan hátt. Fundarsalurinn er einnig skipaður borðum og sætum á táknrænan hátt. Þegar allt þetta var framkvæmt á réttan hátt gat það haft djúp áhrif á þátttakendur. Sumir skildu þetta ekki og vildu ekki sætta sig við og stofnuðu þá bindindisfélög með frjálsara skipu- lagi eða engu. Flest hafa þau orðið skammlíf. Hlutverk reglunnar er skírt þannig í grundvallarlögum hennar. Markmið Alþjóðareglu góð- templara, sem stofnað var 1851, er að skapa fegurra, frjálsarar og fullkomnara líf einstaklinga og þjóða. Reglan krefst af félögum sínum algers bindindis á áfenga drykki. Starfssemi Góðtemplararegl- unnar er reist á hugsjóninni um bræðralag allra manna. Allireiga að hafa jafnan rétt til persónu- legs þroska, frelsis og hamingju. Hver og einn á að gæta náunga síns og sérhver er kallaður til starfa ffyrir vaxandi mannheill og lífshamingju annarra. Þama höfum við grundvallar- regluna. Þeir sem eru á móti Góð- templarareglunni, eru á móti þeim hugsjónum sem hér eru bomar fram. Þessir tólf, sem stofnuðu fyrstu stúkuna voru 8 íslendingar og 4 Norðmenn. Þetta voru iðnaðar- menn, verkamenn og verslunar- menn. Því miður vitum við ekki um orðaskipti á fundinum, því fundar- gerðin er í knappara lagi. En mennirnir voru auðvitað ólíkir að útliti og gerð, greind og menntun. En það sem batt þá saman nú var hugsjónin að stofna félag til að vernda þá sem veikir væru fyrir. Og það tókst sannarlega. Auðvitað sundraðist þessi hópur Ole Lied fór aftur til Noregs, þrir fóru til Ameríku og svo auðvitað milli landshluta hér. M.a. fór Ásgeir Sigurðsson til Reykjavíkur gerðist konsúll og kaupmaður, sonur hans er Haraldur Á. Sigurðson leikari. En þeir sem voru heima á Akureyri héldu áfram að vinna fyrir félag sitt, og sá sem fyrst bar mest hita og þunga starfsins var Friðbjöm Steinsson sem vann reglunni til dauðadags. Fljótt fjölgaði i Reglunni bæði á Akureyri og út um landið. Stórstúka íslands var stofnuð í Alþingishúsinu 1886. Á Akranesi var fyrsta stúkan stofnuð 29. maí 1887. Hún hét Vorblóm nr. 3. Á Akureyri hafði verið stofnuð stúkan Fjallkonan nr. 3. Hún lifði mjög stutt og Vorblóm fékk númer hennar. Síðan var stofnað hér stúkan Akurlilja og að lokum eru þessar stúkur sameinaðar í Akur- blóm nr. 3 sem enn lifir. Barnastarf hófst snemma. Æskan nr. 1 er fyrsta barnastúkan en síðar Sakleysið á Akureyri og báðar lifa þær góðu lífi. Einkunnar- orð Góðtemplarareglunnar eru Trú, von og kærleikur en Barna- stúknanna Sannleikur, kærleikur, sakleysi. Innstreymi í regluna var mikið og starfið fjölþætt, bindindi boðað og ýmiskonar starf tekið upp. Reglan flutti með sér menningu, bindindi, samhjálp, mikið starf var unnið meðal þeirra sem sjúkir voru og fátækir. Enda fór fátækt og áfeng- isneysla oft saman. Hús voru byggð og reglan var einskonar fé- lagsmálaskóli. Þar lærðu menn að flytja mál sitt af sanngirni og hátt- vísi. Lærðu að virða rétt og skoð- anir annarra. Þar mun fyrst hafa verið virt jafnrétti kynjanna. Ýmis félög eiga rætur að rekja til regl- unnar og lög sumra eru meðal annars sniðin eftir reglum og fund- arsköpum stúknanna, leikfélög, íþróttafélög, söngfélög og verka- lýðsfélög. Ef grannt er skoðað koma tengslin í Ijós. Þá flykktust framámenn þjóðarinnar inn í regluna og má þar nefna Indriða Einarsson, Björn Jónsson ritstjóra, síðar ráðherra, Jón Ólafsson rit- stjóra, Einar H. Kvaran rithöfund, Guðmund Björnsson landlækni o.fl. o.fl. Þá vaknar spurningin, höfðu þessir menn rétt fyrir sér? eða þeir sem nú reyna að tróða skófinn ofan af reglunni með svig- urmælum og skæting. Ég ætla ekki í þetta sinn að hugsa meira um þá. Bannlögin voru samþykkt að til- hlutan reglunnar en eyðilögð af fulltrúum nautnasýki og brenni- vínsauðvalds. Til að kynnast áhrifum þeirra meðan þau voru í gildi skuluð þið skoða dómabækur fátækramála og hverjir gistu fanga- geymslur lögreglunnar meðan lögin voru í gildi. Þetta er vert að athuga, heldur en hlusta á mis- munandi velviljaðan þvætting and- stæðinganna. Nú eru ekki lengur mörg þúsund félagar í reglunni, þeim hefur fækkað, innstreymið er ekki lengur til. Hvað veldur? Það er margt. Ég sá í ágætri grein eftir AA-mann setningu sem mig langar til að taka mér bessaleyfi og vitna í „Takmark góðtemplarareglunanr var ekki það eitt að rétta þeim bróðurhönd, sem á hjálp þurfti að halda, heldur átti hún eftir að koma víða við og láta margt gott af sér leiða almenn- ingi til heilla áður en alda hennar fór að hníga í samræmi við eðli byltingarkenndra menningar- strauma allra alda“. Aðeins þetta — ég viðurkenni ekki að þeir bylt- ingarstraumar sem minnka áhrif reglunnar séu menningar- straumar. Fyrst er nú að líta á það að þegar reglan kom hingað til lands var hún eini félagsskapurinn fyrir almenn- ing. Maðurinn er félagsvera og þráir félagsskap. Reglan var kjör- inn vettvangur til að koma saman. Um 20 árum síðar komu ung- mennafélögin fyrst, voru þau með bindindisheit, sem illu heilli var afnumið. Svo kom KFUM og K. sem reyndar fyrst var aðeins í höf- uðstaðnum. Svo komu skátar, íþróttafélög, kvenfélög, verkalýðs- félög, pólitísk félög, alls kyns klúbbar. Svo það var á margan hátt að svala félagsþörfinni. Þetta nægir í svip, og nú er svo komið að deyfð og drungi lamar félagslíf víðar en í stúkunum og það er alls ekki verst hjá þeim t.d. hér á Akranesi eru tæplega 70 manns í stúkunni Akurblóm þar af 7 utan- bæjar og 3 gamalmenni sem ekki geta ?????. Nú á fundum mæta 23-28 hvernig sem viðrar ef miðað við þá sem geta ef til vill mætt er þetta milli 40 og 50%, geri aðrir betur. Ég sé fyrir mér tvo hópa annan sem fylkir sér undir merki regl- unnar og bindindis, gleðst með glöðum, vímu og áfengislaust, hressandi hlátur án glasaglaums. Börnin glöð og kát verða að full- orðnum mönnum, full af þrótti og þreki og vilja til starfa. Ef þau gengu í regluna mundu þau ná í fleiri og fleiri til að forða þeim frá gæfuleysi og glötun þessa heims. Ég sé annan hóp, hann byrjar ungur að þvælast um allskyns hall- ærisplön, sækir skemmtarnir áfengis og vímugjafa. Þar er loftið mettað af reyk og áfengisfýlu. Hóp- urinn er ef til vill glæsilegur þegar gleðskapurinn hefst. En hvernig eru lokin. Hver liggur slasaður eða dauður við veginn? Hver tapaðist og sást aldrei framar? Hver getur sagt þegar hann byrjar að drekka hvernig drykkjan endar? Þetta er Ijót mynd en er hún röng? Hver er þáttur áfengisins í böli manna. Mis- vitur maður sagði að áfengi væri mannasættir. En ef heilvita maður virðir þetta fyrir sér. Hvað þá? Heyrðum við ekki nýlega hörmu- lega sögu um unga úrvalspilta, þeir voru að gleðja sig yfir glasi, þeim sinnaðist, hvernig endaði það. Hvenær ná þeir sér sem eftir lifa eftir þann atburð. Er áfengið mannasættir þegar hjón deila, hvað með konuna sem greip til vopna gegn manni sínum drukkin. Svona er hægt að halda lengi áfram. Nei, annars það er ekki tak- andi mark á innihaldslausu glamri áfengisdýrkenda um þessi mál, það held ég ekki. Ég hætti í þessum dúr. Við skulum enn minnast braut- ryðjendanna sem kveiktu Ijósið í Friðbjarnarhúsi 10. jan. 1884. Vona að bjarmi þess mætti enn vaxa, óska þess að allt starfið mætti blómgast. Á því veltur fram- tíðin. Reglan á nóg starf fyrirhendi, hugsjónaaldurinn sem bar frum- herjana fram til sigurs þarf enn að vera til, ef ekki, er voðinn vís. Nóg starf er fyrir höndum, við þurfum að auka fræðslu, það er eina örugga leiðin að byrja aldrei. Sá boð- skapur þarf að kom til eldri sem yngri í fjölmiðlum og persónu- legum samskiptum. Svo óska ég öllu heilbrigt hugsandi fólki yngra sem eldri að þeir vegna frum- kvæðis reglunnarfyrir 100 árum og starfs hennar, megi eiga marga og langa áfengislausa ævidaga fyrir höndum. Þar í liggur gæfa þín og hinnar íslensku þjóðar. Friðbjamarhús á Akureyri Lifið heil, bróðurlegast Ari Gíslason AKRANESKAUPSTAÐUR Akurnesingar athugið! 1. gjalddagi fasteignagjalda 1984 var 15. janúar. Gjalddagar eru nú 3,15. janúar, 15. marsog 15. maí. Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga. 1. gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara er 1. febrúar. Vinsamlegast gerið skil á gjalddaga. Innheimta Akraneskaupstaðar

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.