Bæjarblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 1
2. tbl. — 10. febrúar 1984 — 6. árg.
Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti
Sundlaugin og íþróttahúsið:
Í.A. vill byggja ódýr mannvirki
Skriöur er nú aftur komin á sund-
laugarmálið og byggingu íþrótta-
húss á vegum ÍA. í síöasta mánuði
sendi bærinn ÍA tvær tillögurtil um-
sagnar, þar sem gert var ráð fyrir
báðum þessum mannvirkjum á
íþróttavallarsvæðinu, eða nánar
tiltekið á flötinni ofan við áhorf-
endasvæði grasvallarins.
ÍA hefur eins og kunnugt er sótt
um að fá að byggja íþróttasal við
íþróttahúsið við Vesturgötu.
Umsögn ÍA liggur nú fyrir. ÍA vill
að byggð verði ódýr og hagkvæm
mannvirki svo byggingartími verði
stuttur og mannvirkin komist sem
fyrst í notkun svo ungir og aldnir
Akurnesingar fái notið þeirra sem
fyrst.
í umsögn íþróttabandalagsins
kemur m.a. eftirtalið fram:
Báðar tillögur bæjarins sýna
vönduð íþróttamannvirki, sem
Akurnesingar geta verið vel
sæmdir af. Fyrirkomulag þarf að
athuga nokkru nánar, enda mun
ráð fyrir því gert við frekari útfærslu
og vinnslu. Til bóta er ef hægt er að
þoka mannvirkjunum nokkru fjær
áhorfendasvæði íþróttavallarins.
Við athugun á þessum tillögun
vaknar sú spurning, hve langan
tíma tekur að byggja þessi mann-
virki og koma þeim í notkun?
Kostnaðaráætlanir sýna háar
tölur og Ijóst er að bærinn verður
að greiða verulegan hluta þess
fjár. Ekki er Ijóst hve mikið fjármagn
fæst til framkvæmda frá bænum
eða öðrum aðilum og því erfitt að
gera sér grein fyrir byggingatíma.
Sé gert ráð fyrir að bærinn leggi
fram 4 mkr. árlega og aðrir aðilar 1
mkr. einnig árlega mundi bygg-
ingatími verða 5-7 ár. Þetta mun
mörgun finnast langur bygginga-
tími og hefur bandalagið mikinn
áhuga á að leita ódýrari leiða til að
stytta byggingartímann og koma
þessum mannvirkjum sem allra
fyrst í notkun til að sinna brýnni
þörf. í því sambandi er bent á eftir-
farandi:
1.
Mannvirki þau sem fyrir eru á
íþróttavellinum þarf að nýta til
fullnustu, en gera þarf endurbætur
á þeim.
2.
Byggt verði einfalt og ódýrt íþrótta-
hús samkvæmt fyrri tillögu banda-
lagsins (límtréshús). Lögð verði
áhersla á að hraða fjárveitingum
íþróttasjóðs með tilliti til þess að
um ódýrt tilraunahús sé að ræða.
3.
Búningsklefar og baðaðstaða
verði hófleg að stærð og taki veru-
legt mið af þeim normum sem
notuð eru af opinberum aðilum. í
þeim tilvikum, sem farið verður
fram úr þessum normum, verði
tryggt að íþróttasjóður greiði hlut-
deild aðfullu.
4.
Mannvirkin verði rekstrarlega hag-
kvæm. í því sambandi er áríðandi
að búningsaðstaða sundlaugar og
íþróttahúss verði sambyggð nú-
verandi búningsaðstöðu íþrótta-
vallarins. Slík sambygging auð-
veldar samnýtingu á búnings- og
baðaðstöðu, þegar toppálag er á
einum þætti starfseminnar en lítið
álag á annari. T.d. mikið álag i
góðu veðri að sumri til á laug og
velli, en ekkert álag á íþróttahúsi,
eða að vetri til, mikið álag á íþrótta-
húsi (mót) en ekkert álag á vellin-
um.
Á vegum bandalagsins hefur
verið unnin tillaga samkvæmt fyrr-
nefndum sjónarmiðum og var hún
samþykkt einróma á fundi stjórnar
og byggingarnefndar ÍA. Bent var á
eftirfarandi kosti þeirrar tillögu:
1.
Mannvirkjum er þokað nokkru fjær
áhorfendasvæði íþróttavallarins.
2.
í norðanátt er laugin í skjóli við
íþróttahúsið sem er 8-9 m. hátt
mannvirki. Skjólið kemur sér vel,
því norðanáttir eru sólaráttirnar á
sumrin og köldustu næðingsáttirn-
arávetrum.
3.
Búnings- og baðaðstaða er hófleg.
Búningsaðstaða á íþróttavallar-
húsinuer nýtt tilfulls.
4.
Mannvirki eru ódýr að gerð og
verður byggingartími því skemmri
en ella, og því styttra í að þau
komist í notkun til að sinna hinni
brýnu þörf.
5.
Mannvirkin eru rekstrarlega hag-
kvæm og uppfylla vel ósk nr. 4 hér
að framan.
17. og 18. febrúar n.k.:
Skagadagar á Loftleiðum
Frá Skagadögum í fyrra: Emil Guðmundsson og Sveinn Sæmunds
son
Skagadagar verða á Hótel Loft-
leiðum um næstu helgi. Fyrstu
Skagadagarnir á Loftleiðum voru
fyrir tæpu ári og tókust þeir í alla
staði mjög vel og varð húsfyllir
báða daga. Til að kynna Akurnes-
ingum hvað hér er um að vera
birtum við hér bréf Emils Guð-
mundssonar hótelstjóra og Skaga-
manns, sem hann hefur sent til
Skagamanna vítt og breitt undan-
farið:
Kæru Skagamenn —
alltaf jafn hressir!
Nú er komið að því sem allir hafa
beðið eftir; Skagadagarnir eru að
bresta á með þompi og pragt. Að
þessu sinni verða Skagadagar í
Blómasal dagana 17. og 18.
febrúar og þangað streyma
Skagamenn jafnt brotthlaupnir
sem heimamenn.
Eins og fyrri daginn er Skaga-
dagarnir nánast hápunktur hins ár-
lega Síldarævintýris sem að þessu
sinni hófst 9. febrúar. Það er eng-
inn vetur án Síldarævintýris og
ekkert Síldarævintýri án Skaga-
daga. Svo einfalt er það nú.
Svona okkar á milli get ég fullyrt,
að ekki gerast betri skemmtanir hér
á Loftleiðum en þegar Akurnes-
ingar koma saman. Þetta segi ég
ykkur í algjörum trúnaði því auðvit-
að verður að gæta jafnvægis í
byggð landsins ekki síður en milli
kynjanna. Þess vegna hlakka ég
alltaf jafn mikið til þessara
skemmtana og þar eru Skagadag-
arnir nú engin undantekning.
Að þessu sinni mætir Bresa
flokkurinn galvaskur til leiks undir
stjórn Sigurðar Ólafssonar. Aðal-
starf Sigurðar er annars að stjórna
Sjúkrahúsinu á Akranesi, en það er
svo sannarlega engin veikinda-
merki á Bresa flokknum. Svo
verður hann Guðjón Kristjánsson
kynnir og stýrimaður og er óþarfi
að segja meir um það.
Ég ætla ekki að lýsa frekar því
sem fram fer, aðeins að hvetja alla
sem sjóvettlingi geta valdið að
koma og fá sér ærlega í svanginn
án mikils kostnaðarog njótagóðrar
skemmtunar. Vart þarf að taka
fram að gestir frá Akranesi fá gist-
ingu með sérstökum vildarkjörum.
Að lokum er svo áríðandi orð-
sending til brottfluttra Akurnesinga:
Átthagafélag Skagamanna verður
stofnað á Vínlandsbar kl. 18.00
föstudaginn 17. febrúar. Sýnum
samstöðu og verum með frá
byrjun.
P.S. Skagadagarnir hefjast kl.
19.00 bæði kvöldin og veitinga-
stjórar taka við borðapöntunum í
síma 22322 og 21322.
Með kærri kveðju
Emil Guðmundsson
Hótelstjóri