Bæjarblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 7
Bœjorblodid 7 Stefán Lárus Pálsson skrifar: Af hundahaldi og atvinnumálum Mörg eru þau vandamál, sem skjóta upp kollinum í því samfélagi sem við lifum í. Þetta á líka við um okkur sem byggjum þetta byggðar- lag sem heitir Akranes. Það er nú svo að það sem sumum finnst sjálf- sagt og jafnvel nauðsynlegt hvað þá snertir, finnst öðrum fráleitt og næstum óþolandi. Samt finnst okkur öllum að við viljum hag bæjarins sem mestan, og við lítum gjarnan á hann og búsetu okkar með nokkru stolti, og ekki að ástæðulausu, því þetta er gott samfélag. Einkum erum við stolt af gengi íþróttafólks okkar, og hvað knattspyrnu varðar er enginn ágreiningur hér í bæ a.m.k. þegar vel gengur. Þá er Skaginn einn hugur og ein sál. „Hverjir eru bestir?" Það þarf ekki að spyrja. Við vitum svarið. Og vfst er það að víða um landið er litið til Akraness með virðingu, sem einskonar Mekka, knattspyrnu á íslandi. Ekki er nú alltaf slík sameining í öllum málum. Ríkið var umdeilt. Pólitíkin lítur líka þannig út á yfirborðinu. Þar er þó meira deilt um aðferðir en markmið. „Hanner svogóður greyið“ Hundahald hér í bæ er eitt mál sem fólk er ekki ásátt um. Settar voru reglur um skráningu og eftirlit með hundum og forsjármönnum þeirra, en illa gengur að fara eftir þeim. „Laus hundur er einskins manns hundur“. Það er: (flækings- hundur) og því nánast réttdræpur. Þetta eiga hundaforeldarar bágt með að skilja. Spyrji maður: „Því lætur þú hundinn þinn ganga lausan?“ Þá er svarið: „Hann er svo góður greyið", sem er eflaust rétt, en ef þetta góða fólk með góðu dýrin sín getur ekki farið eftir sára- einföldum reglum þá hefur það ekkert með hund að gera. Geti það ekki sýnt samborgurum sínum þá tillitsemi sem til er ætlast þá er ekki gott útlitið með samkomulagið til frambúðar. Ég er hundavinur, en óneitanlega hugsar maður nú stundum Ijótt þegar rokið er upp með andfælum kl. 1 -5 að nóttu við hundgjá og köll þar sem hvuttarnir eru nú að hætta næturröltinu og koma heim til „pabba“ og „mömmu". Annars er það stöðu- tákn hér á Skaga í dag að aka um með hund í framsætinu á sunnu- dagsrúntinum. Og því úfnari og fer- legri bastarður, því betra, það eykur á mikilleik fjölskyldunnar, en konan og börnin verma aftursætin á meðan. Krakkarnir verða svo að sætta sig við að vera tekin sem systkin hundsins því foreldrar þeirra segjast vera pabbi og mamma stórabróður í framsætinu. Þetta heitir víst að fara í hundana. Heita má að nú sé hundaskít dreift samviskusamlega um allar gang- stéttir og torg bæjarins. „Það er ekki laust við heimsborgarabrag í þessum bæ“, eins og kunningi minn sagði þegar hann hafði stigið þrisvar ofan í hundaskít á leið upp Deildartúnið. Hundur sem er gæfur og góður á sínu heimili getur orðið hættulegur einn á rölti í ókunnu hverfi innan um alla ókunnuga. Því er ekki furða að sum börn hræðist hunda sem urra að þeim ef þau vilja sína vin- áttu dýri sem gengur hjá. Hundur dregur dám af eigendum sínum og Smábátaaðstaða batnar. Mynd: Dúi þeim sem vöndu hann, og fólk er misgóðir uppalendur. Sauðfé er út- lægt úr bænum, hestar komnir inn á Æðarodda, kýr sjást ekki heldur en hundar vaða lausir um allt. Skyldi það ekki þykja skrítið er ein- hver hefði 2-3 hrúta eða fallegt naut laust á lóðinni, bara af því að þetta væru svo góð grey? Það er jafn löglegt og lausir hundar. Slæmar horfur í atvinnumálum Atvinnumál eru mál allra mála hér. Þó að gáfumenn höfuðborgar- innar telji að það fólk sem fæst við útgerð og fiskverkun sé baggi á þjóðinni, önsum vð hér á Skaga ekki slíku endemis kjaftæði, því við vitum að stöðvun eins togara þýðir atvinnumissi fyrir ca 150 manns, og atvinnuleysi er mesta böl sem yfir okkur dynur. Samdráttur ver- tíðarflotans hér er geigvænlegur. Horfur eru á að aðeins 5 bátar rói hér á vertíð í vetur. Þeir voru 10 í fyrra. Þeir eru á loðnu Skírnir, Rauðsey og Höfrungur, Anna seld til Stykkishólms og óvíst hvort Rán landar hér heima í vetur. Öll þjón- usta dregst saman sem snýr að út- gerð. Einn vertíðarbátur veitir 11- 14 sjómönnum vinnu auk allra þeirra í landi sem hljóta að vinna í tengslum við hann. Þetta eru því mikilvæg skip fyrir staðinn. Illa horfir með verkefni hjá skipa- smíðastöð Þ&E. Einhverra hluta vegna hefur viðhaldsvinna skipa í slippnum fallið á nokkrum árum úr stórumsvifum ofan í nánast ekki neitt. Eru nýsmíðar orðnar alls- ráðandi, en nú virðist sem þau verkefni séu líka þrotin. Mér hefur verið tjáð af eigendum Þ&E að við- haldsvinnan hafi ekki þótt eftir- sóknaverð saman borið við ný- smíðar. En nú er svo komið að slippurinn stendur oftast auður og kannski hljóðnar innan tíðar í hinni myndarlegu skipasmiðju. Þá væri illa komið okkar hag ef öll sú mikla verkkunnátta og þekking sem þar er til staðar nýtist ekki lengur og verkfúsar hendur hefðu ekki lengur verkefni. Úr þessum vanda verður að leysa, það er óhjákvæmilegt. Annars finnst mér við Skaga- menn furðu daufir við að takast á við það í fullri alvöru að skapa ný atvinnutækifæri hér í bæ. Ekki vantar að atvinnumálanefnd heldur fundi og ályktar um þetta og hitt en lítið skeður. Það segir kannske sína sögu að atvinnu- málasjóður varði á s.l. ári stórum hluta af sínu fé í sjoppurekstur. Talið er að glerullarverksmiðja gæti orðið hagkvæm hér í bæ, en þessu er lítill gaumur gefinn þótt vitað sé að glerull hafi marga kosti umfram steinull, sem mikið er hampað nú. Nei, við erum ekki stórhugá um þessar mundir, en Guð og ríkið hjálpa ekki þeim sem ekki reyna að hjálpa sér sjálfir. Allaballar og Skattlagningar Nú hillir undir raunverulegar aðgerðir til lausnar á vanda smá- bátaeigenda. Settur verður upp nýr krani í vor og byrjað er að steypa einingar í flotbryggju. Bærinn tók að vísu erlent lán til að leysa út kranann og til að Ijúka greiðslu nýja slökkvibílsins, en þá bar svo við að fulltrúi allaballa í bæjarstjórn sner- ist af hörku gegn þessu máli á þeim forsendum að ekki mætti þyngja álögur á bæjarsjóð og skattborg- ara með því að leysa út löngu pant- aðahluti. Enásamatímaflutti sami maður tillögur um 25% hækkun fasteignaskatts á samborgara sína til styrktar Dvalarheimilinu Höfða. Nú er það vitað mál - að margt gamaltfólkáfasteignirsvo þaðyrði þá að taka á sig þennan skatt líka. Þetta er furðulegt og í litlu samræmi. Hvað skyldu allaballar hafa á móti slökkviliði og bættri aðstöðu við höfnina? Spyr sá sem ekki veit. Nú undanfarið hefur bæjarráð unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár og er það erfitt verk þar sem saman fara minnkandi tekjur og aukin framkvæmdaþörf. Annars hefur það vakið furðu mína hve margt gamalt fólk hefur ekki vitn- eskju um rétt sinn varðandi niður- fellingu gjalda hjá bænum. Vil ég hvetja þetta fólk til að leita sér upp- lýsinga um þetta hjá bæjarritara. Að lokum.: Við eigum bjarta framtíð fyrir höndum hér ef við tökumst á við vandamálin af alefli og leysum þau öll í sameiningu. Nú er rétti tíminn til að semja um kaup á timbur einingahúsi frá Trésmiðjunni Akri hf. Hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Allar frekari upplýsingar og teikningar fást á skrifstofu okkar. Trésmiójan AKUR fif. Akranesi Sími 93-2006 og 93-2066

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.