Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 1
4. tbl. — 15. mars1984— 6. árg. Fréttablað Akurnesinga— Óháð pólitískum flokkadrætti Frumvarp að Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1984 til fyrrl umræðu Útsvar 11 % í stað 12,1 % áður Heildartekjur 116.5 milljónir — Heildargjöld 89.4 milljónir Frumvarp aö fjárhagsáætlun fyrir Akraneskaupstaö var lagt fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 6. mars sl. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, geröi grein fyrir frum- varpinu, en litlar umræöur urðu um þaö í þessari fyrri umræðu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heildartekjur Bæjarsjóðs verði 116,5 milljónir króna og þar af verði útsvarstekjur 69,6 milljónir. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að útsvarsprósentan verði 11% í stað 12,1 % áður og sagði bæjar- stjóri það þýða 9,1 % tekjulækkun fyrir bæjarsjóð eða 7 milljónum króna lægri tekjur en verið hefðu með 12,1% álagningu. Tekjur bæjarsjóðs af fasteignagjöldum eru áætlaðar 12,9 milljónir króna. Bæjarstjóri sagði í ræðu sinni að Akraneskaupstaður hefði á liðnu ári verið með lægstu tekjur kaup- staða á landinu og stafaði það af lágum meðaltekjum hér. Hann benti einnig á að bæjarsjóður nýtti sér ekki heimild fyrir 25% aukaálagi á fasteignagjöld sem aðrir kaupstaðir nýttu sér og hefði þetta orðið til að rýra framlag jöfnunarsjóðs til bæjarins, en skil- yrði fyrir veitingu úr honum er að allar álögur séu nýttar til fulls. Þá benti hann á að gatnagerðargjald B væri mun lægra hér en í ná- grannasveitarfélögum svo sem Borgarnesi, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 100%hækkunB gjaldsins. Heildargjöld bæjarsjóðs eru áætluð 89,4 milljónir. Stærsti gjaldaliðurinn á áætluninni eru almannatryggingar og félagsmál sem áætlað er að kosti bæinn 25,7 milljónir og eru það 30% af heildargjöldum. Þá eru fræðslu- mál næst en þau eru áætluð kosta 18,6 milljónir eða 28% af gjöldum. Þriðji mesti gjaldaliður er svo fjármagnskostnaður, sem eru afborganir og vextir og kostar sá liður bæjarsjóð 10,6 milljónir. Rekstrarafgangur sem færist á eignabreytingareikning og verður til framkvæmda er svo 27,1 milljón. Til framkvæmda eru samtals áætlaðar 42,0 milljónir króna og samanstendur sú upp- hæð af fjárveitingu frá ríkinu, rekstrarafgangi og ýmislegu öðru svo sem holræsagjaldi, gatna- gerðargjaldi o.fl. Eins og fyrr sagði urðu litlar umræður á bæjarstjórnarfundi um frumvarpið, þó stóðu bæjar- fulltrúar minnihlutans upp og átöldu helst hækkun fasteigna- gjalda B. Fulltrúar meirihlutans töldu hins vegar enga ástæðu til lægri gjalda hér en annars staðar, slíkt kæmi einungis niður á minni gatnagerðarfram- kvæmdum. Seinni umræða um Fjárhags- áætlunina verður 27. mars næst- komandi og má búast við öllu meiri umræðum þá. Akraborgin: Ný stefnisskrúfa Nýja Akraborgin hefur nú verið í slipp í Reykjavík um hálfs mánaðar skeið og hefur gamla Akraborgin verið í ferðum á meðan. Verið er að setja nýja stefnisskrúfu í skipið og verður gamla stefnisskrúfan sett sem bógskrúfa að aftan. Þó svo að Akraborgin sé í slipp í Reykjavík þá eru það starfsmenn Þorgeirs og Ellerts sem vinna verkið. Búist var við að slippvinnunni yrði lokið nú fyrir helgi og mun skipið þá koma hingað heim og hér verður unnið að lokafrágangi, en upphaflega var áætlað að 6 vikur tæki að vinna verkið. Vinna við þetta hefur gengið mjög vel og því ekki ástæða til að ætla annað en fyrrgreind áætlun standist. Akraneshöfn: Nýstárleg flotbryggja Nú undanfarið hafa staðið yfirtil- raunir með nýstárlega flotbryggju fyrir smábáta hér á Akranesi. Þrír aðilar standa að þessari tilraun, en það eru Sementsverksmiðjan, Verkfræði- og teiknistofan og Akraneshöfn. Steyptir hafa verið tveir kubbar og samanstanda þessir kubbar af einangrunarplasti, trefjaplasti og steypu sem blönduð er með kísilryki frá Járnblendi- verksmiðjunni. Kubbar þessir hafa nú verið tengdir saman og grind byggð utan um og síðan voru þeir settir á flot við bátabryggjuna. Þar liggja síðan smábátar við þessa tilrauna- bryggju og er ætlunin að kanna með þessu styrkleika bryggjunnar og ef vel reynist má búast við að settar verði upp flotbryggjur af þessari gerð til að leysa viðlegu- vanda smábáta hér á Akranesi. Knattspyrna kvenna innanhúss: IA Islandsmeistari íslandsmeistarar ÍA í knattspymu kvenna innan- Ragna Lóa Stefánsdóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir húss 1984. Frá vinstri: Guðrún Gísladóttir, Sigurlín fyrirliði og Steinn Helgason þjálfari. Steinn var Jónsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Ágústa Friðriks- einnig þjálfari liðsins í fyrra. dóttir, Laufey Sigurðardóttir, Karítas Jónsdóttir, _ Mynd Friðþjófur Helgason ÍA varð íslandsmeistari í innan- hússknattspyrnu kvenna 1984. Þetta er í sjötta skipti sem ÍA verður fslandsmeistari og er það frábær árangur þar sem aðeins hefur verið leikið um þennan titil í 14 skipti. Ein af hinum nýbökuðu íslandsmeist- urum hefur leikið með liðinu allt frá byrjun og varð því íslandsmeistari í sjötta sinn nú. Þetta er Kristín Aðal- steinsdóttir sem nú er jafnframt fyr- irliði liðsins. í úrslitakeppni þriggja liða sigr- aði ÍA Breiðablik með 4 mörkum gegn engu og Val með 6 mörkum gegn 4 og þar með var íslands- meistaratitillinn í höfn annað árið í röð.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.