Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 4
4 Bœjarblodid Stjörnutilboð! Frítt kókglas með Stjörnuborgurum sem eru borðaðirástaðnum. Ennfremur bjóðum við stjörnuborgara — franskar — pizzur — samlokur — bæjarins bestu pylsur — kakó — kaffi — öl — tóbak. Sælgæti í miklu úrvali Stjörnuborgarar fást í öllum helstu sjoppum bæjarins, svo sem: Vers. Teig (Olís) — B.S.A. (Esso) — M.s. Akraborg— N.F.F.A. — íþróttahúsinu Verið velkomin Stjörnukaffi Skólabraut 14, Sími: 2269 Akranesi AKRANESKAUPSTAÐUR Akurnesingar 15. mars er annar gjalddagi fasteignagjalda 1984. Gerið skil sem fyrst. Innheimta Arkaneskaupstaðar Sigurbjörn Guðmundsson, stýrimaður: Samanburður á fiskverði á íslandi og í Færeyjum Fiskveiðar og launamál sjó- manna hafa verið mikið í fréttum undanfarið og þá sérstaklega eftir tilkomu kvótakerfisins en Ijóst er að það muni rýra árslaun sjómanna og launafólks í sjávar- útvegi verulega. Þá hefur loðnu- verð í Færeyjum vakið athygli, en þar virðist sem sjómenn fái tvöfalt íslenskt loðnuverð fyrír feng sinn. Sigurbjörn Guðmundsson, Fiskverð Færeyjar ísland Mis Þorskur, 1. fl. sl. m/haus F. kr. ísl. kr. Fær. Net/troll 5,40 16,52 11,19 lína Ýsa 6,40 19,58 12,31 Troll/net 4,50 13,77 8,93 lína 5,50 16,83 9,82 Langa 5,05 15,45 7,89 Keila (Brosma) 3,80 11,63 6,43 Ufsi 4,00 12,24 6,06 Steinbítur 5,90 18,05 8,32 Lúða4-60kg. 14.50 44,37 25,00 Grálúða3kg. 4,45 13,62 6,36 Þetta er hið opinbera verð til sjómanna og útgerðarmanna. Hér á íslandi greiða fiskkaupendur ýmsar uppbætur til sjóða o.fl. Óhaggað stendur, þó að mismun- urinn er gýfurlegur, og þar við bæt- ist að á íslandi fara allt að 39% framhjá skiptum. íslenskar útgerðir njóta og ýmissa hlunninda frá fisk- stýrimaður á Akraborginni, hefur lengi fylgst vel með þess- um málum og sendi hann Bæj- arblaðinu eftirfarandi saman- burð á fiskverði og launum fisk- vinnslufólks í Færeyjum og á ís- landi. Lauslegur samanburður á fisk- verði, kaupi og kjörum fiskvinnslu- fólks. Reiknað á gengi 3,06 fyrir færeyskar krónur. 47,6% 59,0% 54,2% 71,4% 95,8% 80,9% 102,0% 117,0% 77,5% 114,2% kaupendum, svo sem fría beitu, þátttöku í veiðarfærakostnaði, og jafnvel mun hærra fiskverð en opinbert er. Loðnuverð er og 108% hærra í Færeyjum samkv. Morgunbl. 8. mars 1984. Við íslendingar erum örlátir við Fiskvinnslufólk Færeyjar Island Dagv. Mögul. Dagv. Mögul. Fær. kaup bónus bónus hærra, F.kr. 19,50 Obón. reikn Dagv. 56,00=171,36 + 59,67 61,01 + 85 281% Eftirv. 74,00=226,44 + 59,67 85,41 + 85 265% Næturv. 87,00=266,22 + 59,67 109,42 + 85 243% Sigurbjörn Guðmundsson að styrkja ýmsa fræðinga, er vilja rannsaka þetta og hitt erlendis. Hvernig væri að láta einhverja þeirra fá farseðil til Færeyja, og ekki lengra, reyna hvort ekki má læra þar eitthvað sem við kemur rekstri atvinnuvega okkar. Fá Færeyingar hærra fiskverð, en íslendingar? Ég held aö svarið hljóti að vera að þeir fái sama verð, því Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna, selur stóran hluta af þeirra framleiðslu með íslenska fiskinum á sama verði. Heimildir: Dimmaletting, Morgunblaðiö 8. mars 1984 og Þjóðviljinn 16. nóv. 1983. Setti íslandsmet Sundmaðurokkarsnjalli, Ingi Þór Jónsson, setti sl. mánu- dagskvöld nýtt íslandsmet í 50 m. flugsundi. Hann synti vega- lengdina á 27,5 sek. Fyrra íslandsmetið í þessari grein átti Ingi Þór sjálfur og var það 27,6 sekúndur. Bygging heilsugæslustöðvar: Fermingagjafir Orðabækur Sálmabækur Biblíur Atlasar Hnattlíkön Skjalatöskur Vasatölvur Kodak myndavélar Ritvélar Reiknivélar Seðlaveski (ókeypis nafnál.) Pennasett — heimilistölvan Úrval af fermingarkortum og fermingar- servíettum. Önnumst skrautritun og gyllingu á bækur og prentun á servíettur. Ferðatöskur nýkomnar. B Ó K A V E R Z 1j ir jV f /V Skótabraut 2 — Sími 1985 Kirkjubraut 54 — Sími 1293 3 Grunnur og plata steypt í sumar „Ætli Ríkharður og Albert hafi ekki bara háð vítaspyrnukeppni og Ríkharður sigrað", sagði Reynir Þorsteinsson héraðslæknir er Bæjarblaðið spurðist fyrir um fjár- veitingu til byggingu heilsugæslu- stöðvar. Reynirsagði að engin sér- stök fjárveiting væri í þessa bygg- ingu, fjárveitingin væri sameiginleg með sjúkrahúsinu. Hann sagði að Ríkharður Jónsson formaður sjúkrahússstjórnar hefði náð að knýja fram tæpar þrjár milljónir í þetta verk en engin loforð fengið fyrir frekara fjármagni frá ríkinu. Hús heilsugæslustöðvarinnar verður 560-70 fermetra grunnfleti og þrjár hæðir, en efsta hæðin þó heldur minni en hinar. Á neðstu hæðinni verður endurhæfingadeild og kapella fyrir sjúkrahúsið. Á mið- hæð verður svo heilsugæslustöðin með alla hæðina og hálfa þriðju hæðina. Framkvæmdir eru hafnar við grunn hússins og var verkið boðið út á síðasta hausti. T résmiðja Guð- mundar Magnússonar var með lægsta tilboð og áætlað er að gengið verði frá grunni og plata steypt í sumar og mun Trésmiðja Guðmundar vinna verkið. Reynir Þorsteinsson tjáði blað- inu að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að hægt yrði að taka húsið Dagana 2., 3. og 4. mars s.l. var á vegum ÍA og UMFS haldið sex liða mót í körfuknattleik á Akranesi og í Borgarnesi. Leikið var í tveimur riðlum föstudag og laugardag, en leikið til úrslita á sunnudeginum. Úrslit leikja voru sem hér segir: UBK-Léttir (A-riðill) 87-66 UMFS-Tindastóll (B-riðill) 64-67 ÍA-UBK (A-riðill) 58-61 ÍA-Léttir (A-riðill) 115-73 UMFS-HK (B-riðill) 64-61 Tindastóll-HK (B-riðill) 65-67 í A-riðli sigraði UBK, [A varð í öðru sæti, en Léttir í þriðja. í B-riðli sigraði Tindastóll, á stigamismun þar sem öll liðin unnu einn leik. Hafði Tindastóll eitt stig fram yfir UMFS, sem varð í öðru sæti, en tvö stig yfir HK, sem varð í því þriðja. Á sunnudeginum urðu úrslit síðan eftirfarandi: í notkun árið 1986 en sú áætlun gæti breyst þar sem enn væri allt óljóst með fjárveitingar. 5. og 6. sæti: Léttir-HK 79-60 3. og 4. sæti: ÍA-UMFS 83-82 1. og 2. sæti: UBK-Tindastóll 73- 63 Röð liðanna varð því þessi: 1. UBK, 2. Tindastóll, 3. ÍA, 4. UMFS, 5. Léttirog 6. HK. Föstudaginn 2. mars léku síðan ÍA og Tindastóll í 2. deild íslands- mótsins í körfuknattleik og sigraði ÍA með 74 stigum gegn 64. Kosinn var besti leikmaður mótsins og hlaut þá útnefningu Ragnar Bjartmarz UBK. Þá var Garðar Jónsson ÍA stigahæsti maður mótsins með 90 stig. Fengu báðir veglega verðlaunagripi. Loks var valið 7 manna úrvalslið mótsins og voru það eftirtaldir: Atli Arason UBK, Gísli Gíslason ÍA, Garðar Jónsson ÍA, Ragnar Bjartmarz UBK, Eyjólfur Sverrisson Tinda- stóli, Guðmundur Gumundsson UMFS og Kristján Rafnsson HK. KÖRFUBOLTAMÓT

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.