Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 7
Bœjorblodid 7 BÓKAMARKAÐUR BÓKAMARKAÐUR Vorum að taka upp fjölda af nýjum bókum m.a. frá Sögusafni heimilanna. Nær 2000 bókatitlar nú fyrirliggjandi frá þessum forlögum: Bókhlööunni Fjölva Helgafelli Hörpuútgáfunni Iðunni ísafold Leiftri Mál og menning Menningarsjóði Oddi Björnssyni Prenthúsinu Skuggsjá Setbergi Siglufjarðarprentsm. Skjaldborg Sögusafni heimilanna Þjóðsögu Ægisútgáfunni Erni og Örlygi íslensk skáldverk með afborgunar- skilmálum Opið frá4-6 B © K AV E R Z J, V V / V Stangaveiðifélag Akraness: Nýr formaður kjörinn Aðalfundur Stangveiðifélags Akraness var haldinn fyrir skömmu. Benedikt Jónmundsson, sem verið hefurformaðurfélagsins í mörg ár gaf ekki kost á sér til end- urkjörs og var Tómas Ftunólfsson kjörinn í hans stað. Aðrir í stjóm voru kosnir, þeirÁrsæll Valdimars- son varaformaður, ÞórðurÁrnason gjaldkeri, Ársæll Jónsson ritari og Ólafur Ólafsson meðstjórnandi. Á aðalfundinum voru afhentir verðlaunabikarar fyrir stærstu lax- ana sem félagsmenn höfðu veitt á liðnu ári. Björn Viktorsson fékk Markaðshús — Vesturgötu 52 Snjómokstur kostar sitt Snjómokstur á götum bæjar- ins hefur kostað Bæjarsjóð Akraness um 900 þúsund krónur það sem af er þessu ári. í frumvarpi því að fjárhagsáætl- un sem nú er til umræðu í bæj- arstjórn er gert ráð fyrir 980 þúsund krónum í snjómokstur á þessu ári. Það er því ekki úr miklu að sþila í snjómokstri það sem eftir er ársins og lítið annað að gera fyrir bæjaryfirvöld en leggjast á bæn og biðja um auða jörð til áramóta. Fermingaskór í úrvali fyrir stúlkur og pilta bikar fyrir stærsta laxinn sem veiddist á flugu og var sá lax 15 pund. Kristófer Bjarnason fékk bikar fyrir stærsta laxinn sem veiddur var á maðk en sá lax var einnig 15 pund. Þá fékk eiginkona Kristófers, Sigurlína Guðmunds- dóttir bikar fyrir stærsta lax sem félagskona veiddi og var sá lax 11 punda þungur. Kristófer veiddi sinn lax í Fáskrúð en Sigurlína og Björn veiddu sína laxa í Andakíisá. [ stuttu spjalli við Tómas Run- ólfsson kom fram að laxveiði í ám félagsins hefði verið 10-15% betri á liðnu ári en árið áður. Tómas sagði að þetta sumar yrðu sömu veiðiárnar og undanfarin ár, þ.e. Andakílsá, Flekkudalsá og Fá- skrúð. Hann kvað verð stangveiði- leyfa hafa hækkað um 60-70% frá fyrra ári. Þessar verðhækkanir stangveiðileyfa hafa vakið undrun manna, þar sem verðbólgan hefur dottið niður á liðnu ári allsstaðar nema hjá bændum sem eiga lax- veiðiár. Um síðustu helgi fór svo sala veiðileyfa fram í ámar þrjár. Félag- ar í Stangveiðifélagi Akraness eru nú 320 talsins. Annáll sóknarprests Janúar— febrúar SKÍRNIR Tinna, Jörundarholti 112. Fædd 1. desember 1983, skírð 1. janúar. For.: Jón Vilmundarson og Guðrún Helga Þórisdóttir. Fríða, Furugrund 7. Fædd 19. september 1983, skírð 8. janúar. For.: Bjarni H.B. Sveinsson og Þorbjörg Kristvinsdóttir. Stefán, Kirkjubraut 7. Fæddur 10. nóvember 1983, skírður 22. janú- ÆUx LqMqmuJ A AKRANESI ar. For.: Fróði Ingi Jónsson og Marta Jóna Guðmundsdóttir. Kristrún Lind, Dalbraut 33. Fædd 27. janúar 1984, skírð 4. febrúar. For.: Helgi Már Reynisson og Inga Líndal Finnbogadóttir. Jón Heiðar, Suðurgötu 87. Fæddur 25. nóvember 1983, skírður 12. febrúar. For.: Hannes Heiðarsson og Guðmunda Guð- finna Jónsdóttir. Ægir Mar, Einigrund 6. Fæddur 12. október 1983, skírður 12. ferbrúar. For.: Jón Elís Pétursson og Dröfn Guðmundsdóttir. Haraldur Jóhann, Vallarbraut 17. Fæddur 15. janúar 1984, skírður 18. febrúar. For.: SæmundurÓsk- ar Ólason og Katrín Björk Bald- vinsdóttir. Hvítir kvennskór kr. 1.030.- Stúlknaskór svartir og gráir kr. 775.- Drengjaskór svartir og gráir í stæröum 36-45 kr. 895.- Kvennmansstígvél svört og grá kr. 1.160,- Staðarfell Kirkjubraut 1 — Sími 1165 Fimmtud. 15. mars og föstud. 16. mars kl. 21. HERKÚLES Föstud. 16. mars og sunnud. 18. mars kl. 23.15 HVER VILL GÆTA BARNA MINNA Sunnud. 18. mars og mánud. 19. mars kl. 21. NÆTURVAKT- IN, bandar. gamanm. í sérflokki Sunnud. 18. marskl. 14. ANNIE Frábær fjölskyldumynd. Næstu myndir: Cheech og Chong, Bláa þruman, Superman og Með allt á hreinu. JARÐSUNGNIR 20. janúar: Sesselja Helga Jóns- dóttir, öryrki, Dvalarheimilinu Höfða. Fædd 24. ágúst 1892, dáin 15. janúar. 10. febrúar: Ragnheiður Jónas- dóttir fyrrv. húsmóðir, Dvalarheim- ilinu Höfða. Fædd 4. mars 1891, dáin 31. janúar. 18. febrúar: Sonur Jóns Jóhanns- sonar og Súsönnu Steinþórsdótt- ur, Orrahólum 1, Reykjavík. Fæddur 16. febrúar 1982, dáinn 18. febrúar. 8. mars: Alfreð Björnsson, skrif- stofustjóri, Brekkubraut 19. Fædd- ur 24. október 1929, dáinn 29. febrúar. HÖFUM OPNAÐ LJÓSMYNDAÞJÓNUSTU Framköllum flestar gerðir af iitfilmum í fullkomnum tækjabúnaði okkar. Móttökustaðir: Bókaskemman og í verslun okkar sem einnig býður gott úrval af Ijósmyndavörum.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.