Bæjarblaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 29.03.1984, Blaðsíða 1
5. tbl. — 29. mars 1984 — 6. árg. Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Trésmiðja Guðmundar Magnússonar: Sækir um land fyrir 25-30 einbýlishús og hyggst sjá um og allt sem til þarf. Trésmiðja Guðmundar Magnús- sonar mun fyrir skömmu hafa sent Bæjarstjórn Akraness bréf með beiðni um land undir 25-30 einbýl- ishús. Það sem er athyglisvert við þessa umsókn er að Trésmiðja Guðmundar sækir ekki um lóðirtil- búnar til byggingar eins og vani er, heldur sækir fyrirtækið um landið alveg eins og það kemur fyrir og án þess að nokkrar framkvæmdir hafi verið gerðar á því. Ætlun Trésmiðjunnar er að skipuleggja umrætt svæði fyrir 25- skipulagningu 30 einbýlishús, leggja þar götur og allar lagnir sem til þarf, teikna síðan og byggja þar húsin. Þetta fyrir- komulag mun vera nokkuð algengt víða erlendis svo sem í Þýskalandi og í Danmörku. Ekki tókst Bæjarblaðinu að afla upplýsinga um hvar umrætt svæði er en þó vitum við að það er innan núverandi aðalskipulags. Gaman verður að fylgjast með meðferð þessarar umsóknar innan bæjar- kerfisins, þar sem hér er óneitan- lega um nokkuð byltingarkennda hugmynd að ræða. Af aflabrögðum Bæjarblaðið hefur tvö síðastliðin ár birt aflaskýrslur reglulega og hefur þá aflaverðmæti yfirleit fylgt með. Nú undanfarið hefur hins- vegar brugðið svo við að erfitt hefur reynst að afla sér upplýsinga um aflaverðmætið. Við verðum því að láta okkur nægja tonnasölu í sumum tilvikum núna en látum við aflaverðmæti fljóta með þar sem við gátum orðið okkur úti um það. Það skal tekið fram að ekki er að öllu leyti við útgerðarmenn að sak- ast í þessum efnum. T.d. reyndist okkur núna erfitt í einstaka tilfellum Haraldur Ak 10 Sigurborg Ak 375 Skírnir Ak 16 Sólfari Ak 170 að ná í menn sem veitt gátu upp- lýsingar. En lítum fyrst á aflaverðmæti hjá þeim vertíðarbátum sem við náð- um upplýsingum um. Skráin er miðuð við 23. mars sl. og þess ber að geta að hluti af afla Haraldar er slægður fiskur og vigtar hann því minna en óslægður, þá hafði Skírnir aðeins farið tvo róðra en hann var áður á loðnu. Aflinn er frá ármótum og er bæði á línu og í net og hér er um brúttóverð að ræða með öllum uppbótum. Meðalverð 12,50 12,02 11,92 11,70 Kg. Aflaverðm. 298.098 3.728.507 353.410 4.249.355 26.000 310.000 287.190 3.360.668 Hjátogurunum höfum við aðeins um og lítur það svona út frá ára- aflaverðmætið hjá tveimur af fjór- mótum. Kg. Aflaverðm. Meðalverð Haraldur Böðvarsson 1.203.976 10.680.447 8,87 Krossvík 985.230 9.189.762 9,32 Þá tókst okkur að ná eftirfarandi upplýsingum um loðnubáta og em þær miðaðar við 25. mars. Þess ber að geta að Skírnir hætti loðnu- veiðum 17. mars og átti þá eftir360 tonn af sínum kvóta og Höfrungur hefur veitt sinn kvóta en veiðir nú úr hinum sameiginlega kvóta loðnu- flotans. Höfrungur Rauðsey Skírnir Kg. 11.476.788 6.159.471 5.978.171 Aflaverðm. 12.208.838 6.178.888 6.899.237 Meðalverð 1,06 1,00 1,15 Hér er einnig um brúttóverð að ræða og inn í þessu eru einnig þau loðnuhrogn sem tekin hafa verið úr förmunum. Á hafnarvigtinni fengum við svo eftirfarandi upplýsingar um afla vertíðarbátanna frá áramótum. Allar tölur eru miðaðar við óslægð- an fisk. Þessi var aflinn orðinn þann 26. marssl. Grótta Haraldur Reynir Sigurborg Skírnir Sólfari Kg. 199.910 370.250 76.300 374.790 43.760 305.040 Bátarnir eru nú allir á þorskanet- um og hafa undanfarið róið vestur á Breiðafjörð og hefur afli verið nokkuð góður. Eins og komið hefur fram í Bæjarblaðinu var fyrir Jaðarsbökkum. Þessa mynd af þyrlu varnarliðs- tilstuðlan Slysavarnasveitarinnar Hjálpin útbúinn ins tók Árni úr þyrlu landhelgisgæslunnar þegar sérstakur þyrluvöllur á handboltavellinum á völlurinn var formlega tekinn I notkun. Mikil ásókn í raðhúsin við Höfða Á þessari mynd Áma sjást raðhúsin nýju fyrir miðri mynd. Fjær er Sómundarhöfði og t.h. er Höfði Eins og fram hefur komið aug- lýsti Stjórn Dvalarheimilis Höfða nýlega eftir umsóknum í söluíbúðir fyrir aldraða og öryrkja, sem fyrir- hugað er að reisa á lóð Höfða, sem er annar áfangi, því nú þegar er búið að reisa 10 hús í fyrsta áfanga. Bæjarblaðið leitaði í framhaldi af þessu til Ásmundar Ólafssonarfor- stöðumanns Dvalarheimilisins og spurðist fyrir um hvort áhugi væri mikill hjá eldra fólkinu og öryrkjum hér á Skaga um að festa kaup á svona íbúðum. Ásmundursagði að því væri fyrst til að svara að um- sóknarfresturinn fyrir annan áfang- ann rynni út þann 29. mars. En hingað til hefði mjög mikið verið spurst fyrir um húsin hjá sér og benti allt til þess að áfram yrði haldið á sömu braut. Ásmundur sagði að byggingin á húsunum 10 sem GuðmundurMagnússon erað reisa gengi mjög vel og ættu þau að afhendast í lok júlí og eru þau þá fullfrágengin. Við ynntum Ásmund einnig eftir því hvernig hús þetta væru sem stæðu til boða í þessum seinni áfanga. Hann sagði að hugmyndin væri að hafa þau með svipuðu sniði og þau sem nú er verið að ganga frá, þ.e.a.s. þau minni sem eru einstaklingsíbúðir og þau stærri sem eru fyrir hjón. Þá sagði Ásmundur enn fremur að íbúarnir í þessum húsum fengju alla þá að- stöðu sem vistmenn á Dvalar- heimilinu Höfða hefðu nú. Það er meðal annars að taka þátt í öllu félagslífi sem boðið er upp á, svo og í svokölluðum „opnu húsum“ og í dagvistun. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta enn frekar geta einnig leitað upp- lýsinga hjá Sveini Guðmundssyni, Skólabraut 31. Við ræddum stuttlega við Svein nú nýlega og spurðumst fyrir um verðin á þessum húsum og sagði hann að í fyrsta áfanganum hefðu tilboðsverðin verið á minni húsun- um 1.083.000.- en á þeim stærri 1.236.000.- og ef haldið yrði áfram með þessar framkvæmdir án þess að láta þær slitna í sundur þá þyrfti verðið ekki að breytast svo mikið þar sem allur stofnkostnaður yrði Senn líður að lokum bifreiða- skoðunar þetta árið hér á Akranesi. Síðasti skoðunardagur er næst- komandi miðvikudagur. Enginn skoðun fer fram á mánudag, þannig að nú eru aðeins þrír dagar eftir. f samtali við Bæjarblaðið sagði Guðmundur Sigurðsson bifreiða- eftirlitsmaður að ágætis heimtur hefðu verið í skoðun þetta árið og ástand bíla væri svipað og undan- farin ár. Alltaf væru einhverjir sem fengju græna miða en þegar við töluðum við Guðmund á mánu- dagskvöld hafði enginn enn fengið rauðan miða. „En það er nú þannig með þá sem fá rauðu miðana að annars mjög mikill, en að sjálf- sögðu kemur hækkun á þessi hús sem hafist verður handa við nú í seinni áfanganum þar sem m.a. Byggingarvísitalan hefur hækkað um ca. 15-20%, en önnur hækkun er sáralítil aðégtel. þeir koma alltaf síðast", sagði Guðmundur. Fljótlega eftir helgina mun lög- reglan fara að svipast um eftir óskoðuðum bílnum og er því viss- ara fyrir þá sem enn hafa ekki látið skoða að drífa í þeim málum. Þá sagði Guðmundur að það hefði valdið nokkurri óánægju meðal þeirra sem ættu nýja bíla sem þyrftu ekki að mæta til skoð- unar, að þeir bílar fá ekki skoðun- armiða með 1984 áletrun. Guð- mundur sagði að viðkomandi bíl- eigendur þyrftu ekkert að óttast í þessu sambandi, svo framarlega sem bílarnir væru í lagi en þessir bílar gætu sem aðrir lent í skyndi- skoðunum. Bifreiðaskoðun að Ijúka

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.