Bæjarblaðið - 12.04.1984, Síða 1

Bæjarblaðið - 12.04.1984, Síða 1
Gróska í byggingu atvinnuhúsnæðis Þjónusta hefur aukist verulega í bænum Nú eru hafnar framkvæmdir viö byggingu iðngarða hér á Akranesi. Það eru sex lítil fyrirtæki úr ýmsum iðngreinum sem reisa húsið og munu Þorgeir og Helgi sjá um framkvæmdir. Þessi mynd var tekin þegar bíll frá steypustöð Þorgeirs og Helga var að sturta möl á byggingasvæði iðngarðanna á Kalmansvöllum. Mikil gróska er nú í byggingu atvinnuhúsnæðis hér á Skaga. Við Kalmansvelli er auk iðngarðanna að rísa hús Vélaleigu Birgis Hannessonar og Olís undirbýr þar byggingu bílaþjónustumiðstöðvar með tilheyrandi bensínstöð og bílaþvottastöð. Við Smiðjuvelli er svo Trésmiðjan Jaðar að reisa hús fyrirstarfsemisína. Það er því talsverð gróska í fjöl- breyttu atvinnulífi okkar Skaga- manna en auk þess sem að framan greinir hafa að undanförnu verið opnaðar nýjar verslanir og fleiri munu væntanlega opna á næstu dögum. Þjónusta hverskonar er því í örum vexti hér til mikilla hagsbóta fyrir íbúa bæjarins. Atvinnulausum fækkar Voru 67 á skrá í byrjun apríl mars mánuði 1.616 og þar af höfðu konur 998 daga og karlar er a . mannsáatvinnuleysisskráhéren verslunarkonur, 6 ræstingar- eru á að fleiri fari í vinnu á næstu Karlar: 19 verkamenn. 2 sjó- einhverjir sjómenn komi á at- Skipting milli kynja var þannig menn, 2 iðnaðarmenn og í verk- vinnuleysisskrá í mánuðinum, voru atvinnuleysisdagar í veriðhætt. Landsleikur í íþróttahúsinu í fyrrakvöld: Undirbúningur að byggingu iðngarða er hafinn. — Mynd: hb Flotbryggja í sjónmáli í gær var undirritaður samningur Reiknað er með að sex vikur taki um smíði 45 metra langrar flot- að smíða bryggjuna en fram- bryggju sem notuð verður fyrir kvæmdir munu hefjast á næstu smábáta í Akraneshöfn. Bryggja dögum. Þessi flotbryggja ætti því þessi verður sömu gerðar og til- að leysa hluta af viðleguvandamáli raunabryggjan sem verið hefur á smábáta hér, en slíkum bátum floti í höfninni að undanförnu. hefurfjölgaðörthéráliðnumárum. ísland — Frakkland íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik lék landsleik í íþróttahúsinu hér á Akranesi gegn Frökkum í fyrra- kvöld. Leikurinn var líflegur á að horfa og var aðsókn að honum nokkuð góð. Leiknum lauk með sigri íslans sem skoraði 22 mörk gegn 18 mörkum Frakka. Handknattleikssambandinu ætti nú að verða Ijóst úr þessu hvar best er að leika landsleiki, en þeir fáu lands- leikir sem hér hafa verið leiknir hafa endað með íslenskum sigri og enn muna allir eftir rótburstinu gegn Dönum í hitteðfyrra. Bæjarblaðið sendir lesendum sínum bestu óskir um gleðilega páska

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.