Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 3
BaJorblodid 3 Skagaleikflokkurinn: Sýnir ,Dýrin í Hálsaskógi* Þessi mynd var tekin á æfingu hjá Skagaleikflokknum í síðustu viku. — myndÁrni Á skírdag, sem þetta árið er jafn- framt sumardagurinn fyrsti, mun Skagaleikflokkurinn frumsýna barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Thorbjöm Egner þarf varla að kynna fyrir nokkrum íslending hann er marg- frægur fyrir Kardemommubæinn og fleiri barnaleikrit. Dýrin í Hálsa- skógi eru í þýðingu þeirra Kristjáns frá Djúpalæk, sem þýddi söng- texta, og Huldu Valtýsdóttur, sem þýddi leiktexta. Leikstjóri Skaga- leikflokksins að þessu sinni er Guðrún Þ. Stephensen og kemur hún hingað með leyfi Þjóðleik- hússins, en þar er hún fastráðin. Þá má segja að Dýrin í Hálsa- skógi komi hingað á sama hátt og Guðrún því Þjóðleikhúsið hefur gefið Skagaleikflokknum leyfi til að flytja verkið en Thorbjörn Egner gaf Þjóðleikhúsinu á sínum tíma einka- rétt á höfundarrétti sínum hér- lendis. Þá hefur Þjóðleikhúsið einnig lánað Skagaleikflokknum talsvert af búningum í leikritið. Alls eru 26 leikendur í leikritinu og þar af eru 14 krakkar á aldrinum 10 til 16 ára. Með helstu hlutverk í leikritinu fara þeir Björgvin Leifs- son sem leikur Mikka ref, Helgi Grímsson sem leikur Lilla klifurmús og Jón S. Þórðarson sem leikur Martein skógarmús. inn þá eftir skólakrökkum úr nágrannabyggðum. Nú þegarhafa verið pantaðir 100 miðar fyrir skólabörn úr Kleppjárnsreykja- skóla og búist er við fleiri skóla- hópum. Þá má geta þess að hinn 3. maí nk. verður Skagaleikflokkurinn 10 ára og í samtali sem blaðið átti við Guðbjörgu Árnadóttur formann leikflokksins, sagði hún að ýmsar hugmyndir væru á lofti um uppá- komu til að halda upp á afmælið en vegna anna við æfingar undanfarið hefði enn ekkert verið ákveðið en þau í Skagaleikflokknum myndu samt örugglega gera eitthvað í tilefni afmælisins. Bæjarblaðið óskar Skagaleik- flokknum velgengni og hvetur sem fyrr bæjarbúa til að láta sig ekki vanta á sýningar flokksins. Söfnuðu fé handa gamla fólkinu Bjarni Þór Bjarnason hefur gert leikmynd og hafa nemendur í 8. bekk grunnskólans aðstoðað hann við vinnu að henni og er það hluti af myndmenntanámi þeirra. Það er því stór hópur af yngri kynslóð Skagamanna sem stendur að upp- færslu þessa barnaleikrits. Jensína Waage sér um undirleik og hefur hún einnig séð um að æfa leikara í söngatriðum. Vegleg leik- skrá verður borin í hús á næstu dögum og hefur Guðjón Þ. Krist- jánsson teiknað forsíðu hennar. Æfingar á þessu verki hafa staðið yfir síðastliðnar 6 vikur svo hver maður sér að þarna er gífur- leg vinna að baki. Það er full ástæða til að hvetja Akurnesinga á öllum aldri til að fjölmenna í Bíó- höllina og sjá þetta sígilda barna- leikrit en sýningar verða sem hér segir: Fimmtudaginn 19. april kl. 15.00, laugardaginn 21. apríl kl. 15.00 og á mánudag 23. apríl (2. í páskum) kl. 15.00. Þáerfyrirhugað að sýna leikritið laugardaginn 28. apríl og vonast Skagaleikflokkur- Krakkarnir á myndinni efndu um daginn til hlutaveltu á Einigrundinni og söfnuðu með þeim hætti 260 krónum, sem Bæjarblaðið hafði síðan milligöngu um að afhenda til Dvalarheimilisins Höfða, að beiðni krakkanna. Krakkarnir heita: (Talið frá vinstri) Linda Kolbrún Haraldsdótt- ir, Linda Rakel Kristjánsdóttir, Hall- dór Kristinn Haraldsson og Krist- björg Arna Kristjánsdóttir. Þá hafa eftirtaldar stúlkur afhent Höfða peninga sem þær höfðu aflað með hlutaveltum: Ella Þóra og Særós Tómasdóttir kr. 210.-, Bergný, Harpa og Petra kr. 360.-, Oddný Þórunn Sæmundsdóttir og Ester S. Helgadóttir kr. 80.- Forstöðumaður Höfða hefur beðið Bæjarblaðið að koma á framfæri þakklæti til þessara krakka frá heimilisfólki á Höfða. Nýr löndunarkrani Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu nýs löndunarkrana fyrir smábáta á bátabryggjunni hér á Skaga. Nýi löndunarkraninn mun bæta veruiega úr brýnni þörf þar sem mikil aukning hefur verið á smábátum hér á liðnum árum. Þessi nýi krani er talsvert öflugur og lyftir allt að fimm og hálfu tonni, þannig að hann gæti hreinlega lyft upp mörgum smábátnum með öllu saman. Mynd:hb Sunnudag 22. apríl Mánudag 23. apríl Opið eins og venjulega frá þriðjudegi 24. apríl. Gleðilega páska! Veitingahúsid Stillholt'^ÍE? STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SÍMI (93)2778 Leirkjallarinn Ýmsar handunnar gjafavörur Lampar pottaljós, veggljós hengiljós veggpottar og margt fleira Komdu og skoðaðu Markaður Opnum markað á efri hæð verslunarhúss Skagavers, fimmtudag 12. apríl kl. 13. Fjölbreytt úrval af góðum og ódýrum vörum frá ýmsum framleiðendum og heildverslunum, allt að 30-50% afsláttur. Komið og gerið góð kaup. Vöruloft Skagavers

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.