Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 7
Bœjorblodid 7 Ðrautin hf. Bílaleiga— Bílaviðgerðir Leigjum út Ford-bíla Brautin hf. Sími2157 Happdrætti Eftirtalin númer hlutu vinning í Landshapp- drætti Körfuknattleikssambands íslands 1984: 1. Sólarlandaferð mcð Samvinnuferðum/ Landsýn kr. 15 000,00 ... 2. Sólarlandaferð með Samvinnuferðum/ nr. 5146 Landsýn kr. 15 000,00 3. Sólarlandaferð með Samvinnuferðum/ nr. 3187 Landsýn kr. 15 000,00 4. Sólarlandaferð með Samvinnuferðum/ nr. 7574 Landsýn kr. 15 000,00 5. Sólarlandaferð með Samvinnuferðum/ nr. 375 Landsýn kr. 15 000,00 6. Sólarlandaferð með Samvinnuferðum/ nr. 3092 Landsýn kr. 15 000,00 7. Sólarlandaferð með Samvínnuferðum/ nr. 2715 Landsýn kr. 15 000,00 nr. 2539 Körfuknattleikssamband íslands. Kolbrún Jónsdóttir, framkvaernfiasíjóii. Stjörnutilboð! Frítt kókglas meö Stjörnuborgurum sem eru borðaðirástaðnum. Ennfremur bjóðum við stjörnuborgara — franskar — pizzur — samlokur — bæjarins bestu pylsur— kakó — kaffi — öl — tóbak. Sælgæti í miklu úrvali Stjörnuborgarar fást í öllum helstu sjoppum bæjarins, svosem: Vers. Teig (Olís) — B.S.A. (Esso) — M.s. Akraborg — N.F.F.A. — íþróttahúsinu Verið velkomin Stjörnukaffi Skólabraut 14, Sími: 2269 Akranesi Lífgar upp á búðaglugga bæjarins — Rætt við Arnrúnu Kristinsdóttur útstillingamann úr Reykjavík Arnrún Kristinsdóttir við vinnu sína í versluninni Óðni. — Mynd: Ámi Bæjarblaðið fregnaði af því fyrir skömmu að útstillingamaður úr Reykjavík dveldist á Skaganum til þess að hressa upp á útstillingar í verslunargluggum í bænum. Við brugðum okkur í verslunina Óðinn, þar sem Arnrún Kristinsdóttir var í óðaönn að stilla út í gluggann. Við spurðum Arnrúnu hvort einhver ákveðin regla væri til fyrir því hvernig stilla ætti út í glugga? ,,Nei, ég get nú ekki sagt að nein ein regla sé til í þessum efnum. Það má kannske segja að númer eitt sé að setja vöruna í skemmtilegt um- hverfi þar sem hún nýtur sín vel. Það verður vissulega að taka tillit til árstíða og þess háttar þegar stillt er út, nú hef ég t.d. fermingar og páskaíhuga." Auk þess að stilla út í Óðni ætlaði Arnrún að stilla út í þrem öðrum verslunum, Portinu, Bjargi og nýju snyrtivöruversluninni Lind- inni. Við spurðum hana hvað henni fyndist um útstillingar í verslunum á Akranesi? „Ég hef nú lítið fylgst með þessu hérna en þó labbaði ég hér um í gær og leit í nokkrar verslanir og mér finnst að kaupmenn hér þurfi að gera verulegt átak í útstillingum og útliti verslana bæði innan og utan dyra. Ég held að þeir geri sér ekki grein fyrir þeirri gífurlegu aug- lýsingu sem er í góðri útstillingu. Utstillingin þarf að vera það athygl- isverð að hún fái fólk til að stoppa við gluggann. Þetta þarf ekki endi- lega að vera framkvæmt af vönum útstillingamanni í hvert sinn. Af- greiðslufólkið getur í mörgum til- vikum haldið útstillingunni við og bætt inn vörum í stað annarra en útstillingamaður gæti svo endur- nýjað útstillinguna tvisvar eða þrisvaráári.“ Hvað tekur langan tíma að útbúa útstillingu í glugga? „Venjulega er þetta eins dags vinna nema í stórum verslunum, þar sem meira er gert, málað og því um líkt. Þar getur þetta verið allt að þriggja daga vinna." Arnrún segir okkur að talsvert sé að gera hjá sér i útstillingum, það hafi færst í vöxt undanfarið að út- stillingarmenn séu fengnir í versl- anir og einnig í ýmsar stofnanir. T.d. segist hún hafa stillt út í sýn- ingarkassa sem Búnaðarbankinn sé með í Austurstræti í Reykjavík. Þá spurðum við Sigrúnu Karls- dóttur verslunarstjóra í Óðni um hennar reynslu í þessum málum. Sigrún sagði okkur að hún hefði fyrst fengið útstillingamann til að aðstoða sig fyrir þremur árum og þá hefði glugginn strax vakið Hestaeign er talsverð hér á Skaga. Þó svo að hestamennskan sé vinsæl tómstundaiðja þá eru hestarnir ekki allsstaðar jafn vin- sælir gestir. Til dæmis er ekki vin- sælt að fá hesta í heimsókn í húsa- garða en slíkt hefur því miður komið nokkrum sinnum fyrir hér í bæ. Svona stórar skepnur geta skemmt gífurlega mikið á stuttum athygli og viðskiptamenn hefðu haft það á orði við sig. Hún taldi þetta mikilvægt atriði í samkeppni kaupmanna hér við verslunarferðir Akurnesinga til Reykjavíkur. „Fólk sér þá að kaupmenn hér eru lifandi og hafa áhuga á að þóknast við- skiptavininum,“ sagði hún. Bæjarblaðið tekur undir þessi orð Sigrúnar og ítrekar um leið þær ábendingar sem við höfum komið til bæjarbúa á síðum blaðsins á liðnum árum, að ef við ætlumst til þess að verslun geti orðið fjölbreytt hér á Skaga, þá stuðlum við best að því með því að versla á heima- slóðum. tíma. T.d. sést á þessari mynd að djúp spor voru í grasflötina eftir hestana er þeir röltu um lóð eins fjölbýlishússins klukkan tæplega sjö að morgni einn daginn í síðustu viku. Ástæða er til að hvetja hesta- eigendur til að gæta þess að hest- arnir geti ekki komist fyrirhafnar- laust í garða bæjarbúa og valdið þar ómældu tjóni á gróðri. Hross gera sig heimakomin í garða Fjögur hrossanna gæða sér á grasinu en hið fimmta slappar af utan girðingar

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.