Bæjarblaðið - 03.05.1984, Síða 1

Bæjarblaðið - 03.05.1984, Síða 1
7. tbl. — 3. maí 1984 — 6. árg. Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Fyrsti bikar ársins í höfn ÍA vann í Litlu bikarkeppninni Frá brunanum á Breiðinni. Innandyra geymdi útgerð Bjarna Óiafs- sonar AK síldarkassa og ýmiskonar pakkningar tengdar útgerð- inni. Slökkviliðið kallað tvivegis út Á annan í páskum kom upp eldur í gömlu geymsluhúsi á Breiðinni. Húsið var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn og brann þar allt sem brunnið gat en slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út í fisk- verkunarhús sem eru sambyggð. Talið er að þarna hafi verið um íkveikju að ræða og líklega hafa þar verið börn að verki. Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Skarðsbraut fyrir skömmu en þar hafði komið upp eldur í sportbáti sem verið var að vinna í við hlið hússins. Miklar skemmdir urðu á bátnum, þó svo að greiðlega hafi tekist að slökkva eldinn. ÍA varð sigurvegar í Litlu bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrradag er liðið vann lið Breiðabliks í Kópavogi með einu marki gegn engu. ÍA vann alla sína leiki í mótinu og hlaut þannig átta stig og markatalan varð 10-1. Glæsileg byrjun og það hjá íslands- og bikarmeist- urum okkar. Annars urðu einstök útslit leikja hjá okkar mönnum í mót- inu þessi: ÍA-Haukar 6-1, FH-ÍA 0-2, ÍA-ÍBK 1-0, UBK-ÍA 0-1. Við skulum vona að þessi sigur sé aðeins byrjunin á glæsi- legu sumri í knattspyrnunni, þó svo að það hljóti að kallast mikil bjartsýni að búast við að liðið nái eins góðum árangri og í fyrra. Foreldrafélagið á 17. júní Þjóðhátíðarnefnd hefur farið þess á leit við foreldra- og kenn- arafélag Brekkubæjarskóla að það sjái um leiki barna á 17. júní í sumar, gegn þóknun. í því tilefni var 54 manna fulltrúaráðið kvatt saman og mættu 4. Þetta áhuga- leysi fannst stjórninni vont, sakir þess að félagið hefur ákveðið að kaupa tæki til skólans, og er þetta ein fjáröflunarleið sem félagið vildi ekki láta framhjá sér fara. Nú vill stjórnin ekki trúa því að foreldrar vilji almennt ekki taka þátt í starf- semi til stuðnings börnum sínum og annarra, og í þessu tilfelli til skemmtunar börnum bæjarins á þjóðhátíðardaginn. Þykjumst við viss um að fólk hafi af óviðráðan- legum orsökum ekki talið sér fært að mæta og ekki heldur getað látið okkur vita um forföll sín. Þessvegna viljum við auglýsa eftir viljugum foreldrum utan full- trúaráðsins sem innan þess, og hvetja þá til að mæta með uppá- stungur um leiki og þrautir handa yngstu borgurunum á laugardag- inn 5. maí klukkan 13 í Brekku- Aflafréttir af vertíðarbátunum Afli vertíðarbátanna fram að síðustu mánaðarmótum var sem hérsegir: Kg. Grótta 306.950 Haraldur 533.850 Reynir 148.860 Sigurborg 527.890 Skírnir 211.940 Sólfari 404.210 Tveir bátar, Skírnir og Sigur- borg hafa nú hætt þorskveið- um. Afli smábáta var orðinn 191 tonn um mánaðarmót og heild- arafli því orðinn 2324 tonn, en var á sama tíma í fyrra 3267 tonn. Þess ber að gæta að mun fleiri bátar voru að veiðum í fyrra, eða tíu í stað sex nú. Happdrætíi fyrir sölubörnin Bæjarblaðið hefur alla tíð haft á að skipa öflugu liði sölubarna, sem séð hafa um að koma blað- inu til bæjarbúa, í misjöfnum veðrum og oft við hinar verstu aðstæður að vetrarlagi. Bæjarblaðið stendur í mikilli þakkarskuld við þennan öfluga sölubarnahóp og til að krydda aðeins tilveruna hjá þeim, þá hóf blaðið svokallað söluhappdrætti fyrir skömmu. Happdrætti þetta er þannig í framkvæmd að sölu- börnin fá einn happdrættismiða fyrir hver tíu blöð sem þau selja og fær þannig sá sem mest selur mestan möguleika á vinning. Happdrætti þetta hefur staðið yfir síðast liðin tvö blöð og endar með þessu tölublaði. Síðan verður dregið í happdrættinu að öllum sölubörnum viðstöddum og fimm vinningar veittir, hver þeirra er 1000 krónu úttekt í versluninni Óðni. Þó mun hvert sölubarn ekki hljóta meira en einn vinning og komi upp númer hjá einhverju sölubarni sem þegar hefur hlotið vinning verður dregið aftur. Þetta eru kannske undarlegar reglur, en við bárum þetta undir sölu- börnin þegar farið var af stað og stað og lýstu þau eindregnum vilja sínum um að hafa þetta svona. Sölubörn Bæjarblaðsins eru 20 til 25 talsins, og hafa sum þeirra selt blaðið alveg frá því að það kom fyrst út í september 1979. Nú hefur Kalli Þórðar ákveðið að snúa heim frá Frakklandi. Hann getur byrjað að leika með ÍA 6. júní. Myndin er tekin er Karl bjó í Belgíu. bæjarskóla, þar sem starfsemin verður skipulögð. Þeir, sem eru feimnastir, geta hringt með hug- myndir itl formannsins, Sigrúnar Harðardóttur, í síma 2813, eða annarra stjónarmeðlima. Enn- fremur skorar stjórnin á foreldra að sanna ekki á sig áhugaleysi um velferð barna sinna. Stöndum vörð um velferð barna okkar. Stjórnin Þeir stóru finnast Það eru ekki eintómir tittir sem fást úr sjó nú á dögum, þó svo að vissulega séu stórþorskarnir orðnir sjaldséðir. Skipverjar á Haraldi Ak 10 fengu einn heljar- mikinn stórþorsk í netin nú rétt fyrir páska. Sá stóri mældist 145 cm langur og var 40 kg á þyngd og verður því að teljast hin mynd- arlegasti fiskur. Á stærri myndinni eru það þeir Þröstur Eðvarðsson og Stefán Benediktsson sem halda á þorskinum á milli sín. Á minni myndinni er það Stefán sem hverfur á bak við fiskinn Myndir: hb. Bein útsending frá messu Á páskadag var sjónvarpað messu frá Akraneskirju. Var þetta í fyrsta sinn sem sjónvarpað er beint frá Akraness og jafnframt í fyrsta sinn sem sjónvarpað er beint frá kirkju utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Messan í Akraneskirkju hófst klukkan 5 síðdegis og hófst hún með því að meðhjálpari kirkjunnar og formaður sóknar- nefndar, frú Ragnheiður Guð- bjartsdóttir las bæn. Þá flutti ung stúlka út söfnuðinum, Ásdís Halla Bragadóttir, pistil. Sóknarprestur, sr. Björn Jónsson, þjónaði fyrir alt- ari og prédikaði. Kirkjukór Akraness söng við guðsþjónustuna undir stjórn org- anistans, Jóns Ólafs Sigurðsson- ar. Þá léku félagar úr strengjasveit Tónlistarskóla Akraness með í flutningi stólvers.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.